VIÐ HEIMTUM AUKAVINNU Á ÍSÓ

Æfingar eru hafnar á leik- og söngverkinu Við heimtum aukavinnu. Um er að ræða samstarfsverkefni Kómedíu og Litla leikklúbbsins á Ísafirði. Frumsýnt verður föstudaginn 6. febrúar í Edinborgarhúsinu. Einsog glöggum lesendum hefur kannski dottið í hug þá er hér um að ræða leik sem er byggður á verkum bræðranna Jónasar og Jóns Múla Árnasonar. Leikgerðina gerði Kómedíuleikarinn og inniheldur hún fjölmarga slagara úr smiðju Árnasona. Nægir þar að nefna hittara á borð við Úti er alltaf að snjóa, Klara Klara, Riggarobb, Og þá stundi Mundi, Einu sinni á ágústkvöldi ofl ofl ofl ofl ofl ofl ofl. Já það er hreint ótrúlegt hve þeir bræður voru iðnir við kolann og ekki nóg með það heldur eru nánast öll lögin sungin af þjóðinni reglulega á hinum ýmsum mannamótum. Stór hópur leikara og tónlistarmanna kemur að sýningunni Við heimtum aukavinnu og nú er bara að fara að rifja lögin upp og mæta í Edinborgarhúsið og syngja með. Og allir með: Hann sagði; Lífið er lotterí.................................................................

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband