KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ Á FJÁRLÖG

Fjárlaganefnd hefur ákveðið að veita Kómedíuleikhúsinu 1.5 milljónir króna í styrk á fjárlögum 2009. Þetta eru mikil gleðitíðindi einsog gefur að skilja og þakkar Kómedíuleikhúsið kærlega fyrir þennan glæsilega styrk. Þetta er í þriðja sinn sem Kómedíuleikhúsið fær styrk frá Fjárlaganefnd og er þetta mikil viðurkenning á starfi leikhússins. Þessi styrkur kemur sér mjög vel því framundan eru fjölmörg verkefni hjá Kómedíuleikhúsinu. Nú standa yfir æfingar á nýjum einleik, Auðun og ísbjörninn, sem er byggður á Íslendingaþættinum Auðunar þáttur vestfirska. Einnig er ný hljóðbók í burðarliðnum að þessu sinni eru það Þjóðsögur frá Súðavík og mun bókin koma út fyrir páska. Af öðrum Kómískum verkum má nefna söngleikinn Við heimtum aukavinnu sem er samstarfsverkefni við Litla leikklúbbinn, ljóðaleikinn Þorpið sem einnig er samstarfsverkefni að þessu sinni við Ljóðasetur Íslands og í byrjun júní er von hljóðbókinni Skrímslasögur. Þannig að það er nokk ljóst að þessir monnýpeningar komi sér mjög vel í hinum fjölbreyttu verkefnum Kómedíuleikhússins sem framundan eru.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband