ÞJÓÐSÖGUR FRÁ SÚÐAVÍK - NÝ HLJÓÐBÓK

Fimmta þjóðlega hljóðbókin er nú komin á markað. Enn eru þjóðsögurnar í aðalhlutverki og að þessu sinni eru það Þjóðsögur frá Súðavík. Hér segir af álfum, draugum og ýmsum furðuverum sem hafa verið á sveimi í Súðavíkinni í gegnum aldirnar. Sögufrægar persónur koma einnig við sögu en þar fara fremstir í flokki þeir Galdra- Leifi og Jón Indíafari og hefur hljóðbókin að geyma magnaða sagnaþætti um þá félaga. Þjóðsögur frá Súðavík kosta aðeins 1.999.-kr og fást í netverslun Kómedíuleikhússins www.komedia.is Sendum hvert á land sem er og takið eftir ekkert sendingargjald. Hljóðbókin ásamt hinum þjóðlegu hljóðbókum Kómedíu fást í verslunum Pennans og Eymdundsson um land allt sem og í verslunum hér og hvar um landið. Þjóðsögur frá Súðavík er enn ein perlan í þjóðlegu útgáfu Kómedíuleikhússins en hljóðbækurnar hafa notið fádæma vinsælda og eru tvær fyrstu uppseldar hjá útgefanda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband