ACT ALONE 2009 EINLEIKIN HÁTÍĐ Á ÍSÓ

Eina árlega leiklistarhátíđin á Íslandi Act alone verđur haldin hátíđleg sjötta áriđ í röđ dagana 14. – 16. ágúst. Act alone verđur í Edinborgarhúsinu á Ísafirđi og á Gíslastöđum í Haukadal í Dýrafirđi. Ađ vanda er ađgangur ađ hátíđinni ókeypis og öllum opin enda er hér um hátíđ ađ rćđa og mikilvćgt ađ sem flestir fái ađ njóta. Act alone er helguđ einleikjum og er međal fárra slíkra í Evrópu. Á dagskrá Act alone í ár eru alls fimm einleikir, eins manns tónleikar, sögusýning um einleiki á Íslandi og loks fyrirlestur um förumenn og leiklist á 19. öld á Íslandi. Opnunarsýning Act alone 2009 er Umbreyting – Ljóđ á hreyfingu eftir og međ Bernd Ogrodnik og hefst hún kl.20 í Edinborgarhúsinu á Ísafirđi föstudagskvöldiđ 14. ágúst. Nćstur stígur á stokk Róbert nokkur Snorrasson íslenskur leikari búsettur í Danmörku en hann bíđur uppá eins manns kabarettinn Here I Stand. Sú sýning verđur á veitingastađnum Viđ Pollinn á Ísafirđi og hefst kl.22. Á laugardeginum 15. ágúst verđur bođiđ uppá ţrjá vandađa einleiki. Leikurinn hefst kl.14 í Edinborgarhúsinu međ sýningu Grindvíska atvinnuleikhússins á 21. manns saknađ međ Víđi Guđmundssyni. Ţóra Karítas Árnadóttir stígur nćsta á stokk međ Ég heiti Rachael Corrie og hefst sú sýning kl.18. Laugardeginum lýkur síđan međ leikverkinu Ódó á gjaldbuxum sem einnig er í Edinborgarhúsinu og verđur á dagskrá kl.21. Á sunnudeginum, 16. ágúst, falla vötn öll til Dýrafjarđar nánar tiltekiđ ađ Gíslastöđum í Haukadal. Ţar verđur bođiđ uppá Einstaka sýningu ţar sem saga einleikjalistarinnar er sögđ en sýningin var opnuđ í sumar og er samstarfsverkefni Act alone og Leikminjasafn Íslands. Einnig verđa til sýnis úrval myndverka úr smiđju vestfirskra einfara í myndlist. Jón Jónsson Menningarfulltrúi Vestfjarđa flytur ţví nćst fyrirlestur um leiklist og förumenn á Íslandi á 19. öld. Hörđur Torfason, leikari og söngvaskáld, bíđur loks uppá eins manns konsert og lýkur ţar međ dagskrá sjöttu Act alone hátíđarinnar fyrir vestan. Allar nánari upplýsingar um Act alone og dagskrána er ađ finna á heimasíđu Act alone www.actalone.net


Dagskrá Act alone 14. – 16. ágúst 2009

14. ágúst
Edinborgarhúsiđ Ísafirđi
Kl.20.00 Umbreyting – Ljóđ á hreyfingu. Bernd Ogrodnik. Fígúra.
Hótel Ísafjörđur
Kl.22.00 Here I stand. Róbert Snorrason.


15. ágúst
Edinborgarhúsiđ
Kl.14.00 21. manns saknađ. Víđir Guđmundsson. GRAL.
Kl.17.00 Ég heiti Rachael Corrie. Ţóra Karítas Árnadóttir.
Kl.21.00 Ódó á gjaldbuxum. Ţórey Sigţórsdóttir.

16. ágúst
Gíslastađir Haukadal Dýrafirđi
Kl.15.00 Einstök sýning. Einleikir á Íslandi – Vestfirskir einfarar.
Kl.15.20 Förumenn og leiklist. Fyrirlestur: Jón Jónsson, Menningarfulltrúi Vestfjarđa.
Kl.16.00 Hörđur Torfa eins manns konsert.

Hátíđarlok

Sjáumst á Act alone í ágúst 2010

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband