Bloggfćrslur mánađarins, október 2008

KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR MYNDLISTARSÝNINGU Á KAFFI EDINBORG Á ÍSÓ

Í dag klukkan 17. opnar Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, myndlistarsýningu á Kaffi Edinborg á Ísafirđi. Um sölusýningu er ađ rćđa og verđur sýningin opin út nóvember mánuđ. Kómedíufrúin hefur veriđ í miklu stuđi ţetta áriđ og er ţetta sjötta einkasýning hennar á ţessu ári.

PÉTUR OG EINAR AFTUR Á SVIĐ

Sýningar á leikritinu vinsćla Pétur og Einar hefjast ađ nýju í kvöld eftir stutt hlé. Leikurinn var sýndur alls 14 sinnum í sumar viđ fádćma vinsćldir. Í kvöld kl.20 fer leikurinn aftur á fjalirnar og ađ vanda er sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík. Miđasala fer fram í Einarshúsi einnig er hćgt ađ panta miđa međ ţví ađ senda tölvupóst á ragna@einarshusid.is Sýningarstađurinn er vel viđ hćfi ţví sögupersónur leiksins bjuggu einmitt í ţessu húsi sem er nú orđinn vinsćll veitingastađur og kaffihús. Í ţessari sýningu túlkar Elfar Logi Hannesson líf og störf ţeirra manna sem settu hvađ mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu ţeirra ćvintýraljóma. Frumkvöđlarnir Pétur Oddsson og Einar Guđfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuđu stórveldum sínum af skörungsskap. Ţeir bjuggu báđir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síđar var nefnt Einarshús. Höfundur og leikstjóri er Soffía Vagnsdóttir og tónlistarstjóri er Hrólfur Vagnsson. Fleiri sýningar verđa á Pétri og Einar í nóvember og er rétt ađ benda sérstaklega á sýninguna laugardaginn 29. nóvember en ţá verđur einnig bođiđ uppá veglegt jólahlađborđ međ sýningunni. Ţegar skammdegismyrkur skellur á er gott ađ skella sér í leikhús. Ţađ hressir og kćtir.


SIGRÍĐUR RAGNARSDÓTTIR BĆJARLISTAMAĐUR ÍSAFJARĐARBĆJAR

Á lokadegi menningarhátíđarinnar Veturnćtur, í gćr, var tilkynnt hver vćri Bćjarlistamađur Ísafjarđarbćjar nćsta áriđ. Ţađ var sannarlega mikill spenningur í Edinborgarhúsinu í gćr ţegar Bćjarlistamađurinn var kynntur, hver skyldi nú verđa Bćjarlistamađur? Fjölmargir koma til greina hverju sinni ţví stađreyndin er sú ađ hér í Ísafjarđarbć er heill hellingur af flottum listamönnum. Óhćtt er ađ segja ađ valiđ á bćjarlistamanni ţessa árs sé sérlega glćsilegt og er viđkomandi vel ađ Bćjarlistanafnbótinni komin. Bćjarlistamađur ársins er Sigríđur Ragnarsdóttir tónlistarmađur og skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarđar. Sigga, einsog viđ köllum hana alltaf, hefur gert hvert kraftaverkiđ á fćtur öđru í listalífinu hér fyrir vestan. Hún hefur stjórnađ Tónlistarskólanum međ miklum bravúr enda er skólinn einn sá besti hér á landi. Ávallt er Sigga tilbúin ađ ađstođa listafólk hér á svćđinu og er Kómedíuleikhúsiđ ţar ekki unandskiliđ. Sigga hefur ađstođađ Kómedíuleikhúsiđ á svo margan hátt ađ seint verđur full ţakkađ fyrir ţađ. Mörg Kómísk verkefni hefđu örugglega ekki komist á koppinn ef hjálp Siggu hefđi ekki komiđ til og má ţar nefna fyrst og fremst leiklistarhátíđina Act alone. Sigga opnađi dyr Tónlistarskólans fyrir hátíđinni ţegar hún var haldin í fyrsta sinn og ţćr dyr hafa ávallt veriđ opnar síđan. Einnig hefur Kómedía marg oft fengiđ ađ sýna verk sín í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarđar. Listamenn sem sćkja Ísafjörđ heim hafa jafnan leitađ til Siggu sem hefur ávallt tekiđ ţeim vel enda hefur Tónlistarskólinn alla tíđ veriđ öflugur í ađ flytja hingađ framsćkiđ listafólk. Hér hefur ađeins lítiđ veriđ nefnt um Bćjarlistamanninn Siggu og vantar alveg helling hér inní ţessa mynd. Kómedíuleikhúsiđ óskar Siggu innilega til hamingju og ţökkum kćrlega alla veitta ađstođ og góđan skilning í gegnum árin.

KNALL Í TJÖRUHÚSINU UM HELGINA

Á sunnudag hefst nýr dagskrá liđur hjá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirđi en í vetur munum viđ bjóđa uppá Einleikna leiklestra ţar sem fluttir verđa kunnir og ókunnir einleikir. Fyrsti Einleikni leiklesturinn er helgađur leikskáldinu Jökli Jakobssyni en í ár eru 75 ár frá fćđingu hans. Fluttur verđur einleikurinn Knall eftir Jökul og hefst leikurinn kl. 14 á sunnudag í Tjöruhúsinu á Ísafirđi en ţar hefur Kómedía fengiđ inni í vetur. Ţađ er leikarinn Árni Ingason sem flytur leikinn. Einnig mun Kómedíuleikarinn flytja erindi um leikskáldiđ Jökul Jakobsson. Ađgangur er ókeypis en bođiđ verđur uppá kaffi og pönsur á Kómísku verđi.

GÍSLI SÚRSSON HEFUR NÚ VERIĐ SÝNDUR 180 SINNUM

Ţađ var stór dagur í sögu Kómedíuleikhússins í morgun ţví ţá var einleikurinn Gísli Súrsson sýndur í 180 sinn. Já, alveg rétt ţađ eru komnar 180 sýningar sem er bara alveg geggjađ. Ţessi sögulega sýning var í Kársnesskóla í Kópavogi og voru undirtektir nemenda mjög góđar. Ţađ var vel viđ hćfi ađ 180 sýningin vćri einmitt í skóla ţví leikurinn hefur einmitt oftast veriđ sýndur í skólum um land allt. Vart ţarf ađ taka ţađ fram ađ ţetta er nýtt sýningarmet hjá Kómedíuleikhúsinu. Gísli Súrsson er ţó hvergi nćrri hćttur nćsta sýning er í fyrramáliđ í Foldaskóla. Eftir áramótin mun Gísli herja á skóla á höfuđborgarsvćđinu á nýjan leik og hafa ţegar veriđ bókađar fjölmargar sýningar. Sýningin um útlagann Gísla Súrsson hefur annars fariđ mjög víđa og veriđ sýnd hringinn í kringum landiđ og einnig erlendis í Albaníu, Lúxembúrg og Ţýskalandi. Sýningin hefur tvívegis fengiđ verđlaun á erlendum leiklistarhátíđum. Loks er rétt ađ geta ţess ađ leikurinn hefur einnig veriđ sýndur í enskri útgáfu m.a. fyrir erlenda nemendur viđ Háskólasetur Vestfjarđa. Erfitt er ađ spá um ţađ hve leikurinn verđur sýndur lengi allavega út nćsta ár og vonandi lengur. Regla Kómedíuleikhússins er sú ađ á međan leikarinn hefur gaman af ţví ađ sýna verkiđ ţá mun leikurinn vera á dagskránni jafn lengi og leikgleđin rćđur ríkjum. Ţetta er nú engin ný kenning í heimi leiklistarinnar ţví ţađ sem skiptir mestur máli í leikhúsinu er ađ leikarinn hafi gaman af ţví sem hann er ađ gera og ţađ höfum viđ svo sannarlega hér í Kómedíuleikhúsinu og ja kannski verđur Gísli Súrsson bara á fjölunum eins lengi og sá Kómíski tórir. Kómedíuleikhúsiđ vill ađ lokum ţakka öllum ţeim fjölda áhorfenda sem hafa séđ sýninguna um Gísla Súrsson kćrlega fyrir góđa stund í leikhúsinu. Viđ hlökkum svo til ađ hitta alla hina sem eiga eftir ađ sjá Gísla Súrsson.

AFMĆLISTILBOĐ - STEINN STEINARR Á 500 KALL

Í dag er afmćlisdagur vestfirska ljóđskáldsins Steins Steinars en hann fćddist 13. október áriđ 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. Steinn Steinarr hefur veriđ í miklu uppáhaldi hjá Kómedíuleikhúsinu fyrr á árinu frumsýndi leikhúsiđ ljóđaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins í tilefni af aldarafmćli skáldsins. Leikurinn hefur veriđ sýndur víđa um land og fengiđ afbragđs viđtökur. En ţetta er ekki í fyrsta sinn sem Kómedía setur Steins Steinar verk á sviđ. Ţví áriđ 2003 frumsýndi leikhúsiđ einleikinn Steinn Steinarr og var leikurinn bćđi sýndur á Ísó og í Borgó. Einleikurinn Steinn Steinarr var síđan gefin út á mynddiski. Í tilefni af afmćlisdegi Steins Steinars verđur mynddiskurinn Steinn Steinarr á sérstöku tilbođi í dag ađeins 500 kall sem er ţúsund króna afsláttur af útsöluverđi. Nú er lag ađ gera góđ kaup, sendum hvert á land sem er og ţađ er auđvelt ađ panta sendiđ bara tölvupóst á komedia@komedia.is og diskurinn er ţinn. Hér ađ neđan eru nánari upplýsingar um einleikinn Steinn Steinarr.

STEINN STEINARR - EINLEIKUR Á DVD
DVD
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guđjón Sigvaldason
Leikstjórn: Guđjón Sigvaldason
Verđ: 500. kr (var áđur 1.500)
Panta:
komedia@komedia.is
Einleikur Kómedíuleikhússins Steinn Steinarr er nú loksins fáanlegur á DVD. Leikurinn er byggđur á verkum og ćvi skáldsins en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Ţetta er mjög áhugaverđ, vel gerđ og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli ţegar hún var frumsýnd áriđ 2003. Ekki má heldur gleyma frćđslugildi verksins sem er mjög mikiđ.
Steinn Steinarr er eitt ţekktasta ljóđskáld Íslendinga á 20. öld. Hann hét réttu nafni Ađalsteinn Kristmundsson og fćddist áriđ 1908. Ţegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann ţegar ađ brjóta reglur sem ríkt höfđu í skáldskap um langa hríđ og varđ mjög umdeildur fyrir vikiđ. Harđorđar greinar birtust í blöđum um Stein og skáldskapur hans var kallađur tómvitleysa af sumum. Ađrir á hinn bóginn fögnuđu framlagi hans og töldu ađ loksins vćri komiđ fram skáld sem ţyrđi ađ breyta stađnađri, íslenskri ljóđlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóđ hans eru ţjóđinni mjög kćr og viđ mörg ţeirra hafa veriđ samin lög. Steinn Steinarr andađist áriđ 1958, rétt tćplega fimmtíu ára ađ aldri.


NEGUS NEGUSI Í REYKJAVÍK KL.16

Kómedíuleikarinn flytur úrval ljóđa úr smiđju Steins Steinars í gömlu kafffibrennslu Ó Johnson og Kaaber Sćtúni. Í gćr var opnuđ í húsinu myndlistarsýning Sigurđar Ţóris sem hann byggir á ljóđabálki skáldsins Tíminn og vatniđ en rétt er ađ geta ţess ađ vegleg bók hefur komiđ út međ verkunum í tengslum viđ sýninguna. Kómedíuleikarinn mun flytja ljóđ úr ljóđaleiknum Búlúlala í dag m.a. samnefnt ljóđ sem segir af Negus Negusi önnur ljóđ sem flutt verđa eru m.a. Kvćđiđ um veginn, Ađ frelsa heiminn, Í tvílyftu timburhúsi og Tindátarnir. Lesturinn hefst kl.16 í dag og er ađgangur ókeypis.

STEINS HÁTÍĐ Í GÖMLU KAFFIBRENNSLUNNI

Myndlistarmađurinn Sigurđur Ţórir opnar myndlistarsýningu kl.15 á morgun, laugardag, í gömlu kaffibrennslunni Ó Johnson & Kaaber Sćtúni 8. Sýningin er byggđ á ljóđabálki vestfirska skáldsins Steins Steinars Tíminn og vatniđ og hefur listamađurinn unniđ ađ ţessari sýningu í nokkur ár. Í tilefni af ţessari merku sýningu og aldarafmćli Steins, sem er á mánudaginn, verđur bođiđ uppá sannkallađa listaveislu og Kómedíuleikhúsiđ tekur ţátt enda Steinn uppáhalds skáld leikhússins. Sýningin opnar á morgun og verđur strax bođiđ uppá veglega Steins dagskrá. Leikin verđur upplestur Steins á Tímanum og vatninu. Klukkan fjögur verđur sérstök dagskrá sem Vernharđur Linnet kynnir en ţar koma fram Hjalti Rögnvalsson, leikari, og meistari Raggi Bjarna sem mun flytja lag sig Barn viđ ljóđ Steins, sem er ađ margra mati eitthvert fallegast íslenska ljóđalagiđ. Á sunnudeginum mun síđan Kómedíuleikarinn flytja úrval ljóđa eftir Stein Steinarr og hefst dagskráin kl.16. Daginn eftir á afmćlisdegi Steins mun Hörđur Torfa vera međ tónleika ţar sem hann flytur lög er hann hefur samiđ viđ ljóđ Steins. Tónleikarnir hefjast kl.20.30 og er ađgangseyrir ađeins 2.000.kr. Sýning Sigurđar Ţóris stendur til 26. október og er opiđ alla daga frá 14. - 18.


AFHVERJU HEITIR ŢÁTTURINN EKKI SÖNGFLUGAN FREKAR EN SINGING BÍ

Yngsta Kómedíudóttirin er sérlega orđheppinn enda algjör prinsessa. Um daginn var veriđ ađ horfa á Skjá einn í Túninu heima og ţá akkurart byrjar ţátturinn međ Jónsa sem heitir Singin Bí. Og ţá segir prinsessan: Jibbý, Söngflugan er ađ byrja.

Já, einmitt afhverju heitir ţátturinn ekki Söngflugan, miklu flottara nafn. Íslenskt og ţetta er jú íslensk stöđ ţó hún sýni ađllega erlenda raunveruleikaţćtti og annađ léttmeti. Nafniđ Söngflugan gćti líka tengt ţáttinn óbeint viđ dćgurlagasmellinn Litla flugan eftir Sigfús Halldórs og er ţví alveg tilvaliđ nafn á íslenskum tónlistarţćtti. Ég mćlist ţví til ţess ađ Skjár einn breyti nafni ţáttarins hiđ snarasta í hiđ músíkalska nafn Söngflugan. Enda er nú veriđ ađ hvetja landann til ađ kaupa íslenskt og ţá ţurfum viđ nú líka ađ hugsa um ţađ ađ tala íslensku og nota íslensk nöfn sérstaklega á svona ţáttum sem einmitt ćskan hefur áhuga á. Já, prinsessan veit hvađ hún syngur í ţessu sem öđru.


KÓMEDÍA Í REYKJAVÍK

Kómedíuleikhúsiđ er nú komiđ til borgarinnar og mun nćstu dagana flakka á milli skóla á höfuđborgarsvćđinu. Leikurinn hefst í fyrramáliđ međ sýningu á Dimmalimm á Leikskólanum Bakka. Um helgina mun Kómedíuleikarinn síđan les úrval ljóđa eftir Stein Steinarr á myndlistarsýningu Sigurđar Ţóris. Listamađurinn hefur lengi unniđ ađ myndskreytingu ljóđabálksins Tímans og vatnsins eftir Stein. Upplesturinn á sunnudaginn hefst kl.16. Gísli Súrsson verđur svo á ferđ og flugi milli skóla í nćstu viku en fyrsta sýning verđur í Árbćjarskóla. Kómedíuleikhúsiđ hefur síđustu árin fariđ reglulega til borgarinnar til ađ heimsćkja skóla međ sýningar sínar og hefur ávallt veriđ vel tekiđ. Suđur leikferđirnar verđa ađ vísu tvćr ţetta haustiđ ţví í desember verđur Kómedíuleikhusiđ međ Jólasveina Grýlusyni á höfuđborgarsvćđinu.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband