Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

ÞJÓÐLEGAR HLJÓÐBÆKUR

Kómedíuleikhúsið hefur verið að hasla sér völl á hljóðbókamarkaðnum með vandaðri útgáfu á þjóðlegum hljóðbókum. Um er að ræða gömlu íslensku þjóðsögurnar sem eru sóttar í hin ýmsu þjóðsagnasöfn. Þegar hafa verið gefnar út þrjár þjóðlegar hljóðbækur og í nóvember er von á þeirri fjórðu. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í Eymundsson um land allt og ýmsum verslunum og ferðamannastöðum. Einnig er hægt að panta þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins í vefverslun leikhússins www.komedia.is , verslun. Rétt er að geta þess að hljóðbækurnar eru sendar frítt hvert á land sem er. Þjóðlegu hljóðbækurnar eru sniðugar við hin ýmsu tækifæri hvort heldur í bifreiðina, vertrarbústaðinn eða við uppvaskið. Síðast en ekki síst eru hljóðbækurnar frábærar til gjafa t.d. í jólapakkann. Hér að neðan eru upplýsingar um þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins:

HLJÓÐBÆKUR

VÆNTANLEG Í NÓVEMBER

ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.-kr (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins.




ÞJÓÐSÖGUR ÚR BOLUNGARVÍK
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Á þessari hljóðbók les Elfar Logi úrval sagna úr safni fræðimannsins Finnboga Bernódussonar frá Bolungarvík. Sögurnar eru í bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík sem naut mikilla vinsælda enda er bókin löngu uppseld. Bolungarvík er ekki stórt svæði en þar hefur margt merkilegt gerst enda skiptir stærðin sjaldan máli. Sögunum á þessari hljóðbók er skipt í þrjá flokka sem eru Dulræn fyrirbæri, Sjávarfurður og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Bolungarvík er sannkölluð perla í þessari hljóðbókaútgáfu Kómedíuleikhússins enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa þjóðsagna að vestan.

ÞJÓÐSÖGUR ÚR ÍSAFJARÐARBÆ
Hljóðbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 92. mín.
Verð: 1.999.- kr. (FRÍ HEIMSENDING)
Panta:
komedia@komedia.is
Ísafjarðarbær er stórt og mikið sagnasvæði sem nær allt frá Dýrafirði til Hornstranda. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval magnaðra þjóðsagna úr Ísafjarðarbæ. Sögurnar eru alls 33 og er skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ er vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.


ÞJÓÐSÖGUR ÚR VESTURBYGGÐ
Uppseld hjá útgefanda en gæti verið fáanleg á hinum ýmsum sölustöðum hljóðbóka Kómedíuleikhússins t.d. í Eymundsson, Flakkaranum á Barðaströnd og í Sælukjallaranum á Patreksfirði.
Hljóðbók

Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 99. mín.
Verð: 1.999.- kr.
Panta: Uppseld hjá útgefanda

Vesturbyggð er mikið sagnasvæði þar hafa skrímsli, tröll, álfar og ýmsar furðuverur verið á sveimi svo elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval þjóðsagna úr Vesturbyggð. Alls eru fluttar 33 sögur og er þeim skipt niður í fimm þjóðsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduðum flutningi.


FRÍ HEIMSENDING Í VEFVERSLUN KÓMEDÍU

Vefverslun Kómedíuleikhússins www.komedia.is  hefur verið að stækka hægt og rólega enda sígandi lukka best. Á næstu dögum er fjórða hljóðbók Kómedíu væntanleg og sem fyrr höldum við okkur við þjóðsögurnar. Nú er röðin komin að Þjóðsögum af Ströndum en einsog margir vita eru Strandirnar mikið þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á flakki lengur en elstu menn muna. Nýja hljóðbókin fæst í Vefverslun Kómedíu www.komedia.is ásamt hinum hljóðbókunum og ýmsum útgáfuverkum leikhússins. Nú fá allir viðskiptavinir Kómedíu Fría heimsendingu á þeim vörum sem þeir versla í gegnum vefinn. Það er auðvelt að panta þú sendir okkur bara tölvupóst og við sendum vöruna um hæl. Góða verslun.

PÉTUR OG EINAR Í KVÖLD

Einleikurinn um frumkvöðlana Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson verður sýndur í Einarshúsi í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00. Þar fer Kómedíuleikarinn á kostum í frábæru verki sem skrifað er af Soffíu Vagnsdóttur en þar er saga athafnamanna í Bolungarvík sveipuð ævintýraljóma. Leikurinn er í senn samofinn sögu sorgar og gleði en mikil saga harma og hamingju býr í hverri fjöl hússins. Léttleiki er þó einkennandi fyrir einleikinn og söngur og gleði allsráðandi. Miðapantanir í Einarshúsi í Bolungarvík einnig er hægt að senda tölvupóst á Vertinn í Víkinni ragna@einarshusid.is Rétt er að geta þess að miðaverð á Pétur og Einar er aðeins 1.500.-kr og hefur ekkert hækkað frá því leikurinn var frumsýndur fyrr í sumar.

VESTFIRSKUR HÚSLESTUR Í DAG

Fyrsti húslestur vetrarins verður haldinn í Safnahúsinu á Ísafirði dag. Er það er liður í samstarfi Kómedíuleikhússins við Safnahúsið á Ísafirði að bjóða upp á vestfirska húslestra yfir vetrartímann á Ísafirði. Að þessu sinni verður fjallað um hina merku skáldkonu Hallfríði Eyjólfsdóttur frá Laugabóli eða Höllu á Laugabóli einsog flestir þekkja hana. Þess má geta að um síðustu helgi opnaði Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur, vandaða sýningu um skáldkonuna Höllu. Einnig hefur hún gefið út bók um skáldkonuna. Guðfinna mun einmitt flytja erindi um Höllu á húslestrinum á laugardag og Elfar Logi Hannesson mun síðan lesa úrval ljóða hennar.
Að vanda er ókeypis aðgangur að húslestrum Kómedíuleikhússins og Safnahússins. Húslesturinn hefst kl.14.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband