Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

AĐVENTA AĐ SUMRI

Viđ höldum áfram ađ kynna dagskrá Act alone 2008 og nú er komiđ ađ leiksýningum hátíđarinnar. Einsog áđur hefur komiđ fram verđa 24 sýningar á fjölum Act alone ţetta sumariđ. Ađventa er einn af fjölmörgu einleikjum ţessa leikárs og verđur ađ sjálfsögđu sýndur á Act alone 2008.

AĐVENTA
Laugardaginn 5. júlí kl.22 í Edinborgarhúsinu á Ísafirđi.

Möguleikhúsiđ
Eftir Gunnar Gunnarsson
Leikgerđ, leikstjórn: Öldu Arnardóttur
Leikmynd, búningar: Messíana Tómasdóttir
Lýsing: Bjarni Ingvarsson
Tónlist, hljóđfćraleikur: Kristján Guđjónsson
Leikari: Pétur Eggerz

,,Ţegar hátíđ fer í hönd, búa menn sig undir hana, hver á sína vísu.“


Ţannig hefst saga Gunnars Gunnarssonar, Ađventa. Bókin kom út áriđ 1939 og er hún sú saga Gunnars sem sem víđast og oftast hefur veriđ gefin út. Hún kom fyrst út á dönsku, en síđar ţýddi höfundurinn hana sjálfur á íslensku.
Hér er sagt frá svađilförum vinnumannsins Benedikts sem fer til fjalla í vetraríki ađventunnar ađ leita ţess fjár sem eftir varđ er smalađ var um haustiđ. Ţađ er köllun hans ađ koma ţessum eftirlegukindum til byggđa fyrir hátíđirnar. Söguna byggir höfundur á frásögnum af frćgum svađilförum Benedikts Sigurjónssonar, öđru nafni Fjalla-Bensa, á Mýrdalsörćfum og einkum ţó eftirleitarferđ sem hann fór í desember 1925. Ţetta er klassísk saga um náungakćrleika og fórnfýsi í vetrarhörkum íslenskra örćfa.
Í sýningunni er unniđ eftir ađferđum frásagnarleikhússins ţar sem einn leikari. Pétur Eggerz, stendur á sviđinu, flytur söguna og bregđur sér jafnframt í hlutverk helstu persóna. Ţá skipar hljóđmynd stóran sess í sýningunni og á ţátt í ađ skapa heim sögunnar, en höfundur hljóđmyndarinnar er Kristján Guđjónsson sem hér vinnur sitt fyrsta verkefni međ Möguleikhúsinu.

KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR MYNDLISTARSÝNINGU Í DAG

Kómedíufrúin, Billa, opnar myndlistarsýningu í Einarshúsi í Bolungarvík í dag kl.17. Bođiđ verđur uppá léttar veitingar og allir hvattir til ađ mćta. Sýningin verđur í gangi fram á sumar og verđur opin á opnunartíma Einarshús. Frúin mun sýna pennateikningarnar sínar vinsćlu sem hafa vakiđ mikla athygli og veriđ sýndar víđa um land bćđi hér vestra, fyrir norđan og sunnan. Um er ađ rćđa sölusýningu og ţví gefst einstakt tćkifćri ađ eignast glćsileg listaverk eftir Kómedíufrúna. Sjáumst í Einarshúsi.

billumynd


BÚLÚLALA Í HAUKADAL Í KVÖLD

Kómedíuleikhúsiđ bregđur sér í sveitina í Haukadal í Dýrafirđi í kvöld. Í Haukadalnum er hiđ Kómíska samkomuhús og ţar verđur ljóđaleikurinn vinsćli Búlúlala sýndur. Leikurinn hefst kl.20. Miđapantanir eru á heimasíđu Kómedíu www.komedia.is Sjáumst í sveitinni í kvöld.

Bululala17Kómedíuleikarinn og Ţröstur Jóhannesson í Kómískri ljóđasveiflu í Búlúlala


FRUMSÝNINGARMÁNUĐURINN MIKLI

Kómedíuleikhúsiđ hefur haft í nógu ađ snúast núna í maí mánuđi. Í upphafi mánađar var frumsýndur ljóđaleikurinn Búlúlala - öldin hans Steins og um miđjan mánuđinn var Forleikur frumsýndur. Allt er ţegar ţrennt er ţví núna um mánađarmótinn verđur ţriđja Kómíska verkiđ frumsýnt í ţessum mesta frumsýningarmánuđi í Kómedíusögunni.
Leikurinn heitir Pétur & Einar og er samstarfsverkefni Einarshússins í Bolungarvík og Kómedíuleikhússins. Verkiđ verđur frumsýnt í Einarshúsi laugardaginn 31. maí klukkan 16:00. Önnur sýning verđur á sunnudag klukkan 16:00 og fleiri sýningar munu fylgja í kjölfariđ. Ţar mun Elfar Logi túlka líf og störf ţeirra manna sem settu hvađ mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipa sögu ţeirra ćvintýraljóma. Frumkvöđlarnir Pétur Oddsson og Einar Guđfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuđu stórveldum sínum af skörungsskap. Ţeir bjuggu báđir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síđar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiđa Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öđru sinni en á síđasta ári settu ţau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var viđ góđan orđstýr í Tjöruhúsinu. Ţar ađ auki voru íbúar bćjarins kallađir til ađstođar og brugđu ţeir sér í hljóđver í Bolungarvík og sungu međ íđilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel ţekktra ţorrablótsvísna.
Ţađ var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamađur í Einarshúsi sem átti frumkvćđiđ ađ uppsetningu sýningarinnar og vinnur ađ fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liđs viđ sig til ađ koma sögunni á fjalirnar.
Elfar Logi 5Sumir segja ađ Kómedíuleikarinn sé ofvirkur.

NIĐURTALNING FYRIR ACT ALONE

Í gćr hófst formlega kynning á dagskrá Act alone 2008 leiklistarhátíđarinnar á Ísafirđi. Hátíđin verđur haldin dagana 2. - 6. júlí á Ísafirđi og verđur bođiđ uppá geggjađa dagskrá 24 sýningar, leiklistarnámskeiđ og fyrirlestur. Til ađ stytta biđina fyrir hátíđina einleiknu verđur dagskráin kynnt nćstu vikunnar á Act alone vefnum www.actalone.net Fjallađ verđur um hverja sýningu fyrir sig auk ţess sem sagt verđur frá ýmsum atburđum hátíđarinnar s.s. Act alone verđlaununum sem verđa nú afhent í fyrsta sinn. Kynningin á Act alone 2008 hefst hins vegar á Leiklistarnámskeiđi hátíđarinnar. Allt um ţađ hér ađ neđan:

Act alone 2008

Leiklistarnámskeiđ

HVAĐ FELST Í TEXTANAUM? OG HVERNIG KOMUM VIĐ ŢVÍ TIL SKILA Í FLUTNINGI?

Kennari: Sigurđur Skúlason, leikari

Stađur: Háskólasetur Vestfjarđa

Fimmtudag 3. júlí kl. 13.30 – 16.00Föstudag 4. júlí kl. 13.30 – 16.00

Ţátttökugjald: 10.000.-

Skráning: Háskólasetur Vestfjarđa sími: 450 3040

Einnig er hćgt ađ senda tölvupóst á netfang Háskólaseturs info@hsvest.is 

Sigurđur Skúlason leikari heldur námskeiđ í textaflutningi, laust mál og bundiđ. Mikilvćgi ţess ađ geta greint texta og túlkađ er mikilvćgt öllum leikurum sem og öđrum sem koma fram hvort heldur á bćjarstjórnarfundi eđa á ţorrablóti. Sigurđur Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk ţess sem rödd hans er vel kunn í útvarpi. Óhćtt er ađ segja ađ Sigurđur sé međal bestu upplesara hér á landi og er ţví mikill fengur ađ geta bođiđ uppá ţetta vandađa námskeiđ á Act alone 2008. Rétt er ađ geta ţess strax ađ ţátttakendafjöldi á námskeiđinu er miđađur viđ 15 manns og er ţví rétt ađ vera snöggur ađ skrá sig.

 


BÚLÚLALA Á FLATEYRI Í KVÖLD

Ljóđaleikurinn sívinsćli Búlúlala - Öldin hans Steins verđur sýndur á Vagninum á Flateyri í kvöld. Sýningin hefst kl.21 og er miđasala viđ innganginn en einnig er hćgt ađ panta miđa á heimasíđu Kómedíu www.komedia.is Kómedíuleikhúsiđ er nú á ferđ og flugi um Vestfirđina međ Búlúlala fyrr í vikunni var leikurinn sýndur í Baldurshaga á Bíldudal og ađ vanda voru Bílddćlingar duglegir ađ mćta í leikhúsiđ enda stađurinn ţekktur leik- og listabćr. Á morgun verđur skundađ til Bolungarvíkur og sýnt í hinu magnađa Einarshúsi og hefst sú sýning kl.21. Semsagt Búlúlala alla helgina.


..ÓHĆTTAĐ TELJA AĐ MARGIR HAFI HAFT EYMSLI Í KJÁLKUM OG MÖGUM EFTIR ÖLL ÓSKÖPIN

Í Bćjarins Besta í dag er lofsamlegur dómur um Forleik sýningu Kómedíuleikhússins og Litla leikklúbbsins á Ísafirđi. Nú er bara ađ skella sér á Forleik. Nćsta sýning er á morgun föstudag 23. maí kl.21 á Veitingastađnum viđ Pollinn. Miđasala á heimasíđu Kómedíu www.komedia.is

Hér er dómurinn í Bćjarins Besta:

Frumsýning leiksýningarinnar Forleiks á veitingastađnum Viđ Pollinn á föstudag heppnađist í alla stađi vel. Fjórir áhugaleikarar sýndu ólíka en afar áhugaverđa íslenska leiki; Súsan bađar sig eftir Lárus Húnfjörđ, Munir og minjar eftir Ţórunni Guđmundsdóttur, Ţađ kostar ekkert ađ tala í GSM hjá guđi eftir Pétur R. Pétursson og Örvćnting eftir Jónínu Leósdóttur. Leikarar eru ţau Marta Sif Ólafsdóttir, Marsibil Kristjánsdóttir, Árni Ingason og Sveinbjörn Hjálmarsson og stóđu ţau sig öll međ mikilli prýđi. Sýningin er metnađarfull og stigu leikararnir ekki eitt feilspor undir styrkri leikstjórn Elfars Loga Hannessonar en Forleikur er samstarfsverkefni Kómedíu-leikhússins og Litla leikklúbbsins á ísafirđi.
  • Sýningin byrjar á dramaleikritinu Örvćntingu ţar sem Marsibil Kristjánsdóttir leikur konu sem reynir ađ lappa upp á óhamingjusamt líf sitt međ ţví ađ lappa upp á útlitiđ. Áhorfendur fylgjast međ henni er hún bíđur eftir ţví ađ fara á skurđarborđiđ í ítarlega lýtaađgerđ. Ţrátt fyrir ađ á yfirborđinu virđist konan hafa ţađ gott međ vel stćđan eiginmann, börn og fallegt hús er ekki allt eins og ţađ sýnist og grunnt undir yfirborđinu kraumar á örvćntingu og djúpstćđri óhamingju. Marsibil náđi afar vel ađ láta ţögula örvćntinguna skína í gegn ţrátt fyrir ađ konan vćri ađ reyna sannfćra áhorfendur og um leiđ sjálfa sig um ađ lífiđ vćri ljúft.
  • Ţví nćst var slegiđ á létta strengi og hláturtaugarnar kitlađar međ háalvarlegu efni, sjálfum dauđanum. Ţađ kostar ekkert ađ tala í GSM hjá Guđi fjallar um yfirborđskenndan efnishyggjumann sem lýsir síđustu augnablikum lífs síns og fyrstu stundum hans fyrir handan. Ţađ sem er efst á borđi hjá honum er GSM síminn en hann var einmitt ađ tala í hann ţegar hann lést. Sveinbjörn Hjálmarsson var óborganlegur í hlutverkinu og framkallađi mörg hlátrasköll frá áhorfendum.
  • Viđfangsefni leiksins Munir og Minjar er safnađaređliđ í fólki en ófáir hafa ţađ sem áhugamál og safna öllu milli himins og jarđar. Marta Sif Ólafsdóttir var óţekkjanleg í hlutverki gamallar og léttruglađrar konu sem stolt segir frá sínu mesta afreki, ađ hafa safnađ Hagkaupsblađinu frá upphafi. Hlátursrokurnar sem ţessi sérkennilega persóna framkallađi í salnum voru stöđugar í gegnum allan einleikinn og er óhćtt ađ telja ađ margir hafi haft eymsli í kjálkum og mögum eftir öll ósköpin.
  • Súsan bađar sig er ádeila á strípistađi sem notiđ hafa mikilla vinsćlda á íslandi en jafnframt hlotiđ mikla gagnrýni. Árni Ingason leikur eiganda eins stćrsta og virtasta súlustađar höfuđborgarinnar. Hann segir frá ţví hversu vel smurđ og góđ starfsemi fer ţar fram en ljóstrar í leiđinni upp ađ ekki er allt eins frábćrt og hann segir ţađ vera og ađ peningagrćđgin lćtur menn leggjast ansi lágt. Árni fékk allan salinn til ađ taka ţátt í einleiknum međ tilheyrandi hlátrasköllum, lófataki, flauti, hrópum og köllum.
 

MORRINN Í STARTHOLUNUM

Hiđ frábćra unglingaleikhús Morrinn á Ísafirđi hefur brátt starfsemi sína en ţetta leikhús hefur vakiđ mikla athygli allt frá ţví nokkir öflugir hugsjónakrakkar á ísó skelltu sér í ađ stofna sitt eigiđ leikhús áriđ 1999. Síđasta sumar tók Kómedíuleikhúsiđ viđ listrćnni stjórn Morrans og var Björn Gunnlaugsson leikstjóri ráđinn til starfans. Í sumar verđur leiklistarneminn og Tálknfirđingurinn Ársćll Níelsson leikstjóri. En Sćli, einsog viđ köllum hann, er ađ nema leiklist viđ The Commedia School í Kaupmannahöfn. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ mikil ađsókn sé í Morrann og ţví varđ ađ efna til áheyrnaprufu og líkur henni seinni partinn í dag. Prufunum stjórna Kómedíuleikarinn, Eva dansari og Inga söngkona. Morrastarfiđ er fjölbreytt ekki bara leikur heldur reynir líka nokkuđ á dans, söng og spilerí. 15 leikarar munu starfa viđ Morrann í sumar og munum ţeir hafa meira en nóg ađ gera. Stór ţáttur í starfsemi Morrans er ađ taka á móti skemmtiferđaskipum sem koma á ísó en ţađ fyrsta kemur 5 júní og Morraleikáriđ hefst ekki fyrr en 3. júní ţannig ađ ţađ verđur ađ vinna hratt. Dagskráin sem bođiđ er uppá fyrir skipin fer fram í Neđstakaupstađ viđ Byggđasafniđ og ţar verđa sýndir dansar ćttir ađ vestan, tveir glímukappar taka sporiđ, flutt verđur íslensk ţjóđsaga á ensku og fluttar nokkrar klassískar ţulur. Fjölmörg önnur verkefni bíđa Morrans í sumar ţau verđa m.a. međ skemmtiatriđi á 17. júní á Ísafirđi, ţau búa til barnaleikrit og sýna í öllum leikskólum Ísafjarđarbćjar, verđa međ götulistadaga í miđbćnum ofl ofl ofl. Já, nú er sumariđ sannarlega ađ koma sól og blíđa og svo ţegar Morrinn sést performera í bćnum ţá hefst fjöriđ. Fylgist ţví vel međ framtíđarlistamönnum Ísafjarđar í sumar.

BÚLÚLALA Á BÍLDUDAL Í KVÖLD

Kómedíuleikhúsiđ sýnir ljóđaleikinn Búlúlala - Öldin hans Steins í Baldurshaga á Bíldudal í kvöld. Sýningin hefst kl.21 og fer miđasala fram viđ innganginn. Í ţessari nýju sýningu Kómedíu leiđa ţeir saman hesta sína ţeir Ţröstur Jóhannesson og Kómedíuleikarinn. Flutt eru fjölmörg ljóđ eftir Stein í leik, tali og söng en Ţröstur hefur samiđ músík sérstaklega fyrir ţessa uppfćrslu. Búlúlala hefur fengiđ stormandi góđar viđtökur og í ţessari viku verđa alls ţrjár sýningar. Á föstudaginn verđur Búlúlala á Vagninum á Flateyri kl.21 og daginn eftir verđur sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík og hefst sú sýning kl.16. Ţetta er ekki allt ţví vikuna ţar á eftir verđur Búlúlala sýnt í hinu frábćra samkomuhúsi í Haukadal í Dýrafirđi. Ađ lokum má svo geta ţess ađ Kómedíu hefur veriđ bođiđ ađ sýna leikinn á sérstakri Steins Steinarrs hátíđ 21. júní á Snjáfjallaströnd og einnig hefur leikhúsiđ ţegiđ bođ um ađ sýna á Menningarnótt í Reykjavík sem verđur haldin 23. ágúst. Semsagt líf og fjör í Kómedíunni. Miđasala á Búlúlala er á heimasíđu Kómedíu www.komedia.is

Bululala14


TREILER FORLEIKUR

Ţađ er hugur í leikurum á Ísó ađ vanda. Ţessa dagana vinna Kómedían og Litli leikklúbburinn á Ísó ađ sýningu er hefur fengiđ heitiđ Forleikur. Hér er um ađ rćđa bráđfjöruga einleikjasýningu sem er ađeins forleikurinn af ţeim einleikjum sem koma skal í sumar á Act alone leiklistarhátíđinni. Forleikur verđur frumsýnt núna á föstudag 16. maí á Hótel Ísafirđi. Allir ađ panta miđa á www.komedia.is

Ţó leikúslistin sé gömul ţá fylgjumst viđ vel međ og  bjóđum nú uppá for Forleik á Jútúb ţar sem má sjá ţennan treiler úr sýningunni:

http://www.youtube.com/watch?v=T4yFeeLK49g

forleikur 3Hey, ţađ kostar ekkert ađ tala í gsm hjá guđi


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband