Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

SÝNINGARSTAÐIR ACT ALONE 2008

Það er bara svona þetta er alveg að bresta á, ekki á morgun heldur hinn hefst Act alone 2008 á Ísafirði. Þetta verður alveg einleikið en samt ekki alveg nebblega líka tvíleikið og það tvisvar sinnum. Sýningarstaðir Act alone leiklistarhátíðarinnar eru nokkrir hátíðin verður sett miðvikudaginn 2. júlí kl.20 í Alþýðuhúsinu, Ísafjarðarbíói, og þar verður opnunarsýning Act alone 2008. Síðan liggur leiðin í Hamra sal Tónlistarskóla Ísafjarðar þar sem sýningar verða bæði á miðvikudag og fimmtudag. Þrjár sýningar verða á Hótel Ísafirði a fimmtudag og föstudag. Fjölmargar sýningar í Edinborgarhúsinu á föstudag og laugardag. Það verður líka skroppið til Bolungarvíkur á laugardag og boðið uppá eina sýningu í Einarshúsi. Loks verður sýnt á tveimur stöðum í Dýrafirði, í Félagsheimlinu á Þingeyri og loks í Félagsheimilinu í Haukadal þar sem 25 leikur Act alone verður sýndur. Leiklistarnámskeið Act alone verður að vanda í Háskólasetri Vestfjarða. Við fáum því ekki bara að sjá fullt af sýningum á Act alone 2008 heldur líka fullt af fallegum stöðum hér vestra. Dagskrá Act alone á heimasíðunni www.actalone.net

 


STYRKTARAÐILAR ACT ALONE 2008

Fjölmörg fyritæki og sjóðir styrkja Act alone 2008. Það er gaman að svo margir hafi trú á þessari hátíð og hafa lagt okkur lið ekki bara í ár heldur allt frá hátíð eitt, 2004. Án þessara aðila væri saga Act alone ekki jafn einleikin og hún er. Styrktaraðila listinn er sérlega glæsilegur og gaman að til sé svona mörg hugsjóna fyrirtæki og sjóðir. Þessir styrkja Act alone 2008

BÍLALEIGA AKUREYRAR - FLUGFÉLAG ÍSLANDS - EGILS - F&S HÓPFERÐABÍLAR - GLITNIR - HAFNARBÚÐIN - HAFRÓT - HAMRABORG - HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR - HÁSKÓLASETUR VESTFJARÐA - ÍSLANDSSAGA - KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ - LANDSBANKINN - LANDFLUTNINGAR -  LEIKHÚS.IS - LITLI LEIKKLÚBBURINN - MENNINGARRÁÐ VESTFJARÐA - ORKUBÚ VESTFJARÐA - SJÓVÁ - SNERPA - SPARISJÓÐUR VESTFIRÐINGA - SÆRÖST - TÓNLISTARFÉLAG ÍSAFJARÐAR - TÓNLISTARSKÓLI ÍSAFJARÐAR - VEITINGASTAÐURINN VIÐ POLLINN - VEITINGASTOFAN VEGAMÓT BÍLDUDAL - VÉLA- OG BÍLAÞJÓNUSTA KRISTJÁNS ÞINGEYRI - VÍS

TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK - TAKK -


ÍSLENSKIR EINLEIKIR Á BIÐSTOFUR

Vá vá aðeins fimm dagar í Act alone og einleikjabærinn er farinn að taka á sig einleikna mynd. Í dag hefur Kómedíuleikarinn flakkað á milli biðstofa í einleikjabænum og haft meðferðis einleikjabókina Íslenskir einleikir sem Kómedíuleikhúsið gaf út fyrir nokkrum árum. Lesefnið á biðstofunum á Ísafirði hefur nú tekið á sig einleikna mynd því innan um Séð og heyrt, Nýtt líf, Syrpu og allt þetta má nú líka glugga í Íslenska einleiki. Einleikjabókin er nú komin á hinar ýmsu biðstofur í einleikjabænum t.d. á Sjúkrahúsið, Tannlæknastofuna, Hárkompaný, Landflutninga, Hótel Ísó, Sjóvá, Bæjarskrifstofuna ofl ofl. Það ætti því engum að þurfa að leiðast biðin á biðstofunum á Ísafirði næstu dagana.

Til gamans má geta þess að Íslenskir einleikir eru nú á sérstöku tilboðsverði í netverzlun Kómedíuleikhússins www.komedia.is aðeins fimmtán hundruð kall.

 


ACT ALONE BOLIRNIR KOMNIR VESTUR

Allt að gerast. Ekki nema sex dagar í Act alone 2008 og þá verður sko einleikin skemmtun. Í dag komu Act alone 2008 bolirnir vestur. Alveg rosa flottir með mynd hátíðarinnar sem er eftir listakonuna Marsibil G. Kristjánsdóttur en hún er myndlistarmaður Act alone 2008 og hannar bæði plakat hátíðarinnar og Act alone verðlaunagripina. Act alone bolirnir verða til sölu frá og með fyrsta degi Act alone sem er á miðvikudag 2. júlí. Aðeins eru til 150 bolir þannig að fyrstir kaupa fyrstir fá. Þeir sem geta ekki beðið og vilja tryggja sér Act alone 2008 bol núna get pantað í forsölu með því að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

Allar upplýsingar um dagskrá Act alone 2008 er á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net


EINLEIKNAFJÖRIÐ HEFST EFTIR VIKU Í EINLEIKJABÆNUM

Aðeins sjö dagar í Act alone allt að verða tilbúið og eitt er alveg víst þetta verður Alveg einleikið!!!

Margt hefur verið sagt um einleikjalistina enda eru skoðanir manna mjög skiptar um þetta sérstaka leiklistarform. Hér má líta smá sýnishorn af einleiknum setningum en lesendur mega líka bæta inní þetta safn ef þið hafið einleiknar setningar í ykkar fórum.

*Einleikur er erfiðasta form leiklistarinnar.
Ray Stricklyn

*Leikhúsið okkar var að leita að einhverju ódýru svo ég stakk uppá því að setja upp einleik með mér.
John Gould

*Einleikir eru á uppleið.
John Lipkin

*Einleikur er listin að segja sögu.
Julie Harris

*Það er stundum haft að orði í leikhúsbransanum að þegar leikari hefur tekið að sér hlutverk í einleik þá sé það vegna þess að hann sé atvinnulaus.
Steven Rumbelow

*Þegar einleikir eru uppá sitt versta, sem er oftast reyndin, þá eru þeir jafn skemmtilegir og að horfa á málningu þorna.
Tom Topor

*Kosturinn við einleikinn er að þá þarf maður ekki að treysta á aðra leikara.
Quentin Crisp

*Gefðu frá sjálfum þér meira, og meira og meira. Um það snýst einleikurinn.
Rob Sullivan

*Því einfaldari sem einleikurinn er þeimum betur hentar hann til leikferða.
Scott Alsop

*Það líður varla sá dagur að ég velti ekki fyrir mér efni og hugmyndum í nýjan einleik.
Michael Kearns

*Það þarf alveg gífurlega mikið sjálfsálit til að telja sig geta staðið einn á sviðinu og halda athygli áhorfenda.
Roy Dotrice

ALVEG SATT OG KÓMEDÍA HEFUR TEKIÐ ÞÁTT Í ÞESSU ÆVINTÝRI

Hljóðbókin er í sókn það er alveg rétt og er það ánægulegt, enda er svo gaman að láta lesa fyrir sig. Kómedíuleikhúsið hefur gefið út þrjár hljóðbækur sem allar hafa fengið frábærar viðtökur og sú fyrsta er svo gott sem uppseld aðeins þrjú eintök eftir í Kómedíubúðinni og svo kannski nokkrar á hinu fjölmörgu útsölustöðum Kómedíu hljóðbókanna. Hljóðbækur Kómedíuleikhússins fást í verslun Kómedíu á heimasíðunni www.komedia.is og verðið er náttúrulega bara Kómískt eða kr. 1999.- Kómedíu hljóðbækurnar eru:

Þjóðsögur úr Vesturbyggð - panta www.komedia.is

Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ - panta www.komedia.is

Þjóðsögur úr Bolungarvík - panta www.komedia.is

Sölustaðir Kómedíuhljóðbókanna eru um land allt til í Pennanum og Eymundsson, í Orkusteini á Ísafirði, sjoppuni hennar Jóvinu frænku á Þineyri, í Flókalundi, á Vegamótum á Bíldudal, Sælukjallaranum á Patró, Einarshús í Bolungarvík osfrv osfrv. Hljóðbókin er komin til að vera hér á landi. Í lokin má geta þess að í haust kemur fjórða hljóðbók Kómedíuleikhússins út en það er Þjóðsögur af Ströndum.


mbl.is Hljóðbókamarkaðurinn stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 DAGAR Í ACT ALONE Á ÍSAFIRÐI

Já, tíminn flýgur sannarlega áfram aeðins 8 dagar í Act alone á Ísafirði. Um að gera að vera snöggur og panta sér flugfar og gistingu á Ísó og skunda í einleikjabæinn. Dagskrá Act alone 2008 er sérrílagi glæsileg með 25 sýningum en dagskráin í heild er á heimasíðu Act alone www.actalone.net

Umfjöllun um Act alone var í helgarblaði DV þar sem spjallað var við Kómedíuleikarann um hátíðina og einleiksformið almennt. Á föstudag verður Kómískt viðtal í Viðskiptablaðinu og einnig verður Kómedíuleikarinn í viðtali á Rás tvö um helgina. Gaman er að geta þess að Rás eitt ætlar að gera sérstakan þátt um Act alone 2008. Það er útvarpskonan góðkunna Sigríður G. Ásgeirsdóttir sem gerir þáttinn sem verður síðan fluttur í haust á Gufunni góðu. Sérstakur útsendari menningarritsins TMM verður einnig á staðnum og ritar grein í haust hefti blaðsins um Act alone 2008.

Einleikurinn Aðventa verður á Act alone 2008.


PÉTUR OG EINAR Á ACT ALONE 2008

Kómedíuleikhúsið verður með nokkrar sýningar á Act alone í ár. Þegar hafa verið kynntar fjórar Kómískar sýningar, Steinn Steinarr, Búlúlala - Öldin hans Steins, Forleikur og Ég bið að heilsa sem allar verða á Act alone 2008. Fimmta sýning Kómedíuleikhússins er jafnframt nýjasta afurð leikhússins en það er einleikurinn Pétur og Einar sem hefur verið sýndur við miklar vinsældir í Bolungarvík síðustu vikur. En hér er á ferðinni einstök sýning sem eingöngu er sýnd í Einarshúsi í Víkinni enda fjallar leikurinn um húsið sjálft og tvo merka kappa sem þar bjuggu.

ACT ALONE LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ

Kl. 17.00.   Einarshús Bolungarvík
PÉTUR OG EINAR

Kómedíuleikhúsið
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundur, leikstjórn: Soffía Vagnsdóttir

Elfar Logi túlkar líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína öðru sinni en á síðasta ári settu þau upp sýninguna Jólasveinar Grílusynir sem sýnd var við góðan orðstýr í Tjöruhúsinu. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
Það var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamaður í Einarshúsi sem átti frumkvæðið að uppsetningu sýningarinnar og vinnur að fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liðs við sig til að koma sögunni á fjalirnar.
petur4

KÓMEDÍUFRÚIN OPNAR ÞRJÁR SÝNINGAR SAMTÍMIS

Það er allt á fullu hjá Kómedíufrúnni. Í dag, sunnudag, opnar hún ekki bara eina myndlistarsýningu heldur þrjár. Um er  að ræða sýninguna Gísla saga Súrssonar í myndum þar sem frúin Kómíska túlkar þessa frægu sögu með því að vinna út frá þekktum setningum í sögunni. Einsog margir vita er Gísla saga uppfull af fleygum setningum nægir að nefna þessar: Það skaltu muna vesæll maður að kona hefur barið þig, Oft stendur illt af kvennahjali og slagarinn sígildi Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar. Sýningin verður á þremur söguslóðum sögunnar, í Haukadal þar sem Gísli Súri tók land og verður sýningin í hinu fræga Samkomuhúsi sem íþróttafélagið Gísli Súrsson tók þátt í að byggja á sínum tíma. Annar sýningarstaður er Arnarfjörður en þangað fór Gísli í útlegðinni en sýningin verður á Vegamótum á Bíldudal. Þriðji sýningarstaðurinn er Barðaströnd þar sem Gísil fór ósjaldan á flótta sínum undan Eyjólfi Gráa og kó en sú sýning verður á Flakkaranum á Brjánslæk. Gísla saga Súrssonar í myndum verður síðan opin í allt sumar á þessum þremur stöðum og m.a. geta gestir Act alone kikkað á sýninguna á lokadegi hátíðarinnar þar sem hátíðin endar þar. Rétt er að geta þess að þessi þrefalda sýning er sölusýning þannig að munið að taka veskið með ykkur því þetta eru alveg geggjaðar myndir.

billaleikmyndÞað er rosa kraftur í Kómedíufrúinni þessa dagana einsog reyndar alla daga. Enda mikil og fjölhæf listakona á ferð.


EINLEIKNAR STAÐREYNDIR

Act alone er eina árlega leiklistarhátíðin á Íslandi

Act alone 2008 er fimmta hátíðin

Act alone á Ísafirði er alltaf ókeypis

Act alone fékk Menningarverðlaun DV árið 2008

Act alone er ein flottasta menningarhátíð landsbyggðarinnar

Act alone 2008 bíður uppá 25 sýningar, leiklistarnámskeið og kennslustund í að reka eins manns leikhús

Act alone verðlaunin verða afhent í fyrsta sinn nú í sumar

Act alone verður líka í Reykjavík en erlendu sýningarnar verða í Iðnó 8. júlí

Act alone er ekki bara einleikin því einnig verður boðið uppá tvíleiki


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband