Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

ÞAÐ ER BARA SPENNANDI LEIKHÚSVETUR FRAMUNDAN

Var að skrolla og kikka á heimasíður kollega leikhúsanna margt spennandi verður á fjölunum í íslensku atvinnuleikhúsi í vetur. Kannski maður skelli sér bara soldið í leikhús þetta leikárið. Það sem mér líst best á og langar að sjá er þetta:

Í Borgó

Ekki erfitt að giska hér því leikhúsið hefur ákveðið að setja á svið hvorki fleiri né færri en 3 einleiki á þessum vetri að sjálfsögðu fangar Kómedían og Act alone þessu sérstaklega kannski fáum við að sjá einhvurja þessa leiki á Act alone 2009. En einleikirnir í Borgó heita.

*Ég heiti Rachel Corrie

*Sannleikurinn um lífið - í sjö hlutum

*Óskar og bleikklædda konan.

Í Þjóðleikhúsinu

*Einar Áskell, með brúðumeistaranum Bernd frá Skíðadal - hef reyndar séð verkið en er alveg til í að sjá það aftur og aftur og aftur - sannkölluð kennslustund fyrir okkur leikarana að fylgjast með Bernd á sviðinu.

*Hart í bak. Eftir uppáhalds íslenska leikskáldið mitt Jökul Jakobsson, að mínu mati og sennilega margra annarra hans besta verk. Löngu komin tími á að setja upp verk eftir Jökul og í raun ættu að vera sýningar á hverju leikári á allavega einu verka hans - eða bara sérstök Jökuls hátíð það væri náttúrulega toppurinn. Væri nú gaman að framkvæma þessa hugmynd einhvern daginn.

*Frida..viva la vida. Nýtt íslenskt verk eftir Brynhildi Guðjóns um listakonuna Fridu, þegar tvær góðar listakonur koma saman hlýtur útkoman að vera spennandi.

Í Hafnarfjarðarleikhúsinu

*Steinar í djúpinu. Samstarfsverkefni við Lab Loka. Nýtt leikhúsverk byggt á verkum Steinars Sigurjóns - hljómar rosa spennandi enda flott verk á ferðinni og úrvalslið í brúnni Rúnar Guðbrands, Guðni Franz, Guðrún Ás, Karl Guðmunds ofl ofl. ´

Hjá LA

*Creature. Eftir og með Kristjáni Ingimars, þarf enga útskýringu maðurinn er bara snillingur.

Já sannarlega flottur listi, ég hlakka til. Allir í leikhús í vetur.


BILLUSTOFA OPNAR Í DAG

Kómedíufrúin, Marsibil G. Kristjánsdóttir, opnar vinnustofu sína Billustofu í dag kl.16 í Túngötu 17. Þar gefur að líta mögnuð verk úr smiðju Billu s.s. pennateikningarnar frægu og nýjasta trompið dúkristur úr Gísla sögu Súrssonar sem eru myndskreytingar við fleygar setningar úr sögunni s.s. Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og fleiri slagarar. Fjölmargt fleira er til sölu og til að kikka á í Billustofu s.s. glæsilegar krítarmyndir, vatnslitamyndir ofl. Einnig eru til sölu hljóðbækur Kómedíuleikhússins og lítið fornbókahorn með allrahanda verkum s.s. ástarsögum, reyfurum að ógleymdu Úrvali og Morgun. Billustofa er í Túngötu 17 og verður opin í dag frá kl.16. - 17. Billustofa verður einnig opin á morgun laugardag frá kl.13 - 15. Rétt er að geta þess að Kómedíufrúin er tæknivædd og er með posa. Það er því gott tækifæri að kaupa sér vanda list eða jafnvel kaupa verk til gjafa og jafnvel versla nokkrar jólagjafir því tíminn líður hratt. Að vanda er boðið uppá kaffi fríkeypis á Billustofu. Loks má geta þess að Billustofa verður opin um næstu helgi á föstudag og laugardag á sama tíma. Um að gera að vippa sér í Billustofu og kikka á vandaða list.

 billumyndEin af pennateikningum Billu.


TVÖFALDUR LISTVIÐBURÐUR

Vá segi bara ekki meir. Las um daginn um fyrirhugaða sýningu Brynhildar og bónda hennar á leikverki um Fridu sem verður í Þjóðleikhúsinu. Hljómaði strax spennandi Frida var náttúrulega algjör snillingur og það er Brynhildur líka þannig að maður er bara orðin spenntur að sjá útkomuna. Og nú bætist við sýning á verkum Fridu í Listó. Þetta verður sannkallað Fridufestival á næsta ári og ég mæti.
mbl.is Frida í fyrsta sinn á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÓMEDÍAN HELDUR ÁFRAM OG ÁFRAM OG ÁFRAM......

Það er ýmislegt í gangi hjá Kómedíuleikhúsinu þessa dagana og heilmikið framundan. Undirbúningur fyrir komandi leikár er á lokastigi og styttist í að Kómedíuárið 2008 - 2009 verði kynnt en leikárið hefst formlega í næstu viku. Sýningar á nýjasta einleik Kómedíuleikhússins Pétur og Einar hefjast að nýju í næstu viku en leikurinn var sýndur í allt sumar við frábærar undirtektir. Alls verða þrjár sýningar á leiknum í september og bera þær allar uppá fimmtudag. Fyrsta sýning verður fimmtudaginn 4. september kl.20. Miðasala á sýningarnar er þegar hafin. Undirbúningur fyrir næstu hljóðbók er einnig á lokastigi. Handritið er tilbúið næsta skref er upptaka í hljóðveri á Ísafirði í byrjun næsta mánaðar og í október ætti hljóðbókin Þjóðsögur frá Ströndum að fást hér á vefnum sem og um land allt. Undirbúningur fyrir leikferðir vetrarins er einnig í gangi en fyrsta ferðin verður farin í lok september. Þá munu Gísli Súrsson og Dimmalimm heimsækja skóla á norðurlandi og er sala á þeim sýningum nú í fullum gangi og lítur bara vel út. Í október munu sýnignarnar vera á höfuðborgarsvæðinu í tvær vikur þar sem einnig verður sýnt í skólum. Sala á þeim sýningum er einnig hafin og er þegar búið að bóka nokkrar sýningar í borginni. Kómedíuleikarinn hefur því í mörgu að snúast þessa dagana og þetta er ekki allt því einnig þarf að dytta að leikmyndum. Bæði Dimmalimm og Gísli Súrsson hafa notið mikilla vinsælda og farið víða og því þarf að yfirfara þær og gera klárar fyrir komandi vertíð. Semsagt Kómískt æði í gangi og allir kátir.

KÓMÍSKA LEIKÁRIÐ ER Á TEIKNIBORÐINU

Kómedíuleikarinn situr nú og pælar og spegulerar einsog svo oft áður á þessum tíma ársins. Það er nefinilega að bresta á nýtt leikár. Að vanda eru ófáar hugmyndir í gangi og vonandi verða þær flestar framkvæmdar á komandi Kómísku leikári. Það verður nóg um að vera hjá Kómedíuleikhúsinu en aðeins of snemmt að segja hvað það verður, þarf aðeins að teikna þetta betur upp. Allavega verða nokkrir góðkunningjar Kómedíu á fjölunum leikverk frá fyrri árum allt frá fornkappanum vinsæla Gísla til Jólasveina Grýlusona. Nýr Kómískur einleikur verður einnig frumsýndur of snemmt að segja nokkuð til um það er í viðræum við leikstjóra og aðra listamenn sem koma til með að vinna að verkefninu. Hljóðbókaútgáfa Kómedíu heldur áfram bráðlega fer sá Kómíski í hljóðver að taka upp Þjóðsögur af Ströndum sem er væntanleg fyrir áramót í verslanir. Ýmislegt fleira er að hringla í kollinum og kæru blogg kollegar þið megið alveg skjóta á mig einhverjum hugmyndum varðandi leikárið - betur hugsa margir kollar en einn. Jæja best að halda áfram að horfa yfir komandi Kómíska leikárið.

P.s. annars nýkomin úr sumarfríi, ljómandi gott, framundan tvær sýningar á Gísla í vikunni og svo á að skreppa á Hornstrandir um helgina og dvelja smá tíma í Fljótavíkinni


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband