Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
JÓLASKRÆÐUR Á ÍSÓ 1. - 23. DES.
30.11.2009 | 11:27
Undanfarin ár hefur Kómedíuleikhúsið tekið þátt í jólabókaflóðinu hér vestra með því að bjóða uppá Jólaskræður þar sem lesið er uppúr völdum bókum flóðsins. Í ár verður mikið lesið en það er Bókhlaðan á Ísafirði sem skaffar lestrarefnið. Jólaskræður hefjast 1. desember á veitingastaðnum Við pollinn kl.12.15 en gaman er að geta þess að boðið er uppá úrvals ,,smörrebröd" á staðnum sem er einn gamall og góður jólasiður hér á Ísó. Á fimmtudaginn tekur Kómedíuleikhúsið einnig þátt í fyrsta upplestrakvöldi Vestfirska glæpafélagsins sem verður haldið á Ömmu Habbý og hefst kl.21. Einsog nafn félagsins gefur til kynna eru glæpasögur í aðalhlutverki og verður lesið uppúr úrvali íslenskra krimma. Jólaskræður verða einnig í Bókhlöðunni á laugardag 5. des. kl.21 en þá verður mikið stuð á Ísó því þá verður einnig kveikt á jólatrénu á Silfurtorgi. Rétt er að geta þess að aðgangur að Jólaskræðum er að sjálfsögðu ókeypis einsog verið hefur frá upphafi. Jólaskræður Kómedíu annó 2009 eru:
1. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn.
3. des. kl.21.00 Vestfirska glæpafélagið Amma Habbý
5. des. kl.14.00 Bókhlaðan Ísafirði
8. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
15.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
23.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
1. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn.
3. des. kl.21.00 Vestfirska glæpafélagið Amma Habbý
5. des. kl.14.00 Bókhlaðan Ísafirði
8. des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
15.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
23.des. kl.12.15 Veitingastaðurinn Við pollinn
HEILSUGÆSLAN Í KÓPAVOGI
22.11.2009 | 16:00
Tvær aukasýningar á Heilsugæslunni verða á Café Catalinu í Kópavogi um helgina. Leikurinn var sýndur fyrir skömmu á Catalinu fyrir troðfullu húsi og því hefur verið bætt við aukasýningum. Fyrri aukasýningin er á föstudag 27. nóvember og svo önnur strax daginn eftir á laugardag 28. nóvember, báðar sýningarnar hefjast kl.21.30. Miðasala er hafin á Café Catalinu í Hamraborg Kópavogi. Miðasölusími er: 554 2166 og miðaverðið það sama gamla góða aðeins 1.900.krónur.
Um Heilsugæsluna
Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.
Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur. Sýningin er ein klukkustund.
Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar.
Heilsugæslan fyrir alla!
Um Heilsugæsluna
Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.
Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur. Sýningin er ein klukkustund.
Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar.
Heilsugæslan fyrir alla!
HEILSUGÆSLAN UM HELGINA
11.11.2009 | 09:30
Hápólitíski gamanleikurinn Heilsugæslan verður sýndur víða um helgina. Leikurinn hefst í Búðardal á fimmtudag 12. nóvember. Sýnt verður í Dalabúð og hefst sýningin kl.20.30. Daginn eftir föstudaginn 13. nóvember verður Heilsugæslan í Grundarfirði. Sýnt verður á hinum geggjaða stað Kaffi 59 og hefst leikurinn kl.20.30. Miðasala á báðar sýningarnar opnar hálftíma fyrir sýningu. Á laugardag 14. nóvember verða tvær sýningar á Vestfjörðum. Fyrri sýningin er í Arnardal og hefst kl.20.30. Heislugæslan flytur sig svo yfir í Súgandafjörð og verður með miðnætursýningu í Félagsheimilinu. Sýningin hefst kl.23.30 og er gaman að geta þess að þetta er jafnframt tuttugasta sýningin á Heilsugæslunni. Heilsugæsluhelginni lýkur svo í Arnardal á sunnudag 15. nóvember með sýningu kl.20.30. Miðasala á sýningarnar í Arnardal er þegar hafin í síma 860 6062 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið arnardalur@arnardalur.is
BILLA BÆJARLISTAMAÐUR ÍSAFJARÐARBÆJAR
10.11.2009 | 17:44
Á sunnudag var Bæjarlistamaður Ísafjarðabæjar útnefndur í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Bæjarlistamaður 2009 er Marsibil G. Kristjánsdóttir eða Billa einsog margir þekkja hana. Kómedíuleikhúsið óskar Billu innlega til hamingju og er óhætt að segja að hún sé flottur Bæjarlistamaður ársins 2009. Billa hefur í gegnum árin poppað allhressilega uppá lista- og menningarlífið hér vestra á fjölbreyttan hátt. Við í Kómedíuleikhúsinu höfum verið svo heppin að fá að njóta hæfileika hennar því hún hefur unnið fjölmargar leikmyndir og leyst ýmis kraftaverk fyrir sýningar Kómedíu í gegnum árin. Billa á án efa eftir að eflast ennfrekar í listinni í framtíðinni enda er hún bara rétt að byrja.
Billa er 10 listamaðurinn sem fær nafnbótina Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, hinir eru: Sigríður Ragnarsdóttir, Baldur Geirmundsson, Pétur Tryggvi, Elfar Logi Hannesson, Reynir Torfason, Villi Valli, Harpa Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson og Jónas Tómasson.
Billa er 10 listamaðurinn sem fær nafnbótina Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar, hinir eru: Sigríður Ragnarsdóttir, Baldur Geirmundsson, Pétur Tryggvi, Elfar Logi Hannesson, Reynir Torfason, Villi Valli, Harpa Jónsdóttir, Jón Sigurpálsson og Jónas Tómasson.