Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

X og Z eru hjón á Ísó

Í morgun skellti ég mér á árshátíð Grunnskóla Ísafjarðar. Þetta er nýr tími á árshátíð skólans yfirleitt er hún haldin að vori. Ég er ekki frá því að þetta sé bara betri tími. Að vanda er ákveðið þema á árshátíð skólans að þessu sinni var það Gagn og gaman einsog lestrabókin munið þið, X og Z eru hjón. Krakkarnir fóru allir á kostum að vanda og gaman að sjá hvernig þau fléttuðu saman nýja og gamla tímanum. Það var t.d. verið að tala um súrmat til forna í upphafi leikþáttar en endað með útlenskum slagara þar sem sungið er um MacDonalds, Pizza Hut ofl. Það var líka gaman að sjá útfærslu þeirra á gömlu góðu sögunni um Bakkabræður og sýnir enn að þessir kostulegu bræður eiga vel við okkur nútímafólkið í dag. Heimskupör bræðranna á Bakka fengu okkur til að veltast um af hlátri. Það er frábært að sjá æskuna stíga á stokk og sannar fyrir okkur enn og aftur að framtíðin á Ísafirði er mjög björt. Einlægni allra leikara var einstök og allir voru mjög sannir í sínum leik. Krakkar í Grunnskóla Ísó þið eruð frábær takk fyrir mig.

Höfrungur á leiksviði

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri er með elstu starfandi íþróttafélaga á landinu stofnað árið 1904. Hafði þó tekið til starfa ári áður en menn voru svo upptekknir í spportinu að það gleymdist að rita fundargerðina og því tók Höfrungur formlega til starfa ári síðar. Skipulagðar íþróttaæfingar á Þingeyri hófust þó miklu fyrr eða árið 1885 þegar danski beykirinn Andrés Böken stóð fyrir sportæfingum. Nú hefur verið ritað leikrit um sögu íþrótta á Þingeyri og nefnist króinn einfaldlega Höfrungur á leiksviði. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur og nú líður að frumsýningu sem verður föstudaginn 4. nóvember. Sýnt verður í Félagsheimilinu á Þingeyri en þar er eitt flottasta leiksvið Vestfjarða. Á sýningunni verður einnig vígt nýtt ljósaborð sem Höfrungur hefur keypt og er það mikill fengur fyrir leikhúslífið á Þingeyri. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson en hann hefur áður sett upp tvö leikrit með Höfrungi sem slógu báðar í gegn og voru sýndar við miklar vinsældir. Fjölmennur hópur kemur að sýningunni Höfrungur á leiksviði. Leikarar eru 14 talsins og gaman að segja frá því að þar á meðal eru þrír ættliðir innanborðs, já listin gengur sannarlega í ættir. Stór hópur starfar á bakvið tjöldin við búninga-leikmuna- og leikmyndagerð auk annarra starfa sem fylgja uppfærslu á leikriti. Rétt er að taka fram að aðeins verður um fjórar sýningar á leikritinu Höfrungur á leiksviði að ræða. Einsog áður var getið verður frumsýnt föstudaginn 4. nóvember, önnur sýning verður sunnudaginn 6. nóvember, þriðja sýning fimmtudaginn 10. nóvember og lokasýning verður á Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember. Allar sýningar hefjast klukkan 20. Miðasala á Höfrung á leiksviði hefst í næstu viku.

Opnunarhátíð Listakaupstaðar

Það er stór dagur í menningunni á Ísafirði á morgun en þá verður Listakaupstaður formlega opnaður. Þetta apparat Listakaupstaður er hús einyrkja í listinni á Ísó og hús tækifæranna. Opnunarhátíð Listakaupstaðar verður á laugardag kl.13. -16. Þar verður starfsemin kynnt, vinnustofur verða opnar og sýnd verða brot úr tónlistarþættinum Heyrðu mig nú eftir Fjölni Baldursson en þættirnir voru einmitt gerðir í Listakaupstað. Kómedíuleikhúsið, atvinnuleikhús Vestfjarða, er með starfsstöð í Listakaupstað og mun á opnunarhátíðinni sýna brot úr leikritinu Jón Sigurðsson strákur að vestan. Óvæntar tónlistaruppákomur verða og margt fleira óvænt og spennandi. Enn eru nokkrar vinnustofur lausar í Listakaupstað og því um að gera að fjölmenna á laugardag og kynna sér starfsemina. Kaffi á könnunni, brauð með púðusykri og fleira gott.

Túnið - Listamannaíbúð á Ísafirði

Nú er loksins komin upp sérstök lista- og fræðimannaíbúð í menningarbænum Ísafirði. Íbúðin er staðsett í Túngötu 17 í gömlu norsku húsi. Íbúðin er fullbúinn öllum húsgögnum og öðru sem nútímamaðurinn þarfnast. Lista- og fræðimenn allsstaðar af landinu geta sótt um dvöl í íbúðinni og geta nú þegar sótt um á umsóknareyðiblaðinu sem fylgir með þessari frétt. Íbúðin er leigð út í minnst eina viku og mest í einn mánuð í senn. Túnið er leigt út á tímabilinu október 2011 til og með apríl 2012. Leiguverði er stillt mjög í hóf aðeins 15.000.- krónur vikan. Allar nánari upplýsingar veitir Elfar Logi Hannesson, leikari, í síma 891 7025.

TÚNIÐ
LISTA- OG FRÆÐIMANNAÍBÚÐ Á ÍSAFIRÐI
TÚNGÖTU 17 400 ÍSAFJÖRÐUR

UMSÓKN
TÍMABIL Í BOÐI OKTÓBER 2011 – APRÍL 2012

Nafn:_____________________________________________________

Heimilisfang: _____________________________________________

Sími: ____________________________________________________

Netfang: __________________________________________________

Ósk um dvöl tímabil, íbúðin leigist frá einni viku til eins mánaðar:

________________________________________________________________

Verð: Vikan kostar 15.000.- krónur og greiðist áður en leigutími hefst. Greiða skal inná reikning:

Reikningur: 0156 – 26 – 866
Kennitala: 151171 – 3899

Um íbúðina:
Er 73 fermetra íbúð í Túngötu 17 á Ísafirði. Íbúðin er fullbúinn húsgögnum s.s. eldavél, þvottavél, ísskáp, sjónvarpi og annað sem nútímamaðurinn þarfnast. Nettenging er á staðnum. Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi með hjónarúmi og eitt lítið með rúmi, tvær stofur, eldhús og baðherbergi.

Vinnustofa:
Umsækjendur hafa einnig möguleika á að fá sérstaka vinnuaðstöðu í Listakaupstað á Ísafirði gegn vægu gjaldi.

Umsókn skal senda rafrænt á netfangið:

komedia@komedia.is
Elfar Logi og Billa. Sími: 8917025


Draugasögur ný Þjóðleg hljóðbók

Ný Þjóðleg hljóðbók, Draugasögur, kom út í dag, föstudag 14. október, kl.14.14. Það er einfalt að panta sendið okkur bara tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og við sendum þér megnaðar Draugasögur á Þjóðlegri hljóðbók um hæl.

Draugasögur er áttunda Þjóðlega hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út. Hér er á ferðinni mögnuð útgáfa af rosalegum draugasögum úr íslensku þjóðsögunum fátt betra en að hlýða á svoddan nokkuð á þessum tíma ársins. Meðal sagna á Þjóðlegu hljóðbókinni Draugasögur má nefna: Móðir mín í kví kví, Skemmtilegt er myrkrið, Ábæjar-Skotta, Draugur tekur ofan, Fáðu mér höfuðskelina mína Gunna, Djákninn á Myrká ofl ofl. Þjóðlegu hljóðbækurnar hafa notið gífurlegra vinsælda enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa á frábærum íslenskum sagnaarfi. Pantaðu þér Draugasögur strax í dag og stækkaðu Þjóðlega safnið þitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband