Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Oddur Björnsson minning

Góđur og einstakur vinur er horfinn af sviđinu. Oddur Björnsson leikskáld og leikstjóri. Ţađ er ekki auđvelt ađ eignast góđan og traustan vin en viđ hjónin vorum svo heppinn ađ fá ađ kynnast Oddi og erum ţakklát fyrir einstakt ćvintýr sem viđ áttum saman. Viđ kynntumst Oddi eđa Oddaranum einsog skáldiđ frá Bíldudal Hafliđi heitinn Magnússon kallađi hann, áriđ 1993 á Bíldudal. Oddur var kominn til ađ leikstýra hjá Leikfélaginu Baldri og hinn ungi leikari, Elfar Logi, var settur í ţađ ađ vera formađur leikfélagsins. Á sviđ var settur farsinn Klerkar í klípu og Oddur rúllađi ţessu upp og gerđi úr ţessa flottu sýningu sem gekk og gekk og gekk, alveg einsog alvöru farsi. Oddur hafđi ađsetur í krúttlegu húsi í fjörunni er nefnist Sćbakki. Ósjaldan fór hinn ungi leikari í heimsókn til leikstjórans ađ loknum ćfingum og ţá var nú heldur betur spjallađ og ekkert veriđ ađ láta klukkuna trufla sig. Oddur varđ strax kćr og góđur vinur okkar en ţađ er nú ekki sjálfgefiđ hjá öllum leikstjórum en svona var Oddur, tók öllum vel sannur mannvinur. Enn jókst gleđin ţegar ađ frumsýningu kom ţví ţá kom eiginkona Odds hún Beggó og ţar eignuđumst viđ hjónin annan vin. Í raun eignuđust Bílddćlingar allir frábćra og einstaka vini ţví Oddur og Beggó fíluđu sig svo vel á Sćbakkanum ađ ţau keyptu húsiđ. Koma ţeirra hjóna í litla ţorpiđ á Bíldudal var einsog vítamínsprengja í allt mann- og listalíf enda tóku nú ćvintýrin ađ gerast. Oddur átti eftir ađ leikstýra oftar hjá Leikfélaginu Baldri. Áriđ 1994 setti hann á sviđ Karíus og Baktus međ miklum bravúr. Ári síđar leikstýrđi hann síđan eigin verki Jóđlíf ţar sem leikarinn ungi, Elfar Logi, lék annađ jóđiđ. Uppfćrsla ţessi er enn í minnum höfđ á Bíldudal enda sannkallađ listaverk ţví Beggó gerđi einnig einstaka leikmynd og viđ hjónin vorum svo heppinn ađ fá ađ taka ţátt í ţessu ćvintýri ţví Billa ađstođađi Beggó viđ búninga og leikmynd. Sama ár fór hinn ungi leikari, loksins, í leiklistarnám og hvatning Odds var gott veganesti í ţann skóla, og ekki sakađi ađ hafa fengiđ góđa skólun á sviđinu hjá meistaranum. Viđ söknum ţín Oddur en minnumst einstakra stunda viđ vorum sannarlega lánsöm ađ fá ađ kynnast ţér. Viđ hneigjum okkur djúft fyrir ţér ađ hćtti leikarans. Elsku Beggó sendum kćrar og einlćgar kveđjur til ţín og allra ađstandenda.
Billa, Elfar Logi og ţrjár systur

Bjálfansbarniđ slćr í gegn

Nýjasta sýning Kómedíuleikhússins jólaleikritiđ Bjálfansbarniđ og brćđur hans hefur sannarlega fengiđ frábćrar viđtökur. Leikurinn var frumsýndur fyrir fullu húsi um síđustu helgi í Listakaupstađ á Ísafirđi. Nú ţegar er orđiđ uppselt á nćstu sýningu sem er á laugardag en ennţá eru laus sćti á sýninguna á sunnudag. Forsala ađgöngumiđa fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirđi og í miđasölusíma Kómedíu 891 7025. Bjálfansbarniđ verđur sýnt allar helgar fram ađ jólum og einnig verđur sérstök hátíđarsýning föstudaginn 30. desember kl.17 og stendur miđasala yfir á allar sýningar. Á vef Bćjarins besta bb.is í dag er birtur mjög lofsamlegur dómur um Bjálfansbarniđ og brćđur hans og má lesa gagnrýnina hér www.bb.is/Pages/26?NewsID=171715

Nú er bara ađ panta sér miđa í tíma á Bjálfansbarniđ og brćđur hans í Listakaupstađ á Ísafirđi enda fátt skemmtilegra en ađ bregđa sér í leikhús fyrir jólin.


Bjálfansbarniđ fékk fullt hús

Fyrsta frumsýning ţessa Kómedíuleikárs var um helgina ţegar jólaleikritiđ Bjálfansbarniđ og brćđur hans var sýnt fyrir fullu húsi í Listakaupstađ á Ísafirđi. Hér er á ferđinni leikrit fyrir alla fjölskylduna sem fjallar um vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést međal manna í hundrađ ár ef ekki meira. Fullt hús var einnig á annarri sýningu leiksins sem var í gćr, sunnudag. Miđasala á nćstu sýningar er ţegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miđasölusíma Kómedíu 891 7025. Sýnt verđur bćđi á laugardag og sunnudag kl.14 báđa dagana. Eftir ţađ verđa sýningar allar helgar fyrir jól og einnig verđur sérstök hátíđarsýning milli jóla og nýárs föstudaginn 30. desember en sú sýning hefst kl.17. Miđasala á allar sýningar er í blússandi gangi. Leikritiđ er sýnt í sal Listakaupstađar í Norđurtangahúsinu á Ísafirđi og er ţetta fyrsta leikritiđ sem er sýnt í Listakaupstađ. Bjálfansbarniđ og brćđur hans er eftir Elfar Logi Hannesson sem einnig leikur. Höfundur jólasveinavísna er Ţórarinn Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir er skapari vestfirsku jólasveinanna sem og allrar umgjörđar ćvintýrsins. Leikstjóri er Ársćll Níelsson.

Hamraborg og Ölgerđin styrkja Bjálfansbarniđ

Kómedíuleikhúsiđ hefur gert samning viđ verslunina Hamraborg á Ísafirđi og Ölgerđina Egil Skallagrímsson um ađ vera ađalstyrktarađilar jólaleikritsins Bjálfansbarniđ og brćđur hans. Samstarfiđ viđ ţessi góđu hugsjónafyrirtćki er fjölbreytt og sannkallađ ćvintýr. Blásiđ verđur til sérstaks jólaleiks í tengslum viđ sýninguna ţar sem möguleiki er á ađ hreppa sérlega girnilega vinninga fyrir munn og eyru. Allir ţeir er sjá leikritiđ Bjálfansbarniđ og brćđur hans, sem verđur frumsýnt núna á laugardag kl.14 í Listakaupstađ, fá jólakort. Ţetta er nú ekkert venjulegt jólakort ţetta er nefnilega sannkallađ töfrakort. Fyrst ber ađ nefna ađ allir ţeir sem fara međ ţetta umtalađa jólakort í verslunina Hamraborg fá gómsćtan súkkulađivinning. Ekki nóg međ ţađ heldur fer kortiđ einnig í Grýlupottinn, nei afsakiđ, jólapott Bjálfansbarnsins. Á Ţorláksmessu verđur dregiđ úr jólapottinum og 35 heppnir áhorfendur fá vinning. Glađningurinn er bćđi Makintos konfekt og Ţjóđlegar hljóđbćkur. Já, ţetta verđur sannkallađ jólaćvintýri og nú er bara ađ panta sér miđa í tíma á Bjálfansbarniđ og brćđur hans. Forsala á allar sýningar er ţegar hafin í Vestfirzku verzluninni og einnig er hćgt ađ hringja í miđasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.
Allir í leikhús fyrir jólin.

List á Vestfjörđum - nýtt tímarit

Félag vestfirskra listamanna, FVL, hefur gefiđ út glćsilegt og veglegt tímarit. Hér er á ferđinni sérstakt kynningarrit félagsins sem var stofnađ síđasta vor í Listakaupstađ á Ísafirđi. Tímaritiđ er fjölbreytt og fróđlegt og sýnir um leiđ hve mikil gróska er í listinni á Vestfjörđum. Kastljósinu er sérstaklega beint ađ vestfirsku listahátíđunum fjórum sem allar hafa notiđ fádćma vinsćlda og eru međ flottustu listahátíđum landsins í dag. Hver hátíđ hefur sitt sérsviđ Act alone er einleikjahátíđ, Aldrei fór ég suđur er rokkhátíđ, Skjaldborg er heimildarmyndahátíđ og loks elsta hátíđin Viđ Djúpiđ er helguđ klassísk tónlistarhátíđ. Í tímaritinu eru fjölmargar greinar um félagsmenn Félags vestfirskra listamanna má ţar nefna leikarann Smára Gunnarsson frá Hólmavík, Eyţór Jóvinsson ljósmyndara, arkitekt og ég veit ekki hvađ ekki, fjallađ er um vestfirska kvikmyndafélagiđ Í einni sćng, ljósmyndarann Baldur Pan, myndlistarmanninn Reyni Torfa, tónskáldiđ Jónas Tómasson ofl ofl. Ţađ er gífurleg gróska í vestfirsku listinni og ţar er framtíđin björt. List á Vestfjörđum hefur veriđ dreift inná hvert heimili og víđar um landsbyggđina. Ef ţú lesandi góđur langar í eintak sendu ţá línu og viđ kippum ţví í liđinn. Stefnt er ađ ţví ađ gefa út tímaritiđ List á Vestfjörđum árlega.

Forsala á Bjálfansbarniđ og brćđur hans

Jólin koma, jólin koma, já bara alveg rétt bráđum. Hvađ er betra en ađ stytta biđina međ ţví ađ bregđa sér á sannkallađ jólaćvintýri. Kómedíuleikhúsiđ frumsýnir nýtt jólaleikrit Bjálfansbarniđ og brćđur hans laugardaginn 26. nóvember í Listakaupstađ á Ísafirđi. Hér er á ferđinni ćvintýralegt jólaleikrit um vestfirsku jólasveinana sem hafa ekki sést í mannabyggđum í eina öld ef ekki meir. Ţađ má ţví búast viđ miklu ćvintýri ţegar ţessir kappar snúa aftur og munu örugglega, ađ hćtti jólasveina mála bćinn rauđann. Bjálfansbarniđ og brćđur hans verđur fyrst sýnt síđustu helgina í nóvember og eftir ţađ allar helgar í desember. Sérstök jóla- og hátíđasýning verđur milli jóla og nýárs ţann 30. desember. Forsala á allar sýningar hefst í dag kl.14.14 í Vestfirzku verzlunni á Ísafirđi. Miđaverđiđ er sannkallađ jólaverđ ađeins 1.900.- kr.
Allir í leikhús fyrir jólin.

Höfrungur á leiksviđi á degi Jónasar

Lokasýning á gamanleikstykkinu Höfrungur á leiksviđi er í kvöld á degi Jónasar Hallgrímssonar - Degi íslenskrar tungu. Leikurinn er sýndur í Félagsheimilinu á Ţingeyri og hefst kl.20 í kvöld. Miđaverđ er ađeins 2.000.- kr og miđasölusíminn er 848 4055. Leikritiđ Höfrungur á leiksviđi hefur veriđ sýnt á Ţingeyri viđ miklar og góđar viđtökur enda er hér um ađ rćđa sportlegt og skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna. Höfundur og leikstjóri er Elfar Logi Hannesson en alls taka 14 leikarar ţátt í sýningunni auk ţess starfa margir á bakviđ tjöldin. Höfrungur á leiksviđi fjallar um upphaf íţróttaiđkunnar á Ţingeyri sem hófst strax í lok nítjándu aldar. Seinna var svo stofnađ íţróttafélagiđ Höfrungur sem er međ elstu starfandi sportfélaga landsins. En lífiđ er ekki bara íţróttir ţví félagiđ kemur ađ mörgum frábćrum málum á Ţingeyri og hefur heldur betur puntađ uppá menningar- og mannlífiđ á Ţingeyri síđustu 107 árin. Enn er félagiđ í fullum blóma og hefur nú haslađ sér völl á leiksviđinu síđustu ár međ frábćrum árangri.

komedia.is

Kómedíuleikhúsiđ á Ísafirđi hefur opnađ nýja heimasíđu www.komedia.is. Hönnuđur síđunnar er Baldur Páll Hólmgeirsson eđa Baldur Pan einsog hann er gjarnan nefndur. Fjölhćfur listamađur sem hefur komiđ víđa viđ í listinni fyrir vestan og verk hans vakiđ mikla athygli enda mjög frjó og fersk. Á heimasíđu Kómedíuleikhússins fćr fólk allar upplýsingar um leikhúsiđ vestfirska. Leikáriđ 2011/2012 er kynnt sérstaklega en óhćtt er ađ segja ađ ţađ sé sannarlega mjög alţýđlegt og ćvintýralegt. Eitt af mörgum trompum Kómedíunnar eru Ţjóđlegu hljóđbćkurnar en hćgt er ađ panta ţćr allar í gegnum heimasíđuna. Á heimasíđunni eru reglulegar fréttir af Kómedíunni og ţví um ađ gera ađ líta viđ reglulega og fylgjast međ ćvintýrum atvinnuleikhússins fyrir vestan
www.komedia.is

Rafmagnsmorđiđ kl.14 laugardag á Ísó

Vestfirskur húslestur verđur í Bókasafninu á Ísafirđi núna á laugardag kl.14. Ađ ţessu sinni verđur fjallađ um skáldiđ Val Vestan eđa Steingrím M Sigfússon einsog hann hét réttu nafni. Hann ritađi vinsćlar spennu og skemmtisögur m.a. Rafmagnsmorđiđ, Týndi hellirinn auk barnsögunnar Blíđ varstu bernskutíđ. Sönglög samdi hann líka fjölmörg og ţar ţekktast međal jafningja Síldarvalsinn. Jóna Símonía Bjarnadóttir segir frá skáldinu og listamanninnum og Elfar Logi Hannesson les úr verkum hans. Ađgangur er ókeypis og bođiđ verđur uppá kaffi. Vestfirskur húslestur er samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Bókasafnsins á Ísafirđi sem hefur stađiđ í nokkur ár. Fjölmörg skáld hafa veriđ til umfjöllunar má ţar nefna Matthías Jochumsson, Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal, Ólöf Jónsdóttir, Gísli á Uppsölum, Dagur Sigurđarsson, Hannes Hafstein ofl.

Nýtt íslenskt leikrit frumsýnt á Ţingeyri í kvöld

Leikdeild Höfrungs á Ţingeyri frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Höfrungur á leiksviđi í kvöld. Sýnt verđur í Félagsheimilinu á Ţingeyri og hefst sýningin kl.20. Miđaverđ er ađeins tvö ţúsund krónur, posi á stađnum og miđasölusíminn ávallt á vaktinni í síma: 848 4055. Leikritiđ Höfrungur á leiksviđi fjallar um íţróttamenningu í Dýrafirđi en rćtur íţróttarinnar eru langar og í raun endalausar. Skipulagđar íţróttaćfingar fóru fyrst fram áriđ 1885 og áriđ 1904 var síđan Íţróttafélagiđ Höfrungur stofnađ. Félagiđ hefur starfađ ötulega allar götur síđan og er međ elstu starfandi íţróttafélaga í dag. Gaman ađ segja frá ţví ađ félagiđ er ekki bara í sportinu ţví ţau standa einnig fyrir fjölbreyttu menningarlífi og hafa sannarlega ,,puntađ vel uppá menningarlífiđ" í gegnum áratugina. Félagiđ stendur m.a. fyrir árlegri söngvarakeppni á fćđingardegi Nonna Sig, eru bćđi jólaball og Ţrettándagleđi og síđast en ekki síst hafa ţau veriđ ađ setja upp leiksýningar međ miklum bravúr. Ađeins verđa fjórar sýningar á leikritinu Höfrungur á leiksviđi og ţví um ađ gera ađ líta á dagataliđ og velja sér sýningu. Frumsýningin er í kvöld einsog áđur var getiđ og hefst kl.20. Önnur sýning verđur á sunnudag kl.20, ţriđja sýning fimmtudaginn 10. nóvember og lokasýningin verđur á Degi íslenskrar tungu miđvikudaginn 16. nóvember kl.20. Höfrungur á leiksviđi er sportlegt og skemmtilegt leikrit fyrir alla fjölskylduna.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband