Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Gísla sögu Súrssonar námskeið

Í byrjun janúar á næsta ári verður haldið fróðlegt, spennandi og öðruvísi námskeið um Gísla sögu Súrssonar á Ísafirði. Gísla saga er án efa ein vinsælasta og besta Íslendingasagan en hún gerist að stærstum hluta á Vestfjörðum. Sagan segir af fornkappanum Gísla Súrssyni sem kemur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir deilur í Noregi. Tekur hann land í Haukadal í Dýrafirði og byggir þar reislulegan bæ. Allt gengur vel í fyrstu en brátt skipast veður í lofti, menn fara að höggva mann og annan og að lokum er Gísli útlægur ger. Gísla sögu námskeiðið er fjölbreytt og mun fara fram á nokkrum kvöldum í janúarmánuði í Listakaupstað á Ísafirði en ljúka á söguslóðum í Haukadal í Dýrafirði. Sagan verður lesin og krufin á nokkrum kvöldum. Á lokadegi námskeiðsins verður loks farið á söguslóðir í Haukdal og gengið í fótspor Gísla Súrssonar. Námskeiðinu lýkur síðan með sýningu á verðlaunasýningunni Gísli Súrsson sem verður sýnd á Gíslastöðum í Haukadal. Námskeiðið fer fram þriðjudagana 10., 17.. og 24. janúar en ferðin í Haukadal verður laugardaginn 28. janúar. Kennarar námskeiðsins eru miklir Gísla sögu spekingar og hafa bókstaflega verið með fornkappanum á heilanum í áraraðir ef ekki áratugi. Þetta eru þeir Þórir Örn Guðmundsson sem þekkir söguna út og inn og fer reglulega í Gíslasöguferðir bæði í Haukadal og í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Leikarinn Elfar Logi Hannesson hefur síðustu árin verið upptekinn við að sýna einleik sinn um Gísla Súrsson sem hefur verið sýndur um land allt og víða erlendis við fádæma góðar undirtektir auk þess hefur sýningin hlotið verðlaun á nokkrum leiklistarhátíðum. Skráning á Gísla sögu Súrssonar námskeiðið er þegar hafin í síma 891 7025 einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is . Þátttökugjald er aðeins krónur 9.900.- krónur.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband