Bloggfćrslur mánađarins, desember 2011

Lokasýning á Bjálfansbarniđ

Jólaleikritiđ Bjálfansbarniđ og brćđur hans hefur fengiđ frábćrar viđtökur leikhúsgesta á öllum aldri. Leikurinn var frumsýndur síđustu helgina í nóvember og var sýnt allar helgar til jóla. Sérstök hátíđarsýning verđur á jólaćvintýrinu vinsćla föstudaginn 30. desember kl.17 í Listakuapstađ á Ísafirđi. Miđasala er ţegar hafin í Vestfirzku verzluninni en ennig er hćgt ađ bóka miđa í miđasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miđaverđiđ er ţađ sama kómíska og góđa ađeins 1.900.-kr. Vestfirsku jólasveinarnir Bjálfansbarniđ og brćđur hans halda nú aftur til síns heima eftir vel lukkađa endurkomu en sýning á föstudag verđur sú tíunda. Bjálfansbarniđ og brćđur hans ćtla nú ađ leggja sig nćstu 10 mánuđina eđa svo en mćta svo aftur fyrir jólin 2012 og stefna ţá á leikferđ um landiđ. Nú er bara ađ bóka sér miđa í tíma og bjóđa fjölskyldunni allri á sannkallađ jólaćvintýr.

Vinningshafar í Jólakortaleik Bjálfansbarnssins

Ţorláksmessa gengin í garđ og dregiđ hefur veriđ í Jólakortaleik Bjálfansbarnsins. Allir ţeir eru komu í leikhúsiđ og sáu jólaleikritiđ Bjálfansbarniđ og brćđur hans, áttu kost á ađ taka ţátt í frábćrum jólakortaleik. Ţađ var einfalt ađ vera međ eina sem ţurfti ađ gera var ađ fara međ jólakortiđ í verslunina Hamraborg á Ísafirđi og setja kortiđ í jólapottinn. Reyndar fengu korthafar óvćntan glađning ţegar ţeir skiluđu kortinu ţví allir fengu gómsćtt súkkulađi. Nú hefur veriđ dregiđ úr jólapottinum alls 35 vinninga, 10 maktintosh konfekti dósir og 25 Ţjóđlegar hljóđbćkur. Vinningshafar geta sótt vinningana strax í dag í versluninni Hamraborg á Ísafirđi. Vinningshafarnir eru:

VINNINGAR Í JÓLALEIK BJÁLFANSBARNSINS

Makintosh – fá:
Dađi Snćr Grétarsson
Elma Katrín Steingrímsdóttir
Lína Björg
Vala Karítas Guđbjartsdóttir
Ţorsteinn Gođi Einarsson
Guđmundur Brynjar
Guđmunda Hreinsdóttir
Lára Gísladóttir
Jón Guđni Pétursson
Alda Iđunn

Ţjóđlega hljóđbók – fá:
Lína Guđrún Gísladóttir
Alexandra
Einar Arnalds
Ţráinn Orri Unnarsson
Stefán Örn
Sindri Freyr Sveinbjörnsson
Ţorsteinn og Guđmundur Einarssynir
Helga Jónsdóttir
Karolína Aníkiej
Guđný Ósk Sigurđardóttir
Eva Rún
Sólrún Katla Elíasdóttir
Harpa Rögnvaldóttir
Alexender Hrafn Ársćlsson
Karólína Mist Stefánsdóttir
Arna Eiríksdóttir
Sigríđur R. Jóhannsdóttir
Katrín Lilja
Jónína Arndís Guđjónsdóttir
Einar G Jónasson
Stefánía Jóna Hafliđadóttir
Sóldís Björt
Ţorleifur H Ingólfsson
Hjördís Harđardóttir
Rakel Antonsdóttir


Ţjóđlega hljóđbók í jólapakkann

Ţjóđlegu hljóđbćkurnar hafa úrvals góđar viđtökur enda er hér á ferđinni vönuđ útgáfa á einstökum ţjóđsagnaarfi. Ekki spillir verđiđ fyrir en Ţjóđlegu hljóđbćkurnar kosta ađeins 1.999.- kr. Ţjóđlegu hljóđbćkurnar hafa veriđ vinsćlar fyrir fólk á öllum aldri og ekki síst ćskuna sem sýnir ađ ţjóđsagnarfurinn eldist vel. Enda er hér veriđ ađ segja frá tröllum, álfum, draugum og ýmsum furđuverum ţjóđsagnaheimsins íslenska. Ţjóđlegu hljóđbćkurnar fást í verslunum um land allt en međal útsölustađa eru Vestfirzka verzlunin á Ísafirđi, Vegamót á Bíldudal, verslanir Pennans og Eymundsson einnig er hćgt ađ panta á heimasíđu Kómedíuleikhússins www.komedia.is
Kómedíuleikhúsiđ hefur gefiđ út átta Ţjóđlegar hljóđbćkur ţćr eru:
Ţjóđsögur úr Ísafjarđarbć
Ţjóđsögur úr Vesturbyggđ
Ţjóđsögur af Ströndum
Ţjóđsögur úr Bolungarvík
Ţjóđsögur frá Súđavík
Ţjóđsögur frá Hornströndum og Jökulfjörđum
Bakkabrćđur og kímnisögur
Draugasögur

Vertu svolítiđ ţjóđlegur og gefđu Ţjóđlega hljóđbók í ár.


Vestfirska list í jólapakkann

Hvernig vćri ađ gefa eitthvađ einstakt fyrir ţessi jól? Ekki hlutabréf nei heldur miklu frekar eitthvađ sem er alvöru ávöxtun í. Svariđ er vestfirsk list. Úrvaliđ er sérlega glćsilegt og fjölbreytt enda mikill kraftur í vestfirskum listum og listamönnum Vestfjarđa. Myndlistarmenn eru margir og fást mörg frábćr verk í Rammagerđin á Ísafirđi og ţađ er alveg stađreynd ađ myndverk falla aldrei í verđi. Eđa kannski ađ gefa tónlist ţađ er fátt betra en ađ hlusta á flotta músík og ţar er úrvaliđ geđveikt flott og mikiđ. Hin frábćra verzlun Vestfirzka verzlunin er međ stćrsta úrval landsins af vestfirskri tónlist Skúli Mennski, Mugison, BG, Jón Kr, Villi Valli já listinn er endalaus. Í sömu verzlun getur ţú líka verzlađ bćkur sem eru sígildar jólagjafir. Úrvaliđ af bókunum er mikiđ öll útgáfa Vestfirska forlagsins auk ýmissa bóka frá öđrum vestfirskum útgefendum og einyrkjum. Hljóđbókin er í mikilli sókn og ţá er rétt ađ benda á Ţjóđlegu hljóđbćkurnar sem Kómedíuleikhúsiđ á Ísafirđi gefur út. Ţjóđlegu hljóđbćkurnar eru alls átta og eru m.a. Ţjóđsögur frá Hornströndum og Jökulfjörđum, Bakkabrćđur og kímnisögur, Ţjóđsögur frá Súđavík og sú nýjasta Draugasögur. Ţjóđlegu hljóđbćkurnar fást í Vestfirzku verzluninni og í verzlunum um land allt. Einnig hćgt ađ panta beint frá útgáfubónda www.komedia.is Leikhúslíf á Vestfjörđum er í miklum ham og ţađ vćri mjög sneddý ađ gefa t.d. gjafabréf á sýningar Kómedíuleikhússins. Jólagjöfin í ár er sannarlega Vestfirsk list.

Síđustu sýningar fyrir jól á Bjálfansbarniđ og brćđur hans

Hiđ vinsćla jólaleikrit Bjálfansbarniđ og brćđur hans hefur gengiđ fyrir fullum Listakaupstađ síđustu helgar. Um helgina verđa síđustu sýningar fyrir jól á verkinu. Sýnt verđur bćđi laugardag og sunnudag kl.14.00 báđa dagana miđasala er ţegar hafin í Vestfirzku verzluninni og í miđasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025 . Bjálfansbarniđ og brćđur hans fjallar um vestfirsku jólasveinanna sem hafa ekki sést í mannabyggđum í eina öld ef ekki meira. Ţessir sveinar eru sannkallađir jólasveinar einsog nöfn ţeirra gefa til kynna Frođusleikir heitir einn ţeirra annar heitir Langleggur enn annar Lćkjarćsir og ekki má gleyma sjálfu Bjálfansbarninu. Bjálfansbarniđ og brćđur hans er sannkallađ jólaćvintýr fyrir alla fjölskylduna. Rétt er ađ geta ţess ađ sérstök hátíđarsýning verđur milli hátíđanna og verđur sú sýning föstudaginn 30. desember kl.17. Miđasala á ţá sýningu er einnig hafin og gengur dúndur vel ţví um ađ gera ađ bóka sér miđa í tíma.

Menningarráđ Vestfjarđa

Ţađ eru engar ýkjur ađ menningarlíf á Vestfjörđum er mjög blómlegt og hefur veriđ í árarađir.En ţađ er alltaf hćgt ađ gera meira og síđustu ár eđa frá árinu 2007 hefur vestfirska menningin sett í fluggírinn á öllum sviđum listarinnar. Ástćđan er sú ađ ţann 10. júní áriđ 2007 var Menningarráđ Vestfjarđa stofnađ sem hefur sannarlega veriđ ţvílíkt vítamínsprauta inní listina vestfirsku. Menningarráđiđ hefur úthlutađ tvisvar á ári allar götur síđan til fjölbreyttra verkefna á öllum Vestfjörđum og var síđari úthlutun ţessa árs núna í nóvemberlok. Svona ráđ eru víđa um landiđ og eru samstarf sveitarfélaga og ríkisins. Er án efa međ betri verkefnum sem áđurnefndir hafa komiđ á fót síđasta áratug eđa svo. Ţađ skal alveg segjast einsog er ađ hér Vestra var verulega erfitt ađ fá opinbert fjármagn til góđra listaverka fyrir tilkomu Menningarráđs Vestfjarđa. Menningarmálaráđuneytiđ hefur haft lítinn áhuga á listum á landsbyggđ alveg frá örófi alda. Í ţví samhengi nćgir ađ nefna skilningsleysi ráđuneytisins á ţví ađ koma upp atvinnuleikhúsi á Vestfjörđum. Enn í dag er engin stemmari fyrir slíku á Sölvhólsgötunni. Ţegar bćjaryfirvöld í Ísafjarđarbć hófu viđrćđur viđ ráđuneytiđ ţess efnis ađ gera ţríhliđa samning viđ vestfirska atvinnuleihúsiđ ţá var svar Menningarráđuneytisins strax einfalt og skorinort, nei. Ţannig ađ úr varđ ađeins tvíhliđasamningur milli Ísafjarđarbćjar og leikhússins og ţannig er ţađ enn. Ţađ er stórundarlegt ađ Menningarmálaráđuneytiđ sjá ekki hvílíkir möguleikar felast í listum á landsbyggđ. Hvađ veldur veit ég ekki - kannski ţađ ađ engin stefna er til um menningarmál á Íslandi. Og međan svo er verđa náttúrulega engar breytingar.
Nú er ađ vona ađ Menningarráđ Vestfjarđa muni áfram starfa af krafti og helst fá tćkifćri til ađ stćkka og dafna enn frekar. Ţví ţađ eru veruleg tćkifćri í vesfirskri menningu.
Heimasíđa Menningarráđs Vestfjarđa
www.vestfirskmenning.is

Vestfirska leikáriđ 2011 - 2012

Kynningarbćklingurinn Vestfirska leikáriđ 2011 - 2012 er kominn út og hefur ţegar veriđ dreift inná öll heimili á Vestfjörđum. Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem leikhús og leikfélög á Vestfjörđum sameinast um ađ kynna leikáriđ í sameiningu. Enda miklu betra ađ gera hlutina saman en hver sé ađ pukrast í sínu horni. Menningarráđ Vestfjarđa styrkir útgáfuna međ rausnarlegu framlagi og gerir útgáfuna mögulega. Ţađ ánćgulega er ađ leikhúslífiđ á Vestfjörđum er í mikilli sókn ţessi misseri og leikfélögum fjölgar frá fyrra leikári. Ţeir sem kynna sig í Vestfirska leikárinu 2011 - 2012 eru Act alone, Kómedíuleikhúsiđ, Litli leikklúbburinn og Vestfirska skemmtifélagiđ á Ísafirđi, Leikfélag Bolungarvíkur, Höfrungur leikdeild á Ţingeyri og Leikfélag Patreksfjarđar. Vestfirska leikáriđ er sannarlega fjölbreytt og freistandi. Kómedíuleikhúsiđ frumsýnir ţrjú ný íslensk verk, Bjálfansbarniđ og brćđur hans, Skáldiđ á Ţröm og Listamađurinn međ barnshjartađ. Litli leikklúbburinn býđur uppá Dampskipiđ Ísland, Leikfélag Bolungarvíkur sýnir farsann Ađ eilífu, Höfrungur er međ íţróttaleikrit Höfrungur á leiksviđi, Leikfélag Patreksfjarđar er međ Tíu ţjónar og einn í sal og nýjasta leikhús Vestfjarđa verđur međ leik- og söngvasjóviđ Vestfirsku dćgurlögin. Síđast en ekki síst verđur Act alone leiklistarhátíđin haldin níunda áriđ í röđ á Ísafirđi og Suđureyri í ágúst. Blómin vaxa vel í hinu Vestfirska leikhúsi og viđ hlökkum til ađ hitta landsmenn alla í leikhúsum Vestfjarđa.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband