Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Haustleikferð Kómedíuleikhússins - lænöppið
26.8.2011 | 15:24
9. 24. september 2011
16 sýningar 16 staðir 16 dagar
JÓN SIGURÐSSON STRÁKUR AÐ VESTAN
BJARNI Á FÖNIX
2 leiksýningar á verði einnar miðaverð aðeins 1.900.- kr
9. september föstudagur kl.20.00: Búðardalur Leifsbúð
10. september laugardagur kl.20.00: Rif Frystiklefinn
11. september sunnudagur kl.20.00: Grundarfjörður Kaffi 59
12. september mánudagur kl.20.00: Drangsnes Félagsheimilið
13. september þriðjudagur kl.20.00: Hólmavík Kaffi Riis
14. september miðvikudagur kl.20.00: Reykhólar Báta og hlunnindasalurinn
15. september fimmtudagur kl.20.00: Barðaströnd Birkimelur
16. september föstudagur kl.20.00: Patreksfjörður Sjóræningjahúsið
17. september laugardagur kl.20.00: Tálknafjörður Dunhagi
18. september sunnudagur kl.20.00: Bíldudalur Vegamót
19. september mánudagur kl.20.00: Ísafjörður - Hamrar
20. september þriðjudagur: Flateyri Vagninn
21. september miðvikudagur: Suðureyri Talisman
22. september fimmtudagur: Þingeyri - Veitingahornið
23. september föstudagur: Bolungarvík Félagsheimilið
24. september laugardagur: Súðavík Melrakkasetrið
16 sýningar 16 staðir 16 dagar
21.8.2011 | 12:50
Vatnsfjarðaævintýr frumsýnt um helgina
19.8.2011 | 14:52
Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýjan einleik á morgun, laugardag kl.17, í Heydal. Um er að ræða verk þar sem fjallað er um fyrstu 400 árin í sögu Vatnsfjarðar við Djúp. Óhætt er að segja að saga staðarins sé um margt merkileg. Leikurinn hefst í landnámu þar sem sagt er frá þeim mikla smekkmanni er settist fyrstur að í Vatnsfirði. Svo er skautað áfram í tímann og fjallað um Sturlungaárin í fyrðinum en þar kemur við sögu hinn sérstaki kappi Þorvaldur Vatnsfirðingur. Sem var alveg örugglega ekki jafnaðarmaður heldur miklu frekar ójafnaðarmaður. Að lokum er röðin kominn að hinum mikla ævintýramanni Birni Einarssyni sem er betur þekktur undir gælunafninu Jórsalafari. Var hann víðförull mjög, höfðingi og valdsmaður en kunni þó að skemmta sér eigi sjaldnar en þrisvar í viku. Var hann með heila hirð í kringum sig og byggði upp mikið veldi í Vatnsfirði. Björn fór víða um heiminn ásamt eiginkonu sinni Sólveigu en hún var ein víðförlasta kona jarðinnnar á sínum tíma. Vatnsfjarðaævintýr er sérstaklega samið fyrir Inndjúps daga sem verða haldnir í fyrsta sinn núna um helgina í Heydal og víðar í Djúpinu. Má lesa nánar um festivalið hér
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=167789
Þjóðlegu hljóðbækurnar
17.8.2011 | 09:54
Þjóðlegu hljóðbækurnar eru sjö og fást í verslunum um land allt. Einnig á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is undir liðnum Verslun. Sendum um land allt og við borgum sendingarkostnaðinn. Einfalt og þjóðlegt.
Verðið er bara kómískt eða aðeins 1.999.-kr hver hljóðbók.
Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Act alone hefst á morgun
11.8.2011 | 13:04
Nú vita allir hvar þeir verða um helgina. Sjáumst í Einleikjabænum á Act alone 2011.
Kómedíuleikárið 2011 - 2012 á teikniborðinu
7.8.2011 | 00:34