Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Haustleikferð Kómedíuleikhússins - lænöppið

9. – 24. september 2011
16 sýningar 16 staðir 16 dagar

JÓN SIGURÐSSON STRÁKUR AÐ VESTAN
BJARNI Á FÖNIX
2 leiksýningar á verði einnar miðaverð aðeins 1.900.- kr

9. september föstudagur kl.20.00: Búðardalur – Leifsbúð
10. september laugardagur kl.20.00: Rif – Frystiklefinn
11. september sunnudagur kl.20.00: Grundarfjörður – Kaffi 59
12. september mánudagur kl.20.00: Drangsnes – Félagsheimilið
13. september þriðjudagur kl.20.00: Hólmavík – Kaffi Riis
14. september miðvikudagur kl.20.00: Reykhólar – Báta og hlunnindasalurinn
15. september fimmtudagur kl.20.00: Barðaströnd – Birkimelur
16. september föstudagur kl.20.00: Patreksfjörður – Sjóræningjahúsið
17. september laugardagur kl.20.00: Tálknafjörður – Dunhagi
18. september sunnudagur kl.20.00: Bíldudalur – Vegamót
19. september mánudagur kl.20.00: Ísafjörður - Hamrar
20. september þriðjudagur: Flateyri – Vagninn
21. september miðvikudagur: Suðureyri – Talisman
22. september fimmtudagur: Þingeyri - Veitingahornið
23. september föstudagur: Bolungarvík – Félagsheimilið
24. september laugardagur: Súðavík – Melrakkasetrið


16 sýningar 16 staðir 16 dagar

Kómedíuleikhúsið er nú að undirbúa haustleikferð um Vestfirði og Vesturland með tvo af sínum vinsælum leikjum. Ferðaplanið er fjölbreytt en alls verða sýndar 16 sýningar á 16 stöðum á 16 dögum. Fyrsta sýning verður föstudaginn 9. september og eftir það verður sýnd ein sýning á dag allt til laugardagsins 24. september. Sýndir verða leikirnir Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Báðir leikirnir hafa verið sýndir við frábærar viðtökur en einnig er gaman að geta þess að söguhetjur leikjanna tengjast að öllum líkindum sterkum böndum. En talið er að Jón og Bjarni séu fóstbræður þó ekkert sannað en margt bendir til þess. Sýningarplanið verður birt von bráðar fylgist því vel með.

Vatnsfjarðaævintýr frumsýnt um helgina

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýjan einleik á morgun, laugardag kl.17, í Heydal. Um er að ræða verk þar sem fjallað er um fyrstu 400 árin í sögu Vatnsfjarðar við Djúp. Óhætt er að segja að saga staðarins sé um margt merkileg. Leikurinn hefst í landnámu þar sem sagt er frá þeim mikla smekkmanni er settist fyrstur að í Vatnsfirði. Svo er skautað áfram í tímann og fjallað um Sturlungaárin í fyrðinum en þar kemur við sögu hinn sérstaki kappi Þorvaldur Vatnsfirðingur. Sem var alveg örugglega ekki jafnaðarmaður heldur miklu frekar ójafnaðarmaður. Að lokum er röðin kominn að hinum mikla ævintýramanni Birni Einarssyni sem er betur þekktur undir gælunafninu Jórsalafari. Var hann víðförull mjög, höfðingi og valdsmaður en kunni þó að skemmta sér eigi sjaldnar en þrisvar í viku. Var hann með heila hirð í kringum sig og byggði upp mikið veldi í Vatnsfirði. Björn fór víða um heiminn ásamt eiginkonu sinni Sólveigu en hún var ein víðförlasta kona jarðinnnar á sínum tíma. Vatnsfjarðaævintýr er sérstaklega samið fyrir Inndjúps daga sem verða haldnir í fyrsta sinn núna um helgina í Heydal og víðar í Djúpinu. Má lesa nánar um festivalið hér

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=167789


Þjóðlegu hljóðbækurnar

Þjóðlegu hljóðbækurnar eru sjö og fást í verslunum um land allt. Einnig á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is undir liðnum Verslun. Sendum um land allt og við borgum sendingarkostnaðinn. Einfalt og þjóðlegt.
Verðið er bara kómískt eða aðeins 1.999.-kr hver hljóðbók.
Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:

Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur


Act alone hefst á morgun

Leiklistarhátíðin Act alone verður haldin áttunda árið í röð núna um helgina á Ísafirði og í Arnarfirði. Að vanda er aðgangur að öllum sýningum hátíðarinnar ókeypis sem er nú bara einleikið. Fyrsta sýning Act alone 2011 fer fram á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar þar sem Prinsessan á Bessastöðum kemur í opinbera heimsókn í bæinn. Eftir það flyst dagskráin yfir í Edinborgarhúsið á Ísafirði þar sem félagar í Leikfélagi Flensborgarskóla sýna úrval stuttra einleikja. Að kvöldi föstudags verða tvær sýningar í boði. Fyrri sýningin kemur frá Noregi og nefnist The Whole Caboodle. Sýningin hefst kl.20 og verður flutt á ensku. Fyrsta degi Act alone 2011 lýkur með nýjasta einleik þjóðarinnar Skjaldbakan kl.22. Á laugardag verða þrjár sýningar í boði. Leikurinn hefst með dansverkinu Kyrrja kl.15. Tveimur tímum síðar veður opin æfing á einleik sem verður frumsýndur í haust og nefnist Hvílíkt snildarverk er maðurinn! Lokasýning laugardagsins er Mamma ég! sem verður kl.21 og eru allar sýningar dagsins í Edinborgarhúsinu. Á lokadegi Act alone flyst dagskráin yfir í Arnarfjörð nánar tiltekið á Hrafnseyri. Þar verða fluttir tveir leikir sem báðir tengjast þessum merka sögustað og höfuðbóli Vestfjarða. Fyrri leikurinn er Bjarni á Fönix sem verður sýndur kl.13.30 í kapellunni á Hrafnseyri. Act alone 2011 lýkur síðan með einleiknum Jón Sigurðsson strákur að vestan. Nánari upplýsingar um dagskrá Act alone má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.actalone.net
Nú vita allir hvar þeir verða um helgina. Sjáumst í Einleikjabænum á Act alone 2011.

Kómedíuleikárið 2011 - 2012 á teikniborðinu

Ágúst er jafnan spennandi tími fyrir marga og einkum í leikhúsheiminum. Afhverju? Jú nýtt leikár framundan. Við í Kómedíuleikhúsinu erum nú að undirbúa nýtt Kómískt leikár annó 2011 - 2012. Það verður margt spennandi á döfinni hjá okkur á leikárinu og munum við kynna það hér á Kómedíublogginu í september byrjun. Gaman væri að nefna ný kómísk stykki hér en geymum það um stundarkorn. En við erum hinsvegar ávallt opin fyrir hugmyndum og öllum er velkomið að aðstoða við að móta leikár Kómedíuleikhússins eina atvinnuleikhús Vestfjarða sem sýnir þó um land allt og oft víðar. Eitt er víst það verður sannkölluð Kómedía leikárið 2011 - 2012.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband