3 AUKASÝNINGAR Á HEILSUGÆSLUNA Í ARNARDAL
5.10.2009 | 17:31
Í vikunni verða einnig opnuð útibú Heilsugæslunnar víða um Vestfirði. Þriðjudaginn 6. október verður sýning í Sjóræningjahúsinu á Patró. Daginn eftir verður sýnt á Café Riis á Hólmavík og á fimmtudag 8. október verður sýnt í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þessar sýningar hefjast allar kl.20.30 og verður miðasala á staðnum.
Íslendingar hafa löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.
Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur.
Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar.
Heilsugæslan fyrir alla!
UPPSELT Á HEILSUGÆSLUNA
26.9.2009 | 17:33
Íslendingar hafa löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?
Leikritið, Heilsugæslan, er samið af lækni, Lýð Árnasyni, og gefur áhorfandanum sýn inn í þetta völundarhús og það sem býr að tjaldabaki.
Heilsugæslan er gamanleikur og öll hlutverk í höndum tveggja leikara, þeirra Elfars Loga Hannessonar og Margrétar Sverrisdóttur.
Heilsugæslan er hápólitískt leikrit og umfjöllunarefnið brennandi á íslenzku þjóðfélagi, ekki sízt núna, í skugga niðurskurðar.
Heilsugæslan fyrir alla!
Matur - Leiksýning og menningarlegir tónleikar í eftirrétt
Frumsýning: Fös. 2. október kl.19.30. Megakukl spilar. - UPPSELT
2. sýning: Lau. 3. október kl.19.30. Óvissu tónleikar. - ÖRFÁ SÆTI LAUS
3. sýning: Fös. 9. október kl.19.30. Óvissu tónleikar.
4. sýning: Lau. 10. október kl.19.30. Grjóthrun spilar
Í matinn er þetta helst: dýrindis-grænmetissúpa, úrval af brauði og með því á hlaðborði. Hægt er að panta eftirrétt sérstaklega.
Miðaverð fyrir mat, leiksýningu og tónleika aðeins: 4900 kr. Miðasölusími: 860 6062 einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið arnardalur@arnardalur.is
ÞJÓÐLEGT TILBOÐ Á ÞJÓÐLEGUM HLJÓÐBÓKUM
6.9.2009 | 14:11
Laugardagur til lukku. Í gær hófst vikutilboð á Þjóðlegu hljóðbókunum í vefverslun Kómedíu www.komedia.is . Verðið er bara kómískt því nú færðu þjóðlegu hljóðbókina á hálfvirði eða aðeins krónur 999. - krónur. Engin sendingarkostnaður og sendum um land allt og líka til úttlanda. Það er auðvelt að panta sendu okkur bara tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is.
Tilboðið gildir til og með laugardeginum 12. september.
Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
ÞJÓÐSÖGUR FRÁ SÚÐAVÍK
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 101 mín
Vikutilboðsverð: 999. - kr (Rétt verð 1.999. kr) FRÍ HEIMSENDING
Panta: komedia@komedia.is
Fimmta þjóðlega hljóðbók Kómedíuleikhússins er sérlega glæsileg. Að þessu sinni eru það þjóðsögur frá Súðavík sem eru í aðalhlutverki. Hér segir af álfum, draugum og ýmsum furðuverum. Sögufrægar persónur koma einnig við sögu en þar fara fremstir í flokki þeir Galdra - Leifi og Jón Indíafari. Þjóðsögur frá Súðavík er vönduð útgáfa á gömlu góðu þjóðsögunum sem standa ávallt fyrir sínu.
ÞJÓÐSÖGUR AF STRÖNDUM
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Vikutilboðsverð: 999. - kr (Rétt verð 1.999.-kr
FRÍ HEIMSENDING
Panta: komedia@komedia.is
Strandir eru mjög fægt og þekkt þjóðsagnasvæði þar sem álfar, draugar, tröll og ýmsar furðuverur hafa verið á sveimi lengur en elstu menn muna. Á þessari hljóðbók les Elfar Logi Hannesson, leikari, úrval sagna af Ströndum sem sótt eru í þjóðsagnasöfn Arngríms F. Bjarnasonar, Helga Guðmundssonar og Jóns Árnasonar. Sögunum er skipt niður í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Tröllasögur og loks Ýmsar sagnir. Þjóðlegu hljóðbækur Kómedíuleikhússins hafa fengið úrvals góðar viðtökur og víst er að Þjóðsögur af Ströndum er enn ein perlan í hljóðbókaútgáfu leikhússins.
ÞJÓÐSÖGUR ÚR BOLUNGARVÍK
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 93 mín.
Vikutilboðsverð: 999.-kr (rétt verð 1.999.- kr)
FRÍ HEIMSENDING
Panta: komedia@komedia.is
Á þessari hljóðbók les Elfar Logi úrval sagna úr safni fræðimannsins Finnboga Bernódussonar frá Bolungarvík. Sögurnar eru í bókinni Sögur og sagnir úr Bolungarvík sem naut mikilla vinsælda enda er bókin löngu uppseld. Bolungarvík er ekki stórt svæði en þar hefur margt merkilegt gerst enda skiptir stærðin sjaldan máli. Sögunum á þessari hljóðbók er skipt í þrjá flokka sem eru Dulræn fyrirbæri, Sjávarfurður og Tröllasögur. Þjóðsögur úr Bolungarvík er sannkölluð perla í þessari hljóðbókaútgáfu Kómedíuleikhússins enda er hér á ferðinni vönduð útgáfa þjóðsagna að vestan.
ACT ALONE 2009 VAR EINSTÖK OG EINLEIKIN
17.8.2009 | 17:29
ACT ALONE 2009 EINLEIKIN HÁTÍÐ Á ÍSÓ
6.8.2009 | 18:09
Dagskrá Act alone 14. 16. ágúst 2009
14. ágúst
Edinborgarhúsið Ísafirði
Kl.20.00 Umbreyting Ljóð á hreyfingu. Bernd Ogrodnik. Fígúra.
Hótel Ísafjörður
Kl.22.00 Here I stand. Róbert Snorrason.
15. ágúst
Edinborgarhúsið
Kl.14.00 21. manns saknað. Víðir Guðmundsson. GRAL.
Kl.17.00 Ég heiti Rachael Corrie. Þóra Karítas Árnadóttir.
Kl.21.00 Ódó á gjaldbuxum. Þórey Sigþórsdóttir.
16. ágúst
Gíslastaðir Haukadal Dýrafirði
Kl.15.00 Einstök sýning. Einleikir á Íslandi Vestfirskir einfarar.
Kl.15.20 Förumenn og leiklist. Fyrirlestur: Jón Jónsson, Menningarfulltrúi Vestfjarða.
Kl.16.00 Hörður Torfa eins manns konsert.
Hátíðarlok
Sjáumst á Act alone í ágúst 2010
GÍSLI SÚRSSON KOMINN Í SÚR EFTIR 203 SÝNINGAR
2.8.2009 | 19:56
GÍSLI SÚRSSON Í GEIRÞJÓFSFIRÐI - EINSTÖK FERÐ Á SÖGUSLÓÐ
21.7.2009 | 21:43
Siglt verður með Höfrungi BA 60, genginn söguhringur þar sem orrustan er rifjuð upp, í söguhringnum er gengið fram á leikhúsið, í skóginum, það verður kyngilmögnuð og ógleymanleg stund.
Brottför frá Bíldudal 22. júlí kl. 11.00, komið til baka á Bíldudal kl. 16.00
Verð: Sigling, leiðsögn, leiksýning kr. 6.500,-
Brottför frá Bíldudal 22. júlí kl. 14.00, komið til baka á Bíldudal kl. 19.00
Bóka þarf í ferðirnar tímanlega í síma 894-1684 eða sendið póst á jon@bildudalur.is
Brottför frá Bíldudal 31. júlí kl. 11.00, komið til baka á Bíldudal kl. 16.00
Verð: Sigling, leiðsögn, leiksýning kr. 6.500,-
Bóka þarf í ferðirnar tímanlega í síma 894-1684 eða sendið póst á jon@bildudalur.is
Athugð, þetta eru síðustu sýningarnar á þessu frábæra leikverki, síðasti séns að sjá þessa frábæru uppfærslu í einstöku umhverfi.
PÉTUR OG EINAR Á FIMMTUDÖGUM
22.6.2009 | 17:54
Sýningar á leikritinu vinsæla Pétur og Einar hefjast að nýju á fimmtudag, 25. júní í Einarshúsi í Bolungarvík. Pétur og Einar var frumsýnt í maí í fyrra og var sýnt reglulega fram á haustið við mjög góðar viðtökur. Nú verður þráðurinn tekinn upp að nýju og markar sýningin á fimmtudag aðeins þá fyrstu því leikurinn verður á fjölunum alla fimmtudaga í júlí. Sýningar hefjast kl.20. Miðaverð aðeins 1.500.- krónur og er miðasala þegar hafin í síma:456 7901. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á ragna@einarshusid.is
Leikritið Pétur og Einar
Í leikritinu Pétur og Einar túlkar Elfar Logi líf og störf þeirra manna sem settu hvað mestan svip á Bolungarvík á miklum uppgangstímum og sveipar sögu þeirra ævintýraljóma. Frumkvöðlarnir Pétur Oddsson og Einar Guðfinnsson voru miklir athafnamenn hvor á sínum tíma og stjórnuðu stórveldum sínum af skörungsskap. Þeir bjuggu báðir í húsi harma og hamingju, Péturshúsi sem síðar var nefnt Einarshús.
Í sýningunni leiða Soffía Vagnsdóttir og Elfar Logi saman hesta sína en þau hafa einnig sett á svið leikina Jólasveinar Grílusynir og nú síðast Auðun og ísbjörninn. Þar að auki voru íbúar bæjarins kallaðir til aðstoðar og brugðu þeir sér í hljóðver í Bolungarvík og sungu með íðilfögrum röddum, allt frá jólalögum og sálmum til vel þekktra þorrablótsvísna.
Það var Ragna Jóhanna Magnúsdóttir veitingamaður í Einarshúsi sem átti frumkvæðið að uppsetningu sýningarinnar og vinnur að fjármögnun verksins. Fékk hún Elfar Loga og Kómedíuleikhús hans til liðs við sig til að koma sögunni á fjalirnar.
MENNINGIN ER STÓRIÐJA VESTFJARÐA
3.6.2009 | 23:44
Í dag er tími til að hafa smá dvöl og pæla soldið. Hvað höfum við og hvert eigum við að stefna? Stórt spurt og mörg svör þurfum bara að taka dansinn saman. Fyrir mér sem Vestfirðingi og íbúa þar er svarið skýrt. Sóknarfæri okkar liggja einna helst í menningu, listum og ferðamennsku sérstaklega þegar allt þetta er tengt saman og þá kallast það Menningartengd ferðaþjónusta. Þetta er okkar stóriðja á Vestfjörðum. Það er ótrúlegt hve listastarfsemin er öflug á Vestfjörðum í hverju þorpi er verið að vinna að metnaðarfullum verkefnum og það sem meira er menn eru að framkvæma hlutina. Það er löngu sannað að menning og listir eru að meika fullt af pening fyrir viðkomandi svæði hverju sinni. Tökum sem dæmi allar listahátíðirnar sem eru haldnar árlega á Vestfjörðum. Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður stendur þar fremst í flokki árlega flykkjast vestur þúsundir manna til að upplifa þessa mögnuðu hátíð og það er ekkert smá sem er innifalið í þeirri heimsókn allra þessara gesta. Nefnum bara það helsta gisting á hótelum og gistiheimilum fyllast, Samkaup og Bónus fyllast af fólki, verslunin Hamraborg er troðfull allan daginn, verslanir á svæðinu fyllast s.s. Orkusteinn, Bókhlaðan að ógleymdum bakaríunum og öllu hinu. Flugfélagið flýgur daga og nætur til að koma fólkinu vestur og aftur heim. Veit ekki hvað þetta er mikið ef allt er lagt saman en væri fróðlegt ef einhver gerði það. Hverjum list og menningarviðburði fylgir nebblega ýmislegt og þessu má ekki gleyma. En einsog ég sagði áður þá vantar okkur dansfélaga í þennan listræna dans. Einhvern sem segir ,,listir og menning það er okkar tækifæri veðjum á það og aðstoðum þau verkefni og eflum enn frekar". Menntamálaráðuneytið mætti líka gjarnan horfa meira vestur og bara almennt á listina á landsbyggðinni - ég meina við klárum þetta ekki bara með vatni og rúgbrauði, en til þessa hefur ráðuneytið stutt lítið við menningu á landsbyggðinni. Það er alltaf verið að bera saman önnur lönd við okkar sem hafa lent í sömu krísu og við. Eitt Norðurlandanna gerði einmitt ekki það að minnka styrki til lista og menningarstarfs heldur akkúrat öfugt og það finnst mér að við ættum að gera líka. Menningin og listin standa í miklum blóma á Vestfjörðum þessa dagana og nú vonum við að einhver sem hefur monníumráð hjá hinu opinbera kveiki á perunni líka og sé til í að taka með okkur listrænan tangó. Því einsog maðurinn sagði: Það er mikilvægt að punta uppá menningarlífið."
VIÐ HEIMTUM AUKAVINNU! Í REYKJAVÍK
18.5.2009 | 09:12
Sýningar:
Föstudaginn 29. maí kl.21.00
Laugardaginn 30. maí kl.20.00 og 22.00.
Miðaverð aðeins 2.500. krónur.
Óhætt er að segja að bræðurnir Jónas og Jón Múli Árnasynir hafi verið menn mikilla hæfileika. Í verkum sínum hittu þeir á einhvern tón sem þjóðin fílaði. Samstarfið var mjög gjöfullt og nánast hver einasti söngsmellur þeirra er enn á vörum manna í dag. Það væri alltof langt mál að fara að telja hér upp alla slagara þeirra bræðraa og látum við okkur nægja að flytja úrval þeirra í söngskemmtun okkar. Hver man ekki eftir lögum einsog: Og þá stundi Mundi, Fröken Reykjavík, Augun þín blá, Úti er alltaf að snjóa og Einu sinni á ágústkvöldi sem Hnífsdælingurinn Steindór Hjörleifsson gerði svo góð skil á sínum tíma.
Litli leikklúbburinní samstarfi við Kómedíuleikhúsið heiðra hér minningu bræðranna Árnasona með þessari alþýðlegu leik- og söngskemmtun Við heimtum aukavinnu!. Það er ósk okkar að þið takið þátt í ævintýrinu með okkur því þegar öllu er á botninn hvolft þá er Lífið lotterí.