EINLEIKIÐ VIÐTAL

Nú þurfa allir að kikka á heimasíðu leiklistarhátíðarinnar Act alone www.actalone.net og lesa nýtt einleikið viðtal á síðunni. Að þessu sinni er það einleikarinn og Stopparinn Eggert Kaaber sem er á eintali við Kómedíuleikarann. Eggert hefur frá mörgu að segja bæði í einleiknum fréttum og Stoppleikhúsfréttum. Á heimasíðunni er einnig hægt að lesa eldri viðtöl við brúðuleikhúskonuna Hallveigu Thorlacius og eintal við Hörð Torfa. Act alone heimasíðan er stútfull af upplysingum um einleikjalistina s.s. greinar um fræga einleikara á borð við Eric Bogosian og Lily Tomlin, listi yfir íslenska einleiki sem settir hafa verið á svið, verslun einleikarans og síðast en ekki síst allar upplýsingar um Act alone einleikjahátíðina. Vefur dagsins er semsagt www.actalone.net

 


SINFÓ Á ÍSÓ

Það er stór dagur í menningunni á Ísó í dag. Sinfó mætt á svæðið og heldur sérstaka hátíðartónleika í kvöld í íþróttahúsinu á Torfnesi. Tilefnið er líka stórt eða 60 ára afmæli Tónlistarskóla Ísafjarðar sem er sko einn flottasti tónlistarskóli landsins já það er ekkert djók, alveg satt, þar fer fram mögnuð og vönduð starfsemi sem er fyrst og fremst rekin af hugsjón. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.20 og er miðasala við inngangin en einnig hægt að panta á heimasíðu Sinfó. Það er sannkallaður hátíðarbragur á efnisskránni og verður m.a. frumflutt nýtt verk eftir ísfirska tónskáldið Jónas Tómasson. Mikið vildi nú Kómedíuleikarinn geta verið á ísó í kvöld en sendir þess í stað sinfonískarsíldarkveðjur frá Sigló.

Bloggfærslur 24. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband