KÓMEDÍULEIKARINN TILNEFNDUR TIL MENNINGARVERÐLAUNA DV

Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson, hefur verið tilnefndur til Menningarverðlauna DV. Tilkynnt var í DV í gær hverjir væru tilnefndir til þessara merku menningarverðlauna á Íslandi en þetta er í 29 sinn sem verðlaunin verða veitt. Verðlaununum er skipt niður í sjö flokka og að sjálfsögðu er sá Kómíski í leiklistar katakoríunni. Tilnefninguna hlýtur Kómedíuleikarinn vegna Act alone leiklistarhátíðarinnar. Um tilnefninguna segir valnefnd verðlaunanna: ,,Einleikjahátíðin Act alone, sem er eina reglubundna leiklistarhátíðin á Íslandi, hefur verið haldin síðan 2004 og er að langmestu leyti framtak eins manns, Elfars Loga Hannessonar. Þar hefur komið fram fjöldi einleikara, bæði innlendra og erlendra, með verk af mjög ólíku tagi. Hátíðin hefur aukið á fjölbreytni íslensks leiklistarlandslags og er einnig mikilsvert framtak til menningarlífs á Vestfjörðum." Menningarverðlaun DV verða afhent 5. mars en rétt er að benda öllu áhugafólki um menningu og listir að lesendur DV blaðsins og vefsins geta einnig kosið sitt uppáhald af þeim sem tilnefndir eru. Ef þið eruð í vanda með að velja úr þeim flotta flokki listamanna sem tilnefndir eru þá má alveg setja X við þann Kómíska. Allir að kikka á www.dv.is

Act alone gengiKómedíuleikarinn ásamt Eric Bogosian og öðrum erlendum gestum á Act alone 2006.


Bloggfærslur 28. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband