VÖLUSPÁ Á RÚSSNESKU

Þrjár erlendar sýningar verða á Act alone leiklistarhátíðinni á Ísó. Áður hafa verið kynntar tvær erlendar sýningar Chck with a trick frá Búlgaríu og Fragile frá Tékklandi. Þriðja erlenda sýningin kemur frá Rússlandi og er Völuspá í leikgerð leikhópsins. Sannarlega athygliverð sýning sem vert er kikka á ekki á hverjum degi sem erlend leikhús vinna með jafn magnaðan íslenskan sagnaarf og Völuspá.

voluspá

Act alone 2008

Laugardagur 5. júlí

Kl. 20.00.   Edinborgarhúsið

VÖLUSPÁ

Theater Laboratory

Leikari: Oxana Svoyskaya

Brúður og búningar: Lana Andreeva, Alya Lipina

Leikstjórn: Vadim Maksimov

Í þessu verki vinnur Teatralanaya Labortaoriya eftir aðferðum Antonin Artaud þar sem ekki er unnið með eiginleg leikverk heldur epísk.

Óðinn æðstur allra guða krefst þess af völvu að hún lesi úr draumum Baldurs sonar síns. Úr draumunum les valva dauða Baldurs og upphaf Ragnaraka.


Bloggfærslur 18. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband