VÖLUSPÁ Á RÚSSNESKU

Þrjár erlendar sýningar verða á Act alone leiklistarhátíðinni á Ísó. Áður hafa verið kynntar tvær erlendar sýningar Chck with a trick frá Búlgaríu og Fragile frá Tékklandi. Þriðja erlenda sýningin kemur frá Rússlandi og er Völuspá í leikgerð leikhópsins. Sannarlega athygliverð sýning sem vert er kikka á ekki á hverjum degi sem erlend leikhús vinna með jafn magnaðan íslenskan sagnaarf og Völuspá.

voluspá

Act alone 2008

Laugardagur 5. júlí

Kl. 20.00.   Edinborgarhúsið

VÖLUSPÁ

Theater Laboratory

Leikari: Oxana Svoyskaya

Brúður og búningar: Lana Andreeva, Alya Lipina

Leikstjórn: Vadim Maksimov

Í þessu verki vinnur Teatralanaya Labortaoriya eftir aðferðum Antonin Artaud þar sem ekki er unnið með eiginleg leikverk heldur epísk.

Óðinn æðstur allra guða krefst þess af völvu að hún lesi úr draumum Baldurs sonar síns. Úr draumunum les valva dauða Baldurs og upphaf Ragnaraka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu að ég ætla ekki að segja neitt núna, hef svo sem oft talað um að mæta og svo hefur tíminn hlaupið.  Við ættum ef til vill að setjast niður við tvö og spinna eitthvað.  En í júlí, þá er þetta annríki mitt farið að dvína og þá er meiri möguleiki fyrir mig að koma og skoða.  Mér finnst þú aldeilis frábær og vil bara þakka þér fyrir að vera til, því ég geri mér alveg grein fyrir hvað leiklistarlíf á Ísafirði á þér mikið að þakka Elvar Logi, og ég virkilega meina það.  Knús á þig inn í nóttina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Já það væri gaman að hittast og spinna mætti búast við skrautlegri og Kómískri útkomu þegar tvö ofvirk einsog við hittumst. Þakka hlý orð - það er bara svo gaman að leika og svo er bara frábært að skapa hér á Ísó einhver orka sem fylgir þessum mikla menningarbæ

Elfar Logi Hannesson, 19.6.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband