Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

JÓLSTEMNING Á ÍSÓ Á MORGUN

Ţađ verđur sannkölluđ jólastemning á Ísó á morgun. Kómedíuleikhúsiđ sýnir jólaleikritiđ vinsćla Jólasveinar Grýlusynir í Tjöruhúsinu kl.14.00. Ţetta er fimmta sýning á leiknum sem hefur vakiđ mikla athygli vestra enda er hér á ferđinni vandađ alíslenskt jólaleikrit um gömlu jólasveinana. Ađ lokinni sýningu er ađ vanda bođiđ uppá heitt súkkulađi og heimabakađar smákökur. Klukkutíma eftir sýningu eđa kl.16. verđur síđan kveikt á jólatrénu á Ísafirđi sem er stađsett á Silfurtorgi ađ vanda. Ţar verđur bođiđ uppá vandađa jóladagskrá söng og sprell m.a. verđur sýnt brot úr Jólasveinar Grýlusynir. Ađ sjálfsögđu munu svo jólasveinar mćta á stađinn en ţađ eru ţeir Hurđaskellir og Stúfur en ţeir hafa herjađ á Vestfirđi síđastliđin ár einsog ţeim einum er lagiđ.

komiskir jolasveinar Askasleikir, Bjúgnakrćkir og unglingspilturinn í Jólasveinar Grýlusynir.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.


NÝ HLJÓĐBÓK VĆNTANLEG - ŢJÓĐSÖGUR ÚR ÍSAFJARĐARBĆ

Kómedíuleikhúsiđ vinnur nú ađ útgáfu hljóđbókarinnar Ţjóđsögur úr Ísafjarđarbć og er hún vćntanleg á markađinn nćstu daga. Ísafjarđarbćr er mikiđ og stórt sagnasvćđi sem nćr allt frá Dýrafirđi til Hornstranda. Á ţessari hljóđbók eru 33 ţjóđsögur sem er skipt niđur í fimm flokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Sögurnar eru sóttar í hin ýmsu ţjóđsagnasöfn einsog safn Jóns Árnasonar og Arngríms Fr. Bjarnasonar. Ţađ er Kómedíuleikarinn sem flytur sögurnar. Hljóđbókin er nú í fjölföldun og ćtti ađ vera komin á markađinn í byrjun desember. Ţetta er önnur hljóđbókin sem Kómedíuleikhúsiđ gefur út en í vor sendi Kómedía frá sér bókina Ţjóđsögur úr Vesturbyggđ. Hljóđbćkurnar fást í vefverslun Kómedíuleikhússins www.komedia.is og er ţegar byrjađ ađ taka viđ pöntunum á nýju hljóđbókinni, Ţjóđsögur úr Ísafjarđarbć. Einnig eru hljóđbćkurnar til sölu á Hótel Ísafirđi, í versluninni Orkustein á Ísafirđi og Veitingastofunni Vegamót á Bíldudal.

 


KÓMEDÍULEIKARINN Í GRUNNSKÓLA

Kómedíuleikarinn fer víđa og ađ undanförnu hefur hann unniđ međ nemendum viđ Grunnskólann á Ísafirđi. Er ţetta stór og mikill leikhópur sem hefur stađiđ sig međ miklum sóma á ćfingatímanum en ungu leikararnir eru ţó ađeins byrjađir ađ naga neglurnar fyrir frumsýningu sem er núna á föstudaginn. Enda mikilvćgt ađ frumsýningarstressiđ sé til stađar annars vćri nú ekkert gaman ađ standa í ţessu. Sýning hópsins nefnist Bútasaumur og Blómasúpa og er brjáđfjörugt og fjölbreytt stykki međ kabarett ívafi. Frumsýnt verđur föstudaginn 30. desember í sal Grunnskólans á Ísó. En löng hefđ er fyrir ţví ađ nemendur frumsýni leikverk á ţessum árstíma. Önnur sýning verđur á mánudag kl.20.

GEFĐU GÓĐA GJÖF GEFĐU KÓMÍSKA JÓLAGJÖF

Margir eru nú farnir ađ huga ađ jólagjöfunum enda desember rétt ađ bresta á og hvađ er betra en ađ geta notiđ jólamánađarins og vera búinn međ gjafainnkaupinn sem fyrst. Kómedíuleikhúsiđ hefur á bođstólunum glćsilegar gjafir fyrir fólk á öllum aldri. Ţađ er auđvelt ađ panta bara senda tölvupóst og Kómedía sendir hvert á land sem er og líka til úttlanda. Og takiđ eftir ţađ er hćgt ađ greiđa međ greiđslukorti sem er nú ekki slćmt á ţessum árstíma. Hjá Kómedíuleikhúsinu geturđu fengiđ hljóđbókina Ţjóđsögur úr Vesturbyggđ, einleikjabókina Íslenskir einleikir og einleikinn Steinn Steinarr á DVD. Verđiđ er Kómískt ađ vanda. Gefđu góđa gjöf gefđu Kómíska jólagjöf.

ŢJÓĐSÖGUR ÚR VESTURBYGGĐ
Hljóđbók
Lesari: Elfar Logi Hannesson
Lengd: 99. mín.
Verđ: 1.999.- kr.
Panta:
komedia@komedia.is
Vesturbyggđ er mikiđ sagnasvćđi ţar hafa skrímsli, tröll, álfar og ýmsar furđuverur veriđ á sveimi svo elstu menn muna. Á ţessari hljóđbók les Elfar Logi Hannesson,leikari, úrval ţjóđsagna úr Vesturbyggđ. Alls eru fluttar 33 sögur og er ţeim skipt niđur í fimm ţjóđsagnaflokka: Álfa- og huldufólkssögur, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og Tröllasögur. Hér er á ferđinni vönduđ útgáfa sem inniheldur einstakan sagnaarf í vönduđum fluttningi.

ÍSLENSKIR EINLEIKIR
Höfundar: Ýmsir
Útgáfuár: 2006
Bls. 308
Tilbođsverđ: 1.500.- krónur
Var áđur: 3.290.- krónur
Panta:
komedia@komedia.is
Hér er á ferđinni alveg einleikin bók sem jafnframt er fyrsta útgáfa sinnar tegundar hér á landi. Í bókinni eru alls 11 íslenskir einleikir frá ýmsum tímum og af ýmsum gerđum fyrir alla aldurshópa. Leikirnir í bókinni eru: Dimmalimm, Gísli Súrsson, Glćsibćjareintölin, Hinn fullkomni jafningi, Hversu langt er vestur, Leifur heppni, Óvinurinn, Sagan af Lođinbarđa, Síđasta segulband Hrapps, Sveinsstykki, Ţrjár Maríur. Jón Viđar Jónsson ritar formála bókarinnar.

STEINN STEINARR - EINLEIKUR Á DVD
DVD
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Handrit: Elfar Logi Hannesson, Guđjón Sigvaldason
Leikstjórn: Guđjón Sigvaldason
Verđ: 1.500.- krónur
Panta:
komedia@komedia.is
Einleikur Kómedíuleikhússins Steinn Steinarr er nú loksins fáanlegur á DVD. Leikurinn er byggđur á verkum og ćvi skáldsins en 98% textans er eftir Stein sjálfan. Ţetta er mjög áhugaverđ, vel gerđ og skemmtileg sýning sem hlaut mikla athygli ţegar hún var frumsýnd áriđ 2003. Ekki má heldur gleyma frćđslugildi verksins sem er mjög mikiđ.
Steinn Steinarr er eitt ţekktasta ljóđskáld Íslendinga á 20. öld. Hann hét réttu nafni Ađalsteinn Kristmundsson og fćddist áriđ 1908. Ţegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann ţegar ađ brjóta reglur sem ríkt höfđu í skáldskap um langa hríđ og varđ mjög umdeildur fyrir vikiđ. Harđorđar greinar birtust í blöđum um Stein og skáldskapur hans var kallađur tómvitleysa af sumum. Ađrir á hinn bóginn fögnuđu framlagi hans og töldu ađ loksins vćri komiđ fram skáld sem ţyrđi ađ breyta stađnađri, íslenskri ljóđlist. Núna hrífast flestir af skáldskap Steins. Ljóđ hans eru ţjóđinni mjög kćr og viđ mörg ţeirra hafa veriđ samin lög. Steinn Steinarr andađist áriđ 1958, rétt tćplega fimmtíu ára ađ aldri.


200 ÁHORFENDUR

Jólaleik Kómedíuleikhússins Jólasveinar Grýlusynir hefur veriđ vel tekiđ. Nú ţegar er búiđ ađ sýna verkiđ 4 sinnum og hafa um 200 manns séđ leikinn sem er sérlega gott ţar sem leikhúsiđ tekur ekki nema 55 manns í sćti. Jólasveinar Grýlusynir verđur á fjölunum í Tjöruhúsinu á Ísafirđi allar helgar í nóvember og desember. Nćsta sýning er á laugardag 1. desember kl.14.00. Miđasala stendur yfir  á heimasíđu Kómedíu www.komedia.is undir liđnum Kaupa miđa. Allir í jólaleikhús.

komiskur jolasveinn2Kómedíuleikarinn og Stúfur í stuđi.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson


KÓMÍSKU SVEINARNIR SLÁ Í GEGN NĆSTA SÝNING Á MORGUN SUNNUDAG

Ţađ er sannkölluđ jólasveinaćvintýrastemning sem ríkir í Tjöruhúsinu á Ísafirđi ţessa dagana. Ţar hafa Kómískur jólasveinarnir komiđ sér fyrir og sýna ćvintýri sitt allar helgar fram ađ jólum. Nćsta sýning er á morgun, sunnudag, kl.14.00. Miđaverđiđ er Kómískt ađ vanda eđa ađeins 1.900.kr. og er heitt súkkulađi og heimabakađar smákökur frá Grýlu í eftirrétt. Miđapantanir á heimasíđu Kómedíuleikhússins www.komedia.is

jólasveinar 005 Gluggagći finnst nóg ađ glápa innum gluggana

jólasveinar 004 Ţvörusleiki finnst gaman ţegar margir koma saman og elda sér mat í potti ţví ţá veit hann ađ ţvaran bíđur hans.


JÓLASVEINAR GRÝLUSYNIR MÁLA BĆINN RAUĐAN ALLA HELGINA

Jólaleikritiđ Jólasveinar Grýlusynir verđur á fjölunum í Tjöruhúsinu á Ísafirđi alla helgina. Sýnt verđur bćđi laugardag og sunnudag  kl.14. Miđapantanir á heimasíđu Kómedíuleikhússins www.komedia.is Miđaverđ er ađeins krónur 1.900.- og er heitt súkkulađi og heimabakađar smákökur innifaliđ í miđaverđi. Jólasveinar Grýlusynir hefur fengiđ frábćrar undirtektir áhorfenda en leikurinn var frumsýndur um síđustu helgi fyrir fullu Tjöruhúsi. Einnig var uppselt á sýningu númer tvö en nú er laust á sýningar helgarinnar og um ađ gera ađ vera snöggur og panta sér miđa. Jólasveinar Grýlusynir er bráđfjörugur leikur um gömlu íslensku jólasveinana ţar sem ýmsum spurningum er svarađ um ţessa skemmtilegu vini okkar í fjöllunum. Jólasveinar Grýlusynir leika á alls oddi, ţeir sprella og syngja vísurnar sínar viđ tónlist Hrólfs Vagnssonar. Kómedíuleikarinn er á sviđinu ađ vanda, Jóhann Daníel er ljósameistari, Marsibil G. Kristjánsdóttir er hönnuđur sveinanna sem birtast bćđi sem brúđur og grímur og Soffía Vagnsdóttir leikstýrir. Allir í leikhús um helgina. Hlakka til ađ sjá ykkur í Tjöruhúsinu ćvintýrahúsi jólasveinanna.

komiskur jolasveinn Gáttaţefur syngur um nefiđ sitt sem er nćmast allra nefja.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson


ÉG BIĐ AĐ HEILSA Í BOLUNGARVÍK

Ljóđaleikurinn Ég biđ ađ heilsa verđur sýndur í Einarshúsi í Bolungarvík í kvöld. Sýningin hefst kl.20.00 og verđur bođiđ uppá hressandi veitingar ađ hćtti Vertsins í Einarshúsi. Ţetta er fjórđa sýning á Ég biđ ađ heilsa og hafa viđtökur veriđ mjög góđar. Í gćrkveldi var bođiđ uppá danskt Smörrebröd á undan leiksýningu og mćltist ţađ vel fyrir enda dvaldi ţjóđskáldiđ lengi í Danaveldi. Stefnt er ađ ţví ađ sýna leikinn víđar um Vestfirđi á nćstunni og jafnvel verđur fariđ útfyrir kjálkann. Sjáum til. Ţeir félagar Elfar Logi og Ţröstur segjast vera til í ýmislegt ţessvegna ađ sýna leikinn í Alţjóđahúsinu í borginni eđa í Norrćnahúsinu. Semsagt allt opiđ. En byrjum á Bolungarvík ţar verđur Jónasardagskráin Ég biđ ađ heilsa á fjölunum í Einarshúsi í kvöld klukkan átta. Heyrst hefur ađ Víkarar ćtli ađ fjölmenna.

eg bid ad heilsaKómedíuleikarinn og Ţröstur Jóhannesson í Jónasarsfíling.

Mynd: Halldór Sveinbjörnsson.


SMÖRREBRÖD OG ŢJÓĐSKÁLDIĐ JÓNAS Á ÍSÓ Í KVÖLD

Aukasýning á ljóđaleiknum Ég biđ ađ heilsa verđur á veitingastađnum Viđ Pollinn á Ísafirđi í kvöld 21. nóvember. Ađ ţessu sinni verđur bođiđ uppá ekta danskt smörrebröd međ sýningunni sem er vel viđ hćfđi ţar sem skáldiđ dvaldi lengi í Danaveldi. Borđhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síđar. Miđaverđ er ađeins krónur 2.900.- og miđapantanir í síma 456 3360. Ţađ er Kómedíuleikarinn og Ţröstur Jóhannesson, tónlistarmađur, sem flytja verk Listaskáldsins góđa í leik, tali og tónum. Rétt er ađ geta ţess ađ Ţröstur flytur frumsamin lög viđ ljóđ skáldsins. Fleiri sýningar á Ég biđ ađ heilsa eru á teikniborđinu, meira um ţađ síđar. En allir í smörrebröd og Jónasarljóđaveislu í kvöld.

AUKASÝNING Á ÉG BIĐ AĐ HEILSA Á MORGUN

Vegna fjölda áskoranna verđur aukasýning á ljóđaleiknum Ég biđ ađ heilsa á morgun á veitingastađnum Viđ Pollinn á Ísafirđi. Ađ ţessu sinni verđur bođiđ uppá ekta smörrebröd međ sýningunni. Borđhald hefst kl.19.00 og sýningin klukkustund síđar. Miđapantanir í síma 456 3360 en miđaverđ er mjög Kómískt ađ vanda eđa ađeins 2.900.- krónur fyrir mat og leiksýningu. Ég biđ ađ heilsa er ljóđaleikur settur á sviđ í tilefni af 200 ára fćđingarafmćli Jónasar Hallgrímssonar. Í sýningunni fer leikarinn Elfar Logi Hannesson međ ljóđ skáldsins í leik og tali. Međ honum á senunni er tónlistarmađurinn Ţröstur Jóhannesson sem flytur frumsamin lög viđ ljóđ Listaskáldsins góđa.

eg bid ad heilsa Elfar Logi Hannesson og Ţröstur Jóhannesson í sönnum ljóđafíling.

Ljósmynd: Halldór Sveinbjörnsson.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband