EINLEIKIN MYNDLIST Á ACT ALONE 2008

Einsog áður hefur komið fram verður ekki bara boðið uppá leikverk á Act alone 2008. Þegar hefur verið sagt frá danssýningum sem verða nú í fyrsta sinn partur af Act alone en alls verða sýnd þrjú einleikin dansverk. Árið 2005 varð tónlistin partur af einleikna prógraminu þegar Hörður Torfa steig á stokk og síðan þá hefur ávallt verið boðið uppá eins manns tónleika. Í fyrra kom síðan myndlistin inn og í ár verða tvær myndlistarsýningar sem báðar verða sýndar í Félagsheimilinu í Haukadal í Dýrafirði.

Act alone 2008

Sunnudagur 6. júlí

Kl.16.00.    Félagsheimilið Haukadal Dýrafirði

TVÆR MYNDLISTARSÝNINGAR:

GÍSLA SAGA SÚRSSONAR Í MYNDUM

billa3
Íslendingasögurnar hafa löngum verið listamönnum innblástur og ófáir hafa gert myndverk eða leikrit sem sótt eru í þessi merku bókmenntaverk. Listakonan Marsibil G. Kristjánsdóttir hefur nú bæst í þennan hóp og í þessari sýningu vinnur hún með þekktar setningar úr Gísla sögu Súrssonar sem hún túlkar í einstökum verkum. Þess má geta að þessi sýning er sýnd samtímis á þremur sögustöðum Gísla sögu, í Haukadal, í Arnarfirði og á Barðaströnd.


 

VESTFIRSKIR EINFARAR

Einstök myndlistarsýning á verkum eftir listahjónin Gunnar Guðmundsson og Guðmundu Jónu Jónsdóttur frá Hofi í Dýrafirði. Bæði fóru sínar eigin leiðir í listinni og eru því í hópi svonefndra einfara í hinum íslenska myndlistarheimi.


Bloggfærslur 19. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband