AUKASÝNINGAR Á AUKAVINNU Á ÍSÓ

Alþýðlega leik- og söngskemmtunin Við heimtum aukavinnu hefur sannarlega slegið í gegn. Tvær sýningar voru núna um helgina og var uppselt á báðar sýningarnar þó bætt hefði verið við fleiri sætum en um helgina sáu um 300 manns sýninguna.Það hefur því verið ákveðið að hafa tvær aukasýningar um næstu helgi. Sýnt verður á laugardag 21. febrúar og verður sérstök fjölskyldusýning sem hefst kl.17. En gaman er að segja frá því að mikið Jónasar og Jón Múla æði er nú í Grunnskólanum á Ísafirði en um daginn sáu þau brot úr sýningunni og höfðu svo gaman af að nú er Riggarobb og fleiri slagarar sungnir í öllum frímínútum og nestistímum. Það er því tilvalið að fjölskyldan skelli sér öll saman í leikhús um helgina. Síðar um kvöldið eða kl.21 verður svo önnur sýning á Við heimtum aukavinnu! Miðasala á aukasýningarnar er hafinn og nú er bara að slá inn númerið 618 8269 og panta sér miða.

Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband