Lottó fyrir listina

Intresant hugmynd hjá einum leikara Austurvallaleikhússins að hluti af hagnaði Lottó monningana renni til lista á Íslandi. Viðkomandi Austurvallaleikari nefndi þetta á hinum einstöku DV menningarverðlaunum sem voru afhend um daginn. Ég er aldrei þessu vant hlyntur þessari hugmynd Austurvallaleikarans. Skilst að þetta sé gert víðar gott ef ekki í Bretlandi þar sem hluti Lottó monningana renna til listagyðjunnar. Vissulega og skiljanlega eru íþróttakappar og konur ekkert voða spennt fyrir þessu sem er alveg skiljanlegt. Ef maður hefur eitthvað þá vill maður halda því og ekkert minna. En það er nú samt ekkert hollt að hafa hlutina alveg eins til eilífðar þekkjum það að ef einhver kemst á spenann þá vilja hlutirnar drabbast niður og verða bara að einhverju apparati þar sem upphaflega hugmyndin og hugsjónin fjarar út með árunum. Einn sport kappinn benti nú á það í Sjónvarpinu í gær að íþróttir væru líka menning og listir, gott og vel, stígum þá skrefið til fulls og hleypum öllum listum inní lottóið. Ef allt spilast einsog ráðamenn Austurvallaleikhússins vinna þessa dagana, að hlusta ekki á fólkið heldur bara gera það sem þeir vilja, þá verður þessi breyting gerð á Lottóinu - þannig að, já, það eru ekki allir hlutir alslæmir þó þeir séu reyndar mjög slæmir núna í Austurvallaeinleikhúsinu.

Bloggfærslur 8. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband