Galdrasögur - Ný Þjóðleg hljóðbók

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók sem heitir Galdrasögur. Að vanda er sótt í hinn magnaða og frábæra þjóðsagnaarf Íslands. Galdrasögur er níunda Þjóðlega hljóðbók Kómedíuleikhússins en þær þjóðlegu hafa notið mikilla vinsælda um land allt enda er hér á ferðinni sérlega vönduð útgáfa á þjóðsögum þjóðarinnar. Alls eru 22 galdrasögur á nýju Þjóðlegu hljóðbókinni hver annarri magnaðri og göldróttari. Meðal sagna á hljóðbókinni Galdrasögur má nefna Galdra-Loftur, Gottskálk biskup grimmi, Allir erum við börn hjá Boga, Viltu skyr skeggi?, Ljósið í hauskúpunni, Sagnarandi kemur upp þjófnaði og Stokkseyrar-Dísa. Lesari er Elfar Logi Hannesson, leikari. Galdrasögur sem og allar Þjóðlegu hljóðbækurnar fást á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is í verslunum um land allt.

Hinar Þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur frá Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur af Stöndum
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum
Bakkabræður og kímnisögur
Draugasögur


Bloggfærslur 20. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband