Afskekt hugsun

Í Mogganum í gær er grein frá konu sem biður rithöfunda vinsamlegast að þeir láti sögur sínar ekki gerast á stöðum sem séu til heldur frekar tilbúnum stöðum eða jafnvel bara á eigin stöðum heimili og láti helst fylgja með heimilsfang höfundar. Beinir þessu einkum til þeirra er rita glæpa- og draugasögur. Gott og vel. Fyrir jólin kom einmitt út mögnuð glæpa- og draugasaga sem gerist á eyðijörðinni Hesteyri, verulega spúkí saga sem maður vill helst ekki lesa þegar maður er einn heima. Fyrir mér finnst mér áhrifaríkt þegar sögurnar gerast á ákveðnum stöðum og hvað þá stöðum sem ég þekki, og ef ég þekki ekki staðinn eða hef ekki komið þangað þá langar mig til að fara þangað eftir að hafa lesið viðkomandi sögu. Auðvitað veit ég að þetta er skáldskapur og þessir hlutir gerðust ekkert þarna en umhverfið er þarna og það er það sem gerir þetta að ævintýri. Restin er bara ýmunduarafl lesandans og höfundarins. Nú veit ég að þegar eru erlendir ferðamenn farnir að fara á tilbúna söguslóðir íslenskra glæpasagna og þá einkum slóðir Arnaldar, ég væri sko alveg til í að fara upp á fjall fyrir austan á heiðina þar sem atburðir bræðranna gerðust sem hafa fylgt sögupersónunni Erlendi í gegnum nánast allar sögurnar. Vá það yrði intresant ferð. Þetta er í raun stórt tækifæri í því sem nefnt er Menningartengd ferðaþjónusta. Undanfarin ár hafa margir gengið á söguslóðir Íslendingasagnanna og því ekki að fara líka á skáldsöguslóðir. Ég er alveg pottþéttur á því að strax í sumar munu fjölmargir leggja leið sína á Hesteyri sem hafa lesið hina mögnuðu drauga og glæpasögu sem kom út fyrir þessi jól, og það verður allt fólk sem hefur ekkert velt fyrir sér að fara á þennan stað fyrr en eftir að viðkomandi las umrædda sögu. Hér er komið mangað tækifæri fyrir Menningartengda ferðaþjónustu sjáum og nýtum tækifærin sem eru í okkar nánasta umhverfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað vakti fyrir konunni, nú hef ég ekki séð þessa grein.  En er á sama máli og þú finnst gaman að lesa sögur sem gerast á ákveðnum stöðum. Sé nákvæmlega ekkert rangt við það.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 16:04

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

var bara ekki að fíla það að rithöfundar semji glæpa- og draugasögur á þeim stöðum sem til eru - ættu frekar að nota tilbúin nöfn á stöðum og eða þá bara nota eigið heimilsfang

Elfar Logi Hannesson, 12.3.2011 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband