Vorið er komið í menn og menningu
3.4.2011 | 18:37
Held bara að vorið sé komið sólin búin að skýna hér allan daginn fuglar syngja og bara næs. Líka farið að birta svo mikið og mikið er það nú gott. Vorið hefur líka áhrif á menninguna sem springur út hér í menningarbænum Ísó nú sem aldrei fyrr. Menningarhelgin var í essinu sínu um helgina tvær sýningar voru á söngskemmtuninni vinsælu Á skíðum skemmti ég mér, klarlakór tónleikar voru í kirkjunni, Vinjettu hátíð var haldin í Arnardal, Börn og menning dagskrá í Edó, sýningin Ein stök hús í Gallerý Fjör 10 þrep var opin og nú er ég örugglega að gleyma einhverju. Allt stefnir í enn meira fjör um næstu menningarhelgi á Ísó því þá verður m.a. haldið Listamannaþing Vestfjarða í þriðja sinn. Þingið verður haldið í Listakaupstað á Ísafirði laugardaginn 9. apríl kl.13 - 16. Þema þingsins í ár er Menningartengd ferðaþjónusta. Tveir sérstakir gestafyrirlesarar halda erindi um þema þingsins, fulltrúar allra listgreina koma með sýna framtíðarlýsingu á sinni listgrein á Vestfjörðum og fulltrúar listahátíðina fjögurra kynna sitt festival. Hátíðirnar eru leiklistarhátíðin Act alone, rokkfestivalið Aldrei fór ég suður, kvikmyndahátíðin Skjaldborg og tónlistarhátíðin Við Djúpið. Síðast en ekki síst verður Félag listamanna á Vestfjörðum stofnað og kosið í stjórn félagsins. Þingið er öllum opið og vonanst til að fá sem allra flesta bæði listamenn sem og njótendur og áhugafólk um listalíf á Vestfjörðum.
Strax farið að hlakka til menningarhelgarinnar á Ísó og óskandi að sem flestir njóti lífsins og menningarinnar fyrir vestan.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað verður margt um að vera. Já ELvar minn vorið er svo sannarlega komið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2011 kl. 20:08
erum heppinn að eiga ávallt von á menningarhelgi í vorum bæ
Elfar Logi Hannesson, 3.4.2011 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.