Félag vestfirskra listamanna

Um helgina var haldið Listamannaþing Vestfjarða í þriðja sinn. Þingið var haldið í Listakaupstað á Ísafirði og var þema þingsins menningartengd ferðaþjónusta. Mæting á þingið var með allra besta móti og voru fjörugar umræður um hina fjölbreyttu menningu á Vestfjörðum, strauma og stefnur og síðast en ekki síst framtíð. Flestir voru sammála um það að framtíðin væri björt. Einnig var sérstaklega fjallað um listahátíðirnar á Vestfjörðum sem eru hvorki fleiri né færri en fjórar og hafa allar náð að festa rætur í hinu íslenska menningarlífi. Síðast en ekki síst var lagt til að stofnað yrði Félag vestfirskra listamanna og var sú tillaga samþykkt. Vestfirski hátturinn var á málum starx var kosið í þriggja manna stjórn sem mun funda í fyrsta sinn eftir akkúrat viku á Þingeyri við Dýrafjörð. Einsog segir í 1. grein Félags vestfirskra listamanna þá eru þetta ,,samtök sem starfa að eflingu menningar og lista á Vestfjörðum. Félagar geta verið einstaklingar, félög, fyrirtæki, stofnanir eða sveitafélög. Fullgildur félagi telst sé er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá." Árgjald í félagið er 1.000.- krónur fyrir einstaklinga en 2.000.- krónur fyrir félög og fyrirtæki. Allir geta skrá sig í félagið hvort heldur menntaðir eða ómenntaðir listmenn sem og allir þeir sem unna vestfirskri list. Þeir sem vilja skrá sig í félagið sendi netpóst á komedia@komedia.is.
En hvert er hlutverk þessa félags í 2. grein félagsins stendur: ,,Hlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum vestfirskra listamanna, efla lista- og menningarstarf á Vestfjörðum, stuðla að kynningu og markaðssetningu á vestfirskri list og listamönnum, stuðla að umræðu og fræðslu og vinna að auknu samstarfi iannan svæðis sem utan."
Það er sannarlega mikill hugur í vestfirsku listafólki og gaman verður að fylgjast með hvernig ævintýrið mun vinda uppá sig og þróast í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband