Þjóðlegar hljóðbækur

Kómedíuleikhúsið hefur jafnt og þétt verið að hasla sér völl á hinum íslenska hljóðbókamarkaði. Þó ekki með einhverjum 2007 látum heldur höfum við unnið markvist að því að gefa út vandað efni sem hefur líka fengið þessar fínu móttökur. Síðan 2007 höfum við gefið út sex hljóðbækur og sú sjöunda er væntanleg á allra næstu dögum. Hljóðbækurnar okkar nefndum við einu nafni Þjóðlegar hljóðbækur því allar eru þær sprottnar uppúr hinum magnaða þjóðsagnaafi okkar. Þjóðlegu hljóðbækurnar fást á heimasíðu okkar www.komedia.is og í verslunum um land allt. Einnig starfrækjum við sérstakan Þjóðlegan hljóðbókaklúbb þar sem félagar fá árlega tvær hljóðbækur á mjög svo kómísku verði. Árgjaldið er 2.999.-krónur fyrir tvær hljóðbækur og er það afslátturinn 25% munar um það. Einnig fá félagar í Þjóðlega hljóðbókaklúbbnum 25% afslátt af öllum hljóðbókum okkar þannig er hægt að eignast allt safnið á kómsísku verði sem og versla vandaðar gjafir sem henta við öll tækifæri. Það er einfalt að skrá sig í Þjóðlega hljóðbókaklúbbinn sendið bara tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is og þú færð hljóðbækurnar sendar heim með það sama. Gaman að segja frá því að það er ekkert sendingargjald í hljóðbókaklúbbnum og því skiptir ekki máli hvar þú býrð á landinu eða útí heimi eitt verð fyrir alla. Einsog áður gat er ný Þjóðleg hljóðbók væntanleg og enn er sótt í hinn þjóðlega sagnaarf nú eru það Bakkabræður og Kímnisögur. Hinar þjóðlegu hljóðbækurnar eru:
Þjóðsögur úr Vesturbyggð
Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ
Þjóðsögur úr Bolungarvík
Þjóðsögur af Ströndum
Þjóðsögur frá Súðavík
Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum.

Hvernig væri nú að vera svolítið þjóðlegur og næla sér í Þjóðlega hljóðbók? Eða enn betra ganga í Þjóðlega hljóðbókaklúbbinn og eignast þær allar á besta fáanlega verðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband