Svo kom ,,Aldrei"

Fyrir tæpum áratug eða árið 2002 var ég í Skíðavikunefnd á Ísafirði. Þessi merka hátíð á sér marga sögu og hefur laðað margan manninn í bæinn. Þeir sem sóttu Skíðaviku á þeim tíma voru í raun fastur kjarni mest brottfluttir Ísfirðingar og einn og einn annar. Hinsvegar kom lítið af fólki er tengdist ekki Ísó eða Vestfjörðum. Við í Skíðavikunefnd veltu mikið fyrir okkur hvað væri hægt að gera til að ná til þessa hóps. Boðið var uppá fjölbreytta menningar og skíðadagskrá alla páskahelgina og lukkaðist allt vel. Árið eftir var ég einnig í Skíðavikunefnd og aftur var þetta rætt hvernig getum við stækkað hátíðina og náð til allra landsmanna. Enn og aftur var boðið uppá fína dagskrá og allt lukkaðist vel en náðum samt ekki útfyrir rammann. Svo kom 2004. Feðgar skelltu á rokkhátíð alþýðunnar er bar heitið Aldrei fór ég suður. Þarna var svarið komið - nú náðum við til allra ekki bara Vestfirðinga og Ísafirðinga heldur allra landsmanna. Framhaldið þekkja allir. Hátíðin er nú haldin áttunda árið í röð og hefst rokkið í kvöld. Samspil Skíðaviku og Aldrei fór ég suður er flottur kokteill og ekkert verri þó hann sé vel hristur. Fullur bær af fólki og dagskráin fjölbreytt ekki bara rokk heldur einnig myndlist útum allan bæ og leiksýningar í Edinborgarhúsinu. Áhrif hátíðar sem þessarar hefur gífurlega mikil áhrif á allt menningar og mannlíf á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki skilar þetta okkur bara góðum minningum heldur og þá ekki síst slatta af monnípeningum í samfélaginu. Öll gistiheimili eru full á svæðinu og mikið líf í öllum þjónustufyrirtækjum. Mikill er máttur listarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta var snjallt hjá þeim feðgum.  Og frábær helgi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2011 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband