Þrítugur táningur

Það er stór dagur í menningarlífinu á Hólmavík í dag því fyrir 30 árum var þar stofnað hið stórskemmtilega Leikfélag Hólmavíkur. Til lukku með daginn Hólmvíkingar sem og Vestfirðingar allir. Félagið hefur verið afskaplega duglegt og heldur betur puntað uppá lista- og menningarlífið á Ströndum síðustu þrjá ártatugina. Krafturinn í Leikfélagi Hólmavíkur er slíkur að þau hafa sett upp fleiri verk en árin segja til um því verkefnaskráin spannar yfir 30 leikverk geri aðrir betur. Fyrir skömmu frumsýndi félagið svo enn einn leikinn Með táning í tölvunni sem hefur verið sýndur við fanta góðar viðtökur eftir því sem mér skilst. En gaman er að segja frá því að félagið ætlar að fara í leikferð um Vestfirðina með leikinn og er óskandi að sem flestir mæti á sýningar þrítuga táningsins á Hólmavík. Enn og aftur til lukku með daginn Leikfélag Hólmavíkur þið eruð rétt að byrja og það verður gaman að fylgjast með ykkur næstu þrjá áratugina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það verður fróðlegt, takk fyrir þetta Elvar Logi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Tími áhugaleikfélagana er að koma aftur nú er verið að endurvekja Leikfélag Bolungarvíkur. Minn draumur er að eftir nokkur ár verði öll gömlu áhugaleikfélögin á Vestfjörðum starfandi á Flateyri, Suðureyri, Bíldudal, Patró, Tálknó og já bara í öllum þorpum.

Elfar Logi Hannesson, 4.5.2011 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband