Myndlistin blómstrar fyrir vestan

Það hefur verið gaman að fylgjast með uppgangi myndlistarinnar fyrir vestan á þessu ári. Fjölmargar sýningar hafa verið í gangi það sem af er árinu og mikið framundan. Mánaðarlega eru opnaðar sýningar í hinni einstöku verslun Hamraborg á Ísafirði, nýtt gallerý var opnað í Listakaupstað fyrir páska og myndlistarverkefnið Menningarhvellur var haldið í fyrsta sinn um páska með sýningum um allan bæ. Fyrir skömmu opnaði Marsibil G. Kristjánsdóttir sýningu í minnsta gallerý þjóðarinnar er nefnist Búrið og er staðsett í miðbæ Ísafjarðar. Sýningin ber nafnið Tröll í búri og hefur vakið mikla athygli. Búrið er opið alla daga ársins allan sólarhringinn. Í sumar verður svo hið flotta myndlistarverkefni Æringi haldið fyrstu vikuna í júlí í Bolungarvík. Fjölmargt annað er framundan í myndlistinni fyrir vestan í júlí verður t.d. opnuð sýningin Einstakir listamenn - Listamaðurinn með barnshjartað á Gíslastöðum í Haukadal. Einsog mörgum er kunnugt er hér um að ræða alþýðulistamanninn Samúel Jónsson í Selárdal. Einnig verða á sýningunni myndir eftir listahjónin á Hofi í Dýrafirði sem einnig skipa flokk vestfirskra einfara í íslenskri myndlist. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Vorið í íslenskri myndlist er sannarlega fyrir vestan árið um kring og ég hvet landsmenn alla að upplifa kraftinn og sköpunarkarft vestfirskra myndlistamanna. Það er alveg þess virði og vel það. Verið velkomin vestur og njótið vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

Gaman að segja frá því að á morgun verður opnuð ný list- og hönnunarverslun á Ísafirði í Rammagerðinni. Nokkrar listakonur hafa tekið sig saman og sameinast um að vera með verslun saman með sinni vöru. Ef þið eruð á Ísó leggið þá leið í Rammagerðina sennipartinn á morgun

Elfar Logi Hannesson, 19.5.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband