137 ára skóli

Á föstudag var Grunnskóla Ísafjarðar slitið í 137 sinn. Þetta var sérstaklega stórdagur hér hjá okkur í Túninu heima því miðburður okkar hjóna var að útskrifast úr grunnskólanum, já hvað tíminn líður. Stoltur er ég af dömunni minni og veit að hún mun plumma sig vel í framtíðinni. Sannarlega spennandi tímar framundan hjá henni. Skólaslitin voru að vanda hátíðleg og fóru fram í kirkjunni. Ræða skólastýru var mjög góð og einlæg en eitt stakk mig mikið og hefur fengið kollinn til að hugsa. Það er hve það hefur fækkað mikið í skólanum á allra síðustu árum og enn mun víst fækka á komandi skólaári en þá verða nemendur væntanlega 400 sem er fækkun um 16 nemendur ef ég man rétt. Þetta er rosalegt. Við sem hér búum verðum að taka höndum saman og gera eitthvað í þessari þróun. Það er nebblega þannig að við erum með úrvals góðan grunnskóla hér með góðum kennurum og flottu félagslífi. Við erum með góðan Menntaskóla, tipptopp Tónlistarskóla og meira að segja Háskóla. Einsog löngu frægt er orðið þá er afþreying hér mjög mikil og fjölbreytt, eitthvað fyrir alla aldurshópa og já alla fjölskylduna. Við erum með atvinnuleikhús, áhugaleikhús, gallerý, kvikmyndahús ofl ofl. Hér eru haldnar hvorki fleiri né færri en þrjár listahátíðir árlega, hver hefur sitt sérsvið. Einleikjahátíðin Act alone er haldin um miðjan ágúst, í júní er klassíska músíkhátíðin Við Djúpið og um páska tekur rokkhátíðin Aldrei fór ég suður öll völd. En afhverju er okkur að fækka? Hvað vantar? Það þurfum við að finna sem hér búum og það mikilvægasta að öllu við verðum að hefjast handa við að bæta úr þessu og fylla í eyðurnar. Því sjálfum finnst mér gott að búa hér og skil ekkert í þessari stöðu sem við stöndum í. Þegar ég er spurður hvar ég eigi heima segi ég stoltur frá því að ég eigi heima á Ísafirði og svo koma jafnan smá upplýsingar um hið öfluga lista- og menningarlíf hér, svona í kaupæti. Nú hefst leitin að bættum stað og vona ég að við öll sem hér eigum heima hjálpumst að við að bæta okkur og kannski það mikilvægasta líka að segja frá okkkur sjálfum og vera soldið stolt að því - enda megum við það alveg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekk undir með þér um allt sem hér kemur fram Elvar Logi. Svo er hér líka gott leikhús sem setur upp leiksýningar minnsta kosti einu sinni á ári ef ekki tvisvar.

Og dagur tónlistarinnar er hér líka orðin árlegur viðburður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 17:56

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

gott að heyra nú brettum við upp ermar og stefnum að því að fjölga fólki hér í okkar góða bæ

Elfar Logi Hannesson, 29.5.2011 kl. 18:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við gerum það Elvar Logi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 18:19

4 identicon

Sæll frændi! Það er sorglegt hvað fækkar á Ísafirði sem og á öðrum stöðum sem eru langt frá R-vík. Ég bý í Reykjahverfi, sem er sveitin fyrir sunnan Húsavík. Í Borgarhólsskóla á Húsavík hefur nemendum fækkað um 100 á tíu árum og í skólanum sem ég vinn í þar hefur nemendum fækkað um 70 á svipuðum tíma. samtals voru nemendur í báðum þessum skólum um 530 fyrir 10 árum en eru í dag um 360. Svona fækkun er allstaðar í kringum mig. Það vantar ekki að það eru framhaldsskólar á Laugum og á Húsavík og ekki langt að sækja skóla á Akureyri. Þá hefur Norðurþing (Húsavík og nágrenni) styrkt nemendur sem vilja eiga heima í sveitarfélaginu og sækja Háskólann á Akureyri niðurgreiðslu á rútunni. Það sem vantar á svæðið er fjölb.reyttari atvinna fyrir fólk. Atvinnuleysið kemur ekki fram í tölum. Fólkið flytur í burt.Það er ekki nóg að hafa fjölbreytta menningu ef engin er atvinnan.

Þorbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 18:25

5 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

frænka já blessuð, þakka pisilinn já þetta er um allt land og sést best á fækkun í skólunum, sem þýðir einnig annað en fækkun heldur líka hærri meðalaldur í bæjum og þorpum. Staða míns gamla heimaþorps Bíldudals er bara sorgleg í hvert sinn sem maður kemur hefur fækkað og um leið hefur þjónusta minnkað þar jafnt og þétt. En þetta er alveg rétt hjá þér það er ekki nóg að hafa menningu það þarf líka að geta boðið uppá fjölbreyttari atvinnu á stöðum á landsbyggðinni. Og líka alveg hárrétt að fólk fer ekki á bætur heldur flytur það í burtu. Víst þurfa yfirvöld að gera eitthvað í málunum síðustu tvær stjórnir hafa lítið vilja með landsbyggðina hafa því miður bara staðreynd. Hinsvegar finnst mér meiri skilningur til athafna hjá sveitarfélögunum sjálfum en sorglegt hve ríkisstjórninn vill lítið sem ekkert taka þátt í því. Líka spurning um að móta stefnu sem hefur verið mesta vandamál allrar stjórnsýslu meira að segja Menntamálaráðuneytið hefur ekki stefnu í menningarmálum sem er bara fáranlegt. Væri miklu betra að móta stefnu og svo fylgja henni. Það hefði t.d. verið miklu vitulegra að sleppa að gera fokdýra skýrslu um olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði á sínum tíma. Í staðinn hefði mátt nota þessa peninga til að styrkja lítil sprotafyrirtæki hér á svæðinu til ákveðina verka t.d. til markaðssetningar.

Elfar Logi Hannesson, 29.5.2011 kl. 18:42

6 identicon

Sæll aftur,

ég er sammála þér um að yfirvöld mættu gera eitthvað í málunum annað en að semja skýrslur og slá á puttana á þeim sem vilja skapa vinnu úti á landi. Það er nú alveg sorglegt hvernig er búið að fara með Vestfirðina. Ég er nú alin upp á Patreksfirði og þegar ég var að alast upp þá bjuggu um 1000 manns í þorpinu en síðast þegar ég spurði þá áttu heima þar um 600. Móta þarf stefnu um menningarmálin og atvinnustefnu líka. Þá er að koma að því að yfirvöld fari að gera upp við sig hvort landið eigi allt að vera í byggð eða bara hornið. Við verðum að fá skattpeningana okkar til að við getum nýtt þá í heimabyggð.

Þorbjörg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 21:21

7 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já því miður þá held ég að stjórnvöld hafi fyrir löngu útilokað ákveðna staði á landinu sem eiga bara smátt og smátt að grotna niður þar til engin verður eftir - Hornstrandasyndrome- þora bara ekki að viðurkenna það að þeir hafi gefist upp á þessum pleisum. Sem er bara rugl - en í pólitík eru menn víst sjaldnast sannir. Í kvöldfréttum var einnig svona dæmi varðandi Seyðisfjörð. Ef menn hafa ekki stefnu þá geta þeir náttúrulega ekki stefnt rétt áfram.

Elfar Logi Hannesson, 29.5.2011 kl. 21:37

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta á við um flestalla minni staðina á Íslandi sýnist mér, þó sérstaklega Vestfirðina.

Nýsköpun í atvinnulífi, án stóriðju eða olíuhreinsunarstöðva verður að eiga sér stað.

Hvernig ætli það yrði að stofna til hugmyndasamkeppni um nýsköpun í atvinnuvegum á hreinasta og líklega jafnfallegasta svæði Íslands, og láta ekki þar við sitja heldur láta reyna á hugmyndirnar, sem gætu jafnvel gert sig með samvinnu einhverra staða á kljálkanum ef það hentaði? Hinir gætu svo tekið önnur verkefni.

Þetta virkar rosalega einfalt og grunnhyggið, en ég er ekki svo viss um að svo sé, sé rétt á málum haldið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:19

9 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

snildar hugmynd Beggó. Vestfirðir eiga að gera út á hreina og óspillta náttúru þar liggja tækifærin okkar og fyrir það erum við einmitt þekkt í dag.

Elfar Logi Hannesson, 2.6.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband