Ertu að leita að sýningarstað á Vestfjörðum?

Í gegnum tíðina hafa margir haft samband við mann til að fá ábendingar um hvar sé hægt að vera með listviðburði á Vestfjörðum. Skiptir engu hvort verið er að tala um leik- mynd- eða kvikmyndasýningu og allt þar á milli. Það ánægjulega er að maður getur nefnt fjölmarga staði og það um alla Vestfirði, allsstaðar eru hús bara spurning um hvað hentar þínum viðburði best. Hinsvegar væri nú mjög sneddý ef upplýsingar um öll þessi hús væri einhversstaðar aðgengilegur væri t.d. mjög sniðugt að hafa upplýsingar um þetta í væntanlegu tímariti Félags Vestfirskra listamanan sem kemur út í haust. Því er hér með komið á framfæri. Einnig væri sniðugt ef sveitarfélögin sjálf mundu hafa upplýsingar um sín hús á heimasíðum sínum. Treysti mér nú ekki til að pára svona upphátt og nefna alla þá sýningarstaði sem eru í boði hér á Vestfjörðum. En það mikilvægasta er að hefjast handa og hér koma fyrstu drög af sýningarstaðakorti Vestfjarða:

Bíldudalur:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Veitingastofan Vegamót - tónleikar, litlar leiksýningar
Skrímslasetrið, salur - tónleikar, leiksýningar

Tálknafjörður:
Dunhagi, félagsheimili - tónleikar, litlar leiksýningar

Patreksfjörður:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Skjalborg - kvikmyndasýningar, tónleikar, leiksýningar
Sjóræningjasetrið - tónleikar, leiksýningar

Barðaströnd:
Félagsheimilið Birkimel - tónleikar, leiksýningar

Reykhólar:
Samkomuhúsið - tónleikar, leiksýningar

Hólmavík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Café Riis - tónleikar, litlar leiksýningar
Bragginn - tónleikar, leiksýningar
Galdrasafnið - tónleikar, litlar leiksýningar

Súðavík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Melrakkasetrið - tónleikar, litlar leiksýningar

Ísafjörður:
Edinborgarhúsið - tónleikar, leiksýningar, myndlistarsýningar
Alþýðuhúsið, Ísafjarðarbíó - kvikmyndasýningar
Hamrar, Tónlistarskóla Ísafjarðar - tónleikar, leiksýningar
Gallerý Fjör Tíu Þrep, Listakaupstað - myndlistarsýningar
Langi Mangi - tónleikar, myndlistarsýningar
Hamraborg, verslun - Myndlistarsýningar

Hnífsdalur:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar

Bolungarvík:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Einarshúsið - tónleikar, myndlistarsýningar, litlar leiksýningar

Suðureyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Talisman - tónleikar, litlar leiksýningar

Flateyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Vagninn - tónleikar, litlar leiksýningar

Þingeyri:
Félagsheimilið - tónleikar, leiksýningar
Simahöllin, kaffihús - tónleikar

Haukadalur Dýrafirði:
Gíslastaðir, félagsheimili - tónleikar, litlar leiksýningar

Auðvitað vantar helling inná þennan lista, megið gjarnan hjálpa mér við að bæta úr því. Einnig vantar þarna inn símanúmer á viðkomandi stöðum og nöfn á húsvörðum og svona, en bætum úr því síðar.
Einnig væri gaman að gera annan svona lista um vinnuaðstöðu fyrir listamenn og hópa sem er hægt að fá lánað hér fyrir vestan. Set það á verkefnalistann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Dunhagi á Tálknafirði er reyndar ekki lengur félagsheimili heldur einungis samkomuhús.
Nýja félagseheimilið er svo í Íþróttahúsinu en þar er einnig prýðis aðstaða fyrir leiksýningar og tónleika.

Ársæll Níelsson, 10.6.2011 kl. 12:06

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já félagsheimilið alveg rétt en mér finnst nú persónulega meiri sjarmi í Dunhaga en hann hentar reyndar bara fyrir litlar sýningar

Elfar Logi Hannesson, 11.6.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband