Af hverju er Trostan ávallt útundan?
18.6.2011 | 21:44
Trostansfjörður í Arnarfirði er fallegur en hefur samt ávallt verið útundan í heimi Vegagerðar ríkissins. Sérstaklega Trostansfjarðarheðin hún er skelfilega slöpp enda má ábyggilega telja á fingrum annarar handar hve oft hefill eða annað vegavinnutæki hefur verið þar að ströfum. Þetta er svosem ekkert nýtt að Vestfirðir hafa ávallt verið útundan í allri vegagerð og maður veltir fyrir sér nei hver helv...er pólitík líka í vegagerðinni? Samt eru nokkrir þingmenn farnir að viðurkenna að ástand vega á Vestfjörðum sé slappt og að nú sé sko röðin komin að Vestfjörðum. En samt gerist ekkert. Reyndar hafa smá vegaumbætur verið á Hrafnseyrar og Dynjandaheiði? En afhverju var það? Jú, pólitík. 17. júní á Hrafnseyri og fyrirmenn mættu á pleisið. Sem var bara gaman en samt ég meina er ekki tímasetningin skrítin. Og nokk efast ég um að áframhald verði á vegaframkvæmdum á þessum ágætu heiðum enda hátíðarhöldum lokið á Hrafnseyri og allir farnir suður sem taka ákvarðanir. Og hvað þá að eitthvað verði gert á Trostansfjarðarheiði allavega voru engin vegavinnutæki sjáanleg þegar ég ók þarna um fyrr í dag. Hvað veldur - hef ekki hugmynd?
Til að ljúka þessu Trostansmáli þá er ég ekki alveg sammála hinni ágætu Vikipediu sem er þó oft góð. En hún segir að fjörðurinn sé nefndur af seinni tíma Arnfirðingum: Trosnasfjörður.
Ég sem hef talið mig með seinni tíma Arnfirðingum. En hér er annars vikipediupistill um Trostansfjörð:
Trostansfjörður er fremur stuttur fjörður, sem gengur til suðausturs inn úr Arnarfirði og er einn af Suðurfjörðum. Fjörðurin er sunnan við Geirþjófsfjörð og austan við Reykjafjörð. Samnefndur bóndabær í firðinum er nú í eyði. Það eru um fjórir kílómetrar frá Ófærunesi þar sem Trostansfjörður mætir Geirþjófsfirði inn í fjarðarbotn, og er fjörðurinn tveir og hálfur kílómeter á breidd. Austanmegin í firðinum er Norðdalur birki vaxinn en þar er einnig áberandi mikið af reyni. Trostansfjörður hefur ævinlega var nefndur Trosnasfjörður af seinni tíma Arnfirðingum og er nafnið sennilega af keltneskum uppruna.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæll Elvar Logi.
Ég legg til að vegurinn úr Trostansfirði og upp á Dynjandisheiði verði friðaður með öllu.
Slík ráðstöfun mun hafa í för með sér mikil tækifæri í ferðaþjónustu framtíðarinnar.
Níels A. Ársælsson., 19.6.2011 kl. 11:58
Fyrirgefu stafsetninguna "Elfar"...
Níels A. Ársælsson., 19.6.2011 kl. 12:00
segir nokkuð já - vissulega tækifæri í öllum stöðum líst vel á þetta þegar við fáum göngin
Elfar Logi Hannesson, 19.6.2011 kl. 13:44
Já svo sannarlega er komið að okkur, en ónei það verður ekkert gert núna eftir 17 júní, því eins og þú segir allir farnir heim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2011 kl. 23:48
okkur vantar einhvern sem talar fyrir málum Vestfjarða - afhverju er engin í því?
Elfar Logi Hannesson, 20.6.2011 kl. 11:30
Yfir helmingur af þjóðinni eru ættaðir af Vestfjörðum og líka margir þingmenn fyrr og nú .það virðist vera svo að ættarböndin virki ekki líklega vegna þess að það eru fleiri atkvæði fyrir sunnan og betra að fiska þar ,varla skánar ástandið þegar alt landið verður eitt kjördæmi ,eigum við ekki bara að lísa yfir sjálfstæði Vestfjarða og innkalla allan kvóta sem veiddur er fyrir vestan og hafa hann bara fyrir vestfyrðinga !
Ingi B Jónasson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.