Act alone 2011
16.7.2011 | 18:57
Žaš styttist ķ hįtķšina einleiknu ķ einleikjabęnum Ķsafirši. Act alone veršur haldin dagana 12. - 14. įgśst og veršur bošiš uppį śrval innlendra leikja og erlendan gestaleik. Žetta er įttunda įriš ķ röš sem Act alone er haldin en hįtķšin er įn efa ein flottasta listahįtķš landsbyggšarinnar auk žess aš vera eina einleikjahįtķš landsins. Lengi vel var Act alone eina įrlega leiklistarhįtķšin į Ķslandi en fyrir skömmu varš til önnur hįtķš sem haldin er ķ borginni og nefnist Lókal. Aš vanda veršur ašgangur aš öllum sżningum į Act alone ókeypis enda er žetta hįtķš og mikilvęgt aš sem flestir geti tekiš žįtt ķ ęvintżrinu. Fjölmörg fyrirtęki haft styrkt hįtķšina nś sem endranęr auk žess sem Menningarrįš Vestfjarša setur slatta af monnķpeningum til handa hįtķšinni og viš eigum einnig von į aurum frį Ķsafjaršarbę. Dagskrį Act alone 2011 veršur birt allra nęstu daga į heimasķšunni www.actalone.net En til aš kitla smį mį nefna aš mešal sżninga į Act alone ķ įr er Mamma ég!, Jón Siguršsson strįkur aš vestan, Bjarni į Fönix, Skjalbakan og sķšast en ekki sķst mun Prinsessan į Bessastöšum koma ķ opinbera heimsókn į Ķsafjörš sem veršur į sjįlfu Silfurtorginu. Sżningar verša annars ķ Edinborgarhśsinu en į lokadegi hįtķšarinnar verša sżningar į höfušbóli Vestfjarša į Hrafnseyri viš Arnarfjörš. Eitt er vķst Act alone veršur alveg einleikin og nś er bara aš taka dagana frį (12. - 14. įgśst) og taka žįtt ķ ęvintżrinu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Og ég sem verš ķ Fljótavķk žessa daga og missi af öllu saman. En gangi ykkur vel og žś įtt heišur skilinn Elfar Logi fyrir aš koma žessu į koppinn, įsamt svo mörgu öšru.
Įsthildur Cesil Žóršardóttir, 16.7.2011 kl. 20:56
Žaš er nś ekki amalegt aš vera ķ Fljótavķkinni viš familķan vorum svo heppin aš vera žar fyrir nokkrum įrum meš Hjalta og familķ žaš voru dżršardagar - geggjaš pleis. Góša ferš og hafiš žaš sem allra best ķ paradķsinni
Elfar Logi Hannesson, 17.7.2011 kl. 14:22
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.