Bjarni á Fönix í Faktorshúsinu
21.7.2011 | 00:54
Sögulegi einleikurinn Bjarni á Fönix verður sýndur í Faktorshúsinu á Ísafirði. Leikurinn var frumsýndur í upphafi síðasta leikárs við úrvals viðtökur. Eftir það var leikurinn sýndur víða en sökum anna hinna kómísku hafa sýningar leigið niðri um nokkurn tíma. Loksins er ævintýrið hafið að nýju og hafa verið ákveðnar tvær sýningar sem verða á hinum sögulega veitingastað Faktorshúsið á Ísafirði. Sýnt verður tvo fimmtudaga í röð og boðið uppá sérstakan leikhúsmatseðil í tengslum við sýninguna en einnig er hægt að kaupa miða bara á sýninguna. Sýningarnar verða fimmtudaginn 21. júlí og svo viku síðar 28. júlí. Miðasala er þegar hafin og fer fram í Faktorshúsinu.
Söguhetjuna Bjarna leikur Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson leikstýrir og saman eru þeir höfundar leiksins. Verkið fjallar um skipherrann Bjarna Þorlaugarson á skútunni Fönix er háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?
Sagan af Bjarna skipherra á Fönix er sönn vestfirsk hetju- og þroskasaga. Í þessu leikverki skipstast á ástir og átök úr íslenskum raunveruleika. Bjarni á Fönix er kraftmikil sýning sem lætur engan ósnortinn.
Söguhetjuna Bjarna leikur Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson leikstýrir og saman eru þeir höfundar leiksins. Verkið fjallar um skipherrann Bjarna Þorlaugarson á skútunni Fönix er háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma, að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum, og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?
Sagan af Bjarna skipherra á Fönix er sönn vestfirsk hetju- og þroskasaga. Í þessu leikverki skipstast á ástir og átök úr íslenskum raunveruleika. Bjarni á Fönix er kraftmikil sýning sem lætur engan ósnortinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
ForvitnilegtElfar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2011 kl. 17:50
já þessi saga er mjög intresant og margir fletir á henni þegar við fórum að kafa - en þetta er bara ein sagan af mörgum sem Vestfirskur saganarfur geymir efast um að ég nái að vinna úr öllum þeim brunni eftir því sem mig langar
Elfar Logi Hannesson, 24.7.2011 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.