Sögulegar leiksýningar í Dunhaga Tálknafirði

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hefur gengið dúndur vel. Þegar er búið að sýna á átta stöðum á Vesturlandi og Vestfjörðum en alls verða 16 staðir heimsóttir í Haustleikferð Kómedíu. Í kvöld verður sýnt í Dunhaga á Tálknafirði og hefst stuðið kl.20. Boðið verður uppá kaffi og konfekt meðan á sýningum stendur. Miðaverðið er bara djók aðeins 1.900.- kr inná báðar sýningarnar. Einsog áður hefur komið fram eru tvær leiksýningar sýndar á Haustleikferðinni Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Næstu sýningar verða einsog hér segir:

Sunnudagur kl.20 Bíldudalur - Vegamót
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið

Að Haustleikferð lokinni verður stutt stopp í Kómedíunni því leikhúsið hefur verið boðið að sýna Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix í Kaupmannahöfn í Danmörku. Sýnt verður í Jónshúsi í Köben í byrjun október.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband