Leiksýningar í Hömrum Ísafirði í kvöld
19.9.2011 | 14:37
Haustleikferð Kómedíuleikhússins brunar áfram og nú er röðin komin að norðurhluta Vestfjarða. Leikurinn hefst í höfustaðnum Ísafirði og verður sýnt í hinum fína sal Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, og hefst sýningin kl.20. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr og það er posi á staðnum. Sýndir verða sögulegu vestfirsku leikirnir Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Haustleikferð Kómedíuleikhússins hófst 9. september í Búðardal og síðan þá hefur verið sýnd ein sýning á dag á jafnmörgum stöðum. Leikferðin er því rúmlega hálfnuuð búið er að sýna og heimsækja 10 staði á Vestfjörðum og Vesturlandi. Alls verða sýningarstaðirnir 16 að viðbættri óvæntri leikferð til Kaupmannahafnar í byrjun október. Næstu sýningar í Haustleikferð Kómedíu eru:
Mánudagur kl.20 Ísafjörður - Hamrar
Þriðjudagur kl.20 Flateyri - Vagninn
Miðvikudagur kl.20 Suðureyri - Talisman
Fimmtudagur kl.20 Þingeyri - Veitingahornið
Föstudagur kl.20 Bolungarvík - Félagsheimilið
Laugardagur kl.20 Súðavík - Melrakkasetrið
Góða skemmtun.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.