Höfrungur á leiksviði

Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri er með elstu starfandi íþróttafélaga á landinu stofnað árið 1904. Hafði þó tekið til starfa ári áður en menn voru svo upptekknir í spportinu að það gleymdist að rita fundargerðina og því tók Höfrungur formlega til starfa ári síðar. Skipulagðar íþróttaæfingar á Þingeyri hófust þó miklu fyrr eða árið 1885 þegar danski beykirinn Andrés Böken stóð fyrir sportæfingum. Nú hefur verið ritað leikrit um sögu íþrótta á Þingeyri og nefnist króinn einfaldlega Höfrungur á leiksviði. Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur og nú líður að frumsýningu sem verður föstudaginn 4. nóvember. Sýnt verður í Félagsheimilinu á Þingeyri en þar er eitt flottasta leiksvið Vestfjarða. Á sýningunni verður einnig vígt nýtt ljósaborð sem Höfrungur hefur keypt og er það mikill fengur fyrir leikhúslífið á Þingeyri. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson en hann hefur áður sett upp tvö leikrit með Höfrungi sem slógu báðar í gegn og voru sýndar við miklar vinsældir. Fjölmennur hópur kemur að sýningunni Höfrungur á leiksviði. Leikarar eru 14 talsins og gaman að segja frá því að þar á meðal eru þrír ættliðir innanborðs, já listin gengur sannarlega í ættir. Stór hópur starfar á bakvið tjöldin við búninga-leikmuna- og leikmyndagerð auk annarra starfa sem fylgja uppfærslu á leikriti. Rétt er að taka fram að aðeins verður um fjórar sýningar á leikritinu Höfrungur á leiksviði að ræða. Einsog áður var getið verður frumsýnt föstudaginn 4. nóvember, önnur sýning verður sunnudaginn 6. nóvember, þriðja sýning fimmtudaginn 10. nóvember og lokasýning verður á Degi íslenskrar tungu miðvikudaginn 16. nóvember. Allar sýningar hefjast klukkan 20. Miðasala á Höfrung á leiksviði hefst í næstu viku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært, vona að borðið verði vígt en ekki vítt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

takk fyrir - búinn að laga -

Elfar Logi Hannesson, 27.10.2011 kl. 14:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband