Rafmagnsmorðið kl.14 laugardag á Ísó
11.11.2011 | 10:43
Vestfirskur húslestur verður í Bókasafninu á Ísafirði núna á laugardag kl.14. Að þessu sinni verður fjallað um skáldið Val Vestan eða Steingrím M Sigfússon einsog hann hét réttu nafni. Hann ritaði vinsælar spennu og skemmtisögur m.a. Rafmagnsmorðið, Týndi hellirinn auk barnsögunnar Blíð varstu bernskutíð. Sönglög samdi hann líka fjölmörg og þar þekktast meðal jafningja Síldarvalsinn. Jóna Símonía Bjarnadóttir segir frá skáldinu og listamanninnum og Elfar Logi Hannesson les úr verkum hans. Aðgangur er ókeypis og boðið verður uppá kaffi. Vestfirskur húslestur er samstarfsverkefni Kómedíuleikhússins og Bókasafnsins á Ísafirði sem hefur staðið í nokkur ár. Fjölmörg skáld hafa verið til umfjöllunar má þar nefna Matthías Jochumsson, Stein Steinarr, Stefán frá Hvítadal, Ólöf Jónsdóttir, Gísli á Uppsölum, Dagur Sigurðarsson, Hannes Hafstein ofl.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.