List á Vestfjörðum - nýtt tímarit

Félag vestfirskra listamanna, FVL, hefur gefið út glæsilegt og veglegt tímarit. Hér er á ferðinni sérstakt kynningarrit félagsins sem var stofnað síðasta vor í Listakaupstað á Ísafirði. Tímaritið er fjölbreytt og fróðlegt og sýnir um leið hve mikil gróska er í listinni á Vestfjörðum. Kastljósinu er sérstaklega beint að vestfirsku listahátíðunum fjórum sem allar hafa notið fádæma vinsælda og eru með flottustu listahátíðum landsins í dag. Hver hátíð hefur sitt sérsvið Act alone er einleikjahátíð, Aldrei fór ég suður er rokkhátíð, Skjaldborg er heimildarmyndahátíð og loks elsta hátíðin Við Djúpið er helguð klassísk tónlistarhátíð. Í tímaritinu eru fjölmargar greinar um félagsmenn Félags vestfirskra listamanna má þar nefna leikarann Smára Gunnarsson frá Hólmavík, Eyþór Jóvinsson ljósmyndara, arkitekt og ég veit ekki hvað ekki, fjallað er um vestfirska kvikmyndafélagið Í einni sæng, ljósmyndarann Baldur Pan, myndlistarmanninn Reyni Torfa, tónskáldið Jónas Tómasson ofl ofl. Það er gífurleg gróska í vestfirsku listinni og þar er framtíðin björt. List á Vestfjörðum hefur verið dreift inná hvert heimili og víðar um landsbyggðina. Ef þú lesandi góður langar í eintak sendu þá línu og við kippum því í liðinn. Stefnt er að því að gefa út tímaritið List á Vestfjörðum árlega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta rit er frábært, fékk fyrsta eintakið inn um dyrnar áður en ég fór út, virkilega flott og skemmtilegt með góðum myndum og gefur innsýn í þvílíkt líf og starfssemi er í hinum ýmsu listum hér vestra.  Hafið þið þökk fyrir framtakið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 10:20

2 Smámynd: Elfar Logi Hannesson

já vestfirska listin er sannkölluð stóriðja

Elfar Logi Hannesson, 24.11.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Elfar og þú átt svo sannarlega þinn þátt í því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband