Menningarráð Vestfjarða

Það eru engar ýkjur að menningarlíf á Vestfjörðum er mjög blómlegt og hefur verið í áraraðir.En það er alltaf hægt að gera meira og síðustu ár eða frá árinu 2007 hefur vestfirska menningin sett í fluggírinn á öllum sviðum listarinnar. Ástæðan er sú að þann 10. júní árið 2007 var Menningarráð Vestfjarða stofnað sem hefur sannarlega verið þvílíkt vítamínsprauta inní listina vestfirsku. Menningarráðið hefur úthlutað tvisvar á ári allar götur síðan til fjölbreyttra verkefna á öllum Vestfjörðum og var síðari úthlutun þessa árs núna í nóvemberlok. Svona ráð eru víða um landið og eru samstarf sveitarfélaga og ríkisins. Er án efa með betri verkefnum sem áðurnefndir hafa komið á fót síðasta áratug eða svo. Það skal alveg segjast einsog er að hér Vestra var verulega erfitt að fá opinbert fjármagn til góðra listaverka fyrir tilkomu Menningarráðs Vestfjarða. Menningarmálaráðuneytið hefur haft lítinn áhuga á listum á landsbyggð alveg frá örófi alda. Í því samhengi nægir að nefna skilningsleysi ráðuneytisins á því að koma upp atvinnuleikhúsi á Vestfjörðum. Enn í dag er engin stemmari fyrir slíku á Sölvhólsgötunni. Þegar bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ hófu viðræður við ráðuneytið þess efnis að gera þríhliða samning við vestfirska atvinnuleihúsið þá var svar Menningarráðuneytisins strax einfalt og skorinort, nei. Þannig að úr varð aðeins tvíhliðasamningur milli Ísafjarðarbæjar og leikhússins og þannig er það enn. Það er stórundarlegt að Menningarmálaráðuneytið sjá ekki hvílíkir möguleikar felast í listum á landsbyggð. Hvað veldur veit ég ekki - kannski það að engin stefna er til um menningarmál á Íslandi. Og meðan svo er verða náttúrulega engar breytingar.
Nú er að vona að Menningarráð Vestfjarða muni áfram starfa af krafti og helst fá tækifæri til að stækka og dafna enn frekar. Því það eru veruleg tækifæri í vesfirskri menningu.
Heimasíða Menningarráðs Vestfjarða
www.vestfirskmenning.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband