Sýningum hætt fyrir fullu húsi á Náströnd
13.4.2012 | 08:53
Nýjasta leikverk Kómedíu Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur 23. mars fyrir stútfullu Félagsheimli Súgfirðinga. Skemmst er að geta þess að fullt hús var á öllum sex sýningum verksins en aukasýningu var bætt við á Pásakadag og var sú sýning einnig uppseld. Það er því nokkuð kómískt að sýningum á leikverkinu Náströnd - Skáldið á Þröm sé lokið. En örvæntið ekki leikurinn verður settur upp að nýju á árinu. Næstu sýningar verða á hinni frábæru Sæluhelgi á Suðureyri í júlí og einnig hefur Kómedíunni verið boðið að sýna leikinn á hinni einstöku leiklistarhátíð Act alone. En gaman er að geta þess að Act alone verður einmitt haldin á Suðureyri nú í ár en þetta er níunda árið í röð sem hátíðin er haldin. Loks má geta þess að stefnt er að því að sýna Náströnd - Skáldið á Þröm á næsta Kómíska leikári. Kómedíuleikhúsið þakkar gestum kærlega fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til að sjá ykkur aftur í leikhúsinu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2012 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.