KÓMEDÍA UNDIRBÝR 200 ÁRA AFMÆLI Á ÍSÓ

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við Þröst Jóhannesson tónlistarmann vinnur nú að sérstakri afmælisdagskrá á Ísafirði. Tilefnið er 200 ára fæðingarafmæli listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar en einsog alþjóð veit þá er afmælisdagur skáldsins 16. nóvember. Um er að ræða veglega dagskrá þar sem ljóðum úr smiðju skáldsins verður gert skil í tali og tónum en yfir 20 ljóð verða flutt. Dagskráin ber nafn eitt af ástsælustu ljóða Jónasar, Ég bið að heilsa, en meðal annarra ljóða í dagskránni má nefna Vísur Íslendinga, Móðurást, Ferðalok og Gunnarshólmi. Afmælisdagskráin Ég bið að heilsa verður frumsýnd miðvikudaginn 7. nóvember kl.20 á veitingastaðnum Við Pollinn á Ísafirði sem er staðsettur á Hótel Ísafirði. Önnur sýning verður svo viku síðar eða miðvikudaginn 14. nóvember kl.20. Miðasala er þegar hafinn. Miðapantanir eru í síma 456 3360 einnig er hægt að senda tölvupóst á Kómedíuleikhúsið á netfangið komedia@komedia.is

Jonas Hallgrimsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband