EKKI BARA ATVINNULEIKHÚS Á AKUREYRI

Af gefnu tilefni og til áréttingar skal geta þess að það eru þrjú atvinnuleikhús utan höfuðborgarsvæðisins. En í leikskrá Leikélags Akureyrar, sem er eitt af þessum þremur leikhúsum, fyrir leikritið Óvitar bls. 41 stendur m.a.: ,,Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins." Vissulega er Leikfélag Akureyrar elsta og stærsta atvinnuleikhúsið á landsbyggðinni en það eru tvö önnur atvinnuleikhús starfandi þó þau séu lítil. Þau eru Kómedíuleikhúsið á Ísafirði og Frú Norma á Egilsstöðum. Í þessum þremur leikhúsum starfar atvinnufólk bæði leikarar og listrænir stjórnendur og þess vegna eru þau skilgreind sem atvinnuleikhús. Hafa skal það sem rétt reynist. Nú fer Kómedíuleikhúsið ekkert í rosa fílu út af þessu enda er þetta sjálfsagt bara eitthvað sem hefur skolast til við gerð leikskrárinnar á Óvitum það hafi einfaldlega verið óvitaskapur. Rétt er að taka það fram að leikskráin sjálf er annars sérlega vönduð og vel gerð í alla staði. En einsog leikhúsfólk hefur tekið eftir þá hafa nú leikskránar verið að þynnast mikið með árunum. Að lokum sendir Kómedíuleikhúsið kærar kveðjur til hinna tveggja atvinnuleikhúsanna á landsbyggðinni, Leikfélags Akureyrar og Frú Normu á Egilsstöðum. Eflum atvinnuleiklist á landsbyggðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband