GÍSLI HERJAR Á HÖFUÐBORGINA OG GERIR ALLT VITLAUST
3.10.2007 | 14:59
Einleikurinn Gísli Súrsson er kominn til höfuðborgarinnar og verður þar í útlegð næstu tvær vikurnar. Fyrsta sýning verður í fyrramálið í Árbæjarskóla kl. 945 já já Gísli er árrisull að vanda enda vestfirskur víkingur. Næstu daga verða svo fleiri skólasýningar á Gísla en leikurinn hefur verið sýndur í skólum vítt og breytt um landið síðan í febrúar 2006 og eru nú sýningar alveg að nálgast 160 en sýningin á morgun er no. 158. Hlýtur það að teljast nokkuð gott í nútíma leikhússýningarbókhaldi þar sem samkeppnin við blessað sjónvarpið er alltaf jafnfjörugt. En einsog einhver góður maður eða var það kannski kona sem sagði Leikúsið er list augnabliksins. Eimitt það greinir það frá sjónvarpinu og kvikmyndunum. Aðeins verður ein almenn sýning á Gísla Súrssyni í þessari borgarferð. Hún verður föstudaginn 12. október kl.20 í Möguleikhúsinu við Hlemm. Gísli Súrsson verður ekki aftur í borginni fyrr en í lok febrúar á næsta ári það væri því ekki vitlaust fyrir skólana að panta eina sýningu snöggvast því Gísli hefur alltaf tíma. Um að gera að senda emeil snöggvast á Kómedíu og panta eitt stykki Gísla.
Mynd dagsins er af hinum stórglæsilega Haukadal í Dýrafirði þar sem Gísli súri og familý tóku land og stór hluti sögunnar gerist.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.