39 BÆIR OG 3 LÖND

Kómedíuleikhúsið hefur verið á heilmiklu ferðalagi um landið í haust með Gísla Súra og Dimmalimm í farteskinu. Kómedíuleikarinn sem er mikið fyrir allrahanda óþarfa og öðruvísi bókhald einsog að rita hjá sér allar bækur sem hann hefur lesið og líka kvikmyndir og gefa þeim stjörnur. Einnig hefur hann skráð samviskulega niður allar sýningar Kómedíuleikhússins þar sem fram kemur hvar og hvenær og hve margir gónendur hverju sinni. Í þessu sýningarbókhaldi kemur fram að Kómedíuleikhúsið hefur verið nokkuð víðförult á þeim tíu árum sem leikhúsið hefur starfað. Kómedía hefur sýnt á hvorki fleiri né færri en 39 bæjum á Íslandi allt frá Borðeyri til Reykjavíkur. Þá hefur Kómedíuleihúsið þrívegis farið útfyrir landsteinana með sýningar sínar til Albaníu, Lúxembúrgar og Þýskalands. Leikhúsið stefnir að því að fjölga bæjum og löndum ennfrekar á komandi tímum.

Kómedía hefur nokkrum sinnum sýnt í þessum bæ.

bolungarvík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband