FLOTT Á FLÚÐUM

Í morgun sýndi Kómedíuleihúsið Gísla Súrsson í Félagsheimilinu á Flúðum og var þetta sýning no. 160 á útlaganum Gísla. Þetta var í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið sýndi á þessum fallega stað og vert er að geta þess sem flott er. Í raun finnst skrásetjara alltof lítið gert að því að geta þess sem er flott og sem er gott það negatíva virðist alltaf hafa vinningin. Einhver spekingur sagði eitt sinn að ástæðan sé sú að neikvæðar fréttir selja miklu betra en þær jákvæðu og hefur hann án efa rétt fyrir sér. Kómedíu finnst hins vegar miklu skemmtilegra að segja frá jákvæðum hlutum og hér kemur ein slík tilkynning. Um er að ræða Félagsheimilið á Flúðum mikið er þetta nú flottur samkomustaður og nánanst allt til fyrirmyndar. Á ferðalagi sínu um landið síðustu ár hefur Kómedía sýnt hér og þar og allsstaðar og þar með oft í félagsheimilum. Það verður að viðurkennast að mörg félagsheimilin eru ekki uppá marga fiska og ástæðan er sú að þessi heimili hafa bara verið vanrækt. Það virðist einfaldalega vanta fjármagn til að halda þessum flottu húsum í standi. Samt eru menn uppteknir við að smíða menningarhús útum allt sem er reyndar mjög gott mál en hvað á þá að gera við félagsheimilin. Þau virðast bara hafa gleymst. Á vestfjörðum er t.d. fullt af félagsheimilum og mörg þeirra eru í frekar slöppu ásigkomulagi og er líka notkunin eftir því. Nefnum sem dæmi Félagsheimilið í Hnífsdal stórt og mikið hús með stóru leiksviði, svipað stórt og Iðnó sviðið, og alles. Þetta hús er aðallega notað undir fatamarkaði og flugeldasölu og svo nokkur þorrablót. Þetta er alveg synd en tíminn er bara þannig núna að félagsheimilin eru úti og virðast vera húsbóndalaus. Mikið væri nú gaman ef eitthvað yrði gert við þessi hús annað en að halda þar markaði sem eru reyndar fínir en það þarf nú kannski ekki heilt félagsheimili undir geisladiskasölu. En hættum nú rausi. Við vorum að tala um Félagsheimilið á Flúðum húsbóndinn þar hefur ekki gleymt sér því öll aðstaða þarna er til mikillar fyrirmyndar. Fyrir það fyrsta er húsið mjög snyrtilegt, það eru ljóskastarar til staðar einir 20 eða svo og fullkomið ljósborð. Mótökurnar voru líka góðar og er alltaf gaman að koma á stað þar sem tekið er á móti þér með bros á vör. Ekki spillti að boðið var uppá kaffi og kandís fyrir og eftir sýningu. Kómedíuleihúsið sendir bestu kveðjur á Flúðir með þökk fyrir afnotin á félagsheimilinu.

Til gamans er hér birt mynd úr myndasafni Kómedíu. Hér er Kómedíuleikarinn við æfingar á einleiknum Mugg í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal og er rétt að geta þess að það heimili hefur góðan húsbónda.

muggur2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband